Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1965, Síða 21
Daginn eftir komu Bordet og
menn hans að snjónum við jaðar
alparósarunnanna.
Förin eftir póstmanninum og. fé-
laga hans voru enn sýnileg. En þeir
fundu líka för, sem skáru föi þeirra
Hinn staðkunnugi leiðsögumacur
Bordets sagði, er hann hafði skoðáð
þau, að þau væru eftir „yeti“ og
flýtti sér niður fjallshlíðina. Bordet
rannsakaði hins vegar förin nákvæm
lega. Þau ollu honum ekki mikilli
undrun, því að leiðangursmenn höfðu
áður séð önnur svipuð, en þau höfðu
verið óljós. Þessi voru hins vegar
mjög nýleg, nýrri en för póstmanns-
ins og félaga hans. Hann fylgdi för-
unum, og komst að raun um, að eng-
in þeirra voru eftir framfætur. För-
in voru öll mjög greinileg, 4—6
þumlunga djúp. Hann varð að snúa
við vegna þess, að þykkna tók i
lofti og skyggni versnaði.
Meira en 3000 för höfðu verið
rannsökuð. Þau voru öll eins. Hvert
þeirra var greinilega líkt mannsfæti.
Að framan voru för eftir fjórar tær
og í skýrustu förunum var lítil snjó-
brík á milli tánna, svo að hvert tá-
far var skýrt. Um fjölda þeirra var
því enginn vafi. Dýrið virtist ekki
hafa verið á hraðri ferð, og engin
áhrif virtist það hafa haft á hraða
þess, þegar það fór yfir slóð póst-
mannsins. Skrefin voru um einu feti
og átta þumlungum styttri en skref
Bordet sjálfs á sama stað. Engin
merki sáust um rófu. Önnur för voru
eftir skepnu, sem fór niður fjalls-
hlíðarnar að vatni, vafalaust til að
drekka. Skref hennar voru lengri,
rúmlega einn metri — sennilega
vegna hallans.
Öll þessi för sýndu, að hér var
um tvífætta skepnu að ræða, sem
ekki notaði framfætur til að styðja
sig, jafnvel við slæm skilyrði. Bordet
segir, að förin, sem hann sá, hafi
augljóslega verið lík þeim, sem Ship-
ton tók myndir af. Lögun þeirra var
hin sama. Þau sýndu fjórar tær, en
hins vegar voru för þau, er Ship-
ton sá, stærri og stóra táin sveigð
meira aftur en á þeim, er Bordet
sá. Hér þurfti þó ekki að vera um
annað að ræða en mismun á aldri
eða kynjum, þótt hins vegar verði
ek'kert fullyrt um það.
Bordet varpar fram þeirri spurn-
ingu, hvort ekki geti verið um að
ræða margs konar för, sem eignuð
séu „yeti.“ Hann segir, að heima
menn þekki tvær bjarndýrategunóir
mjög vel og apategund eina, sem
iifir á þessum slóðum. Hins vegar
geti Evrópumenn, sem- lítið þekkja
til þessara dýra, ruglað þeim sam-
an. Og ekki er óhugsandi, að ijaila-
búar eigni för þessara dýra ,,yeti“ til
þess að fullnægja hinum mikla
áhuga Evrópumanna. Hugmynd-
ir fjallabúa eru líka dtaðar
af hjátrú þeirra og miklu ímyndun-
arafli, sem ekkert á skylt við raun-
veruleikann. Evrópumenn verði að
varast að láta slíkar hugmyndir hafa
áhrif á sig. Landsmenn séu líka vís-
ir til að ýkja, til þess að auka
hi-óður sinn. — Engu að síður sé það
staðreynd, að þeir líta á
,,yeti“ sem dýr, er lifir í landi þeirra.
Bordet bendir á þá einkennilegu
staðreynd, að indversk landabréf
sýni Himalayafjöll undir nafninu
.Mahalangur Hirnal" („Land stóru
apanna), þótt engír apar séu þekkt-
ir á þessu svæði, en setur fram þá
tilgátu, að ef til vill sé nafnið sprott-
ið af „yeti. — Að lokum getur
Bordet þriggja hugsanlegra orsaka
þess, að aðeins þrír Ev'rópu-
menn hafi séð skepnuna: Þeir Tom-
bazi og Norðmennirnir Thorberg og
J. Frostis.
1. Menn ieiti þeirra í of mikilli
hæð, þvi að margt virðist benda tij
þess, að hið eðlilega umhverfi þeirra
sé neðar.
