Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1965, Qupperneq 22

Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1965, Qupperneq 22
S.ÆKURINN EFTIR TENNYSON í þýðinguum þeím eftir Erlu. Guð- finnu Þorsteindóttur, sem birtust með viðtali við hana í síðasta blaði, hefur orðið prentvilla, sem í senn raskar rimi og réttri hugsun. Villan er í fimmtu vísunni í Læknum eftir Tennyson. Rétt er vísan svo: Á göngu minni hér og hvar þá freyða læt ég flauminn, og malarbotninn gullni gljár í gegnum silfurstrauminn. Framhald af 881. sfðu. Kirkjubæ eftir siðaskiptin, og fram undir þetta hafa verið að finnast þar í jörðu fallbyssukúlur frá þeim tím- um. Undir húsunum eru kjallarar mikl ir, og eru veggir þeirra sums staðar fjögurra álna þykkir. Þar er myrkra Stofa, sem verið hefur fangaklefi Kirkjubæjarbiskupa, og er hlemmur í lofti yfir henni. Fyrr á tíð varð akki í h„na komizt annars staðar. í þeim kjallara, sem myrkrastofan er í, eru ioft öll gerð úr viði, sem klof- inn hefur verið með fleygum, en ekki sagaður. Undir öllum kjöllur unum eru gamlar steinrennur fyrir rennandi vatni. Margt er fleira sjónarvert í Kirkjubæ en hér hefur verið nefnt. Skammt frá húsum var tii dæmis graf in upp einkennileg bygging úr grjóti, sem nefnd hefur verið „steinofninn." Veggirnir eru úr stórum steinum, en þakið svo gert, að tveir langir steinar hafa verið reistir líkt og sperrur og endarnir látnir mætast í mæni, svo að þeir styddu hvor annan. í þessari vísu hefur prentazt „tregða“ í stað freyða. Við biðjum margfaldrar afsökunar á þesum mistökum. Prentvillur, sem því miður vaða oft og tíðum uppi, eru jafnan hvimleiðar, og þó hvergi sem í ljóðum. Og svo er að vona, að Þessi leið- rétting komizt óbrengluð gegnum all- ar hindranir, svo að ekki verði síð- ari villan verri hinni fyrri. Það er stórkostlegur menningar arfur, sem Færeyingum hefur hlotn azt í Kirkjubæ. íslendingi, sem geng ur þar um garða, verður hugsað til Skálholts og Hóla, þar sem ekki stendur steinn yfir steini og allt verulega fomt er horfið út i veður og vind. Veðurlagsins vegna hefðu byggingar ekki síður átt að standa þar en Kirkjubæ, ef jafn traustar hefðu verið. En það hafa þær ekki verið. Eina byggingin, sem tímans tönn vannst seint á, Auðun arstofan á Hólum, var rifin niður af mannahöndum. Við hljótum í senn að öfunda Færeyinga og samfagna þeim. J. H. Lausn 33. krossgátu Út’*- í færeyskrl byggð. ÚR FERÐ TIL FÆREYJA — GÖMLU HÚSIN - Framhald af 866. síðu. fyrir aldri þess, ef haft er í huga, að það stóð þarna splunkunýtt, þegar Almenna verzlunarfélagið flutti orma mjölið til landsins og var orðið sex ára gamalt, þegar Erlendur sýslunuð- ur Ólafsson skrifaði ritgerð sína um fiskimannabæ og dugguútgerð á ísa- firði og lagði til, að þangað yröu fengnir norskir menn af Sunnmæri til þess að kenna Vestfirðingum síld- veiðar. Og mjög er sennilegt, að þau Eyvindur og Halla hafi leitt það aug- um, er þau komu í kaupstað innan úr Jökulfjörðum, og vafalaust hefur séra Björn í Sauðlauksdal þegið þar Staup inni hjá verzhinarstjóranum og ef til vill Eggert Ólafsson líka, áður en hann sökk í bráðan Breiðafjörð. Fjórða húsið í Neðstakaupstað er nokkru yngra, byggt í kringum 1790. Það er svonefnt Turnhús, falleg og svipmikil bygging. í því var búð í vesturenda, en vörugeymsla á mið- lofti og háalofti. Það er byggt úr plönkum og ærið sterkviðað, og er hið sama um það að segja og Fakt- orshúsið, að því hefur í engu verið breytt. Hafa það sennilega verið þýzk ir kaupmenn