2. Fjallabúar hafa verið fengnir tii
þess að 'ijálpa til við leit að „yeti.
— Það er óskynsamlegt, því að marg-
ir þeirra eni mjög hræddir við „yeti“
eins og fram kemur í sögnum þeirra
um hann.
3. Hið mikla landsvæði Himalaya
gerir leitina erfiða.
Endanlegar niðurstöður Bordets eru
þessar: „Yeti er óþekkt dýr, —
hvort það er björn eða api, verður
að liggja á milli hluta, þar til frek-
ari þekking hefur fengizt. En að
neita einfaldlega tilvist dýrsins er
hvorki rökrétt né vísindalegt.
Höfundur þessara hugleiðinga lýk-
ur grein sinn á þá leið, að ekki sé
unnt að setja fram neinar endanleg-
ar niðurstöður varðandi „yeti.“ Sam-
kvæmt orðum sérfræðinga sé um
þrennt að ræða: Björn, apa — eða
dýr. sem fram að þessu hefur verið
óþekkt.
(Heimildir: Maurice Burton:
More Animal Legends útg:
1959).
Framhald af 872. síðu.
hennar, typpt og sitja hátt og áfjáð í
að láta horfa á sig.
„Já,“ segir pabbi, „hún gleypir með
augunum alla þá, sem líta við henni.
Bíddu bara, hún verður löstunum að
bráð eins og hinai.“
Þess vegna hefur pabbi mestar
áhyggjur af Tötsju.
Og Tatsja grætur, því að hún veit,
að áin varð Serpentínu að bana. Hún
er hérna við hliðina á mér í rósrauða
kjólnum sínum og horfir á fljótið
og grætur kúna sína. Dálitlir taumar
ar óhreinu vatni renna án afláts nið-
LJÓSAVATNSFUNDUR
Framhald af 871. síðu.
Ég met þig ei, fóstra, sem man
eða þræl,
þótt málinu lyktaði svona,
á þennan hátt ef til vill þú verður
sæl,
en þú verður húsmennskukona —
ijá maddömu Sörensen.
En eftir þetta lét Guðmundur
ekkert til sín heyra. Sumir héldu,
að hann hefði móðgazt af því, að
andstæðingar frumvarpsins leituðu
til Sigurðar á Arnarvatni en ekki
hans sem frambjóðanda gegn t'rum-
varpinu — aðrir, að honum hefði
mislíkað það við Björn Jónsson. rit-
stjóra ísafoldar, að hann hafði. eins
og fljótt varð kunnugt og ýmsum
þótti snjallt, botnað vísu Guðmund-
ar með því að bæta við hana síðasta
vísuorðinu. Hitt skildist mönnum
ekki, að það var rökrétt framhald
fyrri stefnu og baráttu Valtýinga að
ganga til stuðnings við sambands-
lagafrumvarpið, jafnvel þó að ekki
værj með því öllum sjáifstæðisósk-
unum fullnægt. Og um þetta hafði
Guðmundur samstöðu með nánustu
samherjum sínum. Valtý og Stefáni
Stefánssyni skólameistara, gömlum
kennara hans, en hafði ekki skap í
sér til þess að gefa sig fram sem
samherja fyrri andstæðinga heima í
héraði.
Áður en fundur hófst, var gerð
lausleg talning á fundargestum, og
töldust þeir hátt á þriðja hundrað
og allt að þriðjungur þjirra konur,
giftar og ógiftar. Einnig var nokkuð
margt karla, er ekki átti atkvæðis-
rétt, ungir menn úr héraðinu og ut-
anhéraðsmenn. Áætlað var, að at-
kvæðisbærir menn væru rúmlega 100,
sem þá var fimmti hver atkvæðisbær
í héraðinu.
ur vangana, svo að maður gæti hald-
ið, að sjálft fljótið væri innan í henni.
Ég tek utan um hana og reyni
að hughreysta hana, en hún getur
ekki skilið þetta. Gráturinn eykst
bara, og ekkasogin hljóma líkt og áin,
þegar hún skellur á bökkunum. Núna
titrar hún öll. Fljótið heldur áfram
að vaxa, og skítugur úðinn af því
sezt á andlit hennar. Litlu brjóstin
bifast við ekkasogin eins og þau séu
að byrja að stækka og ætli að
steypa henni í glötun.
H.H.J. þýddi.
VEGNA FÁTÆKTAR -
l I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
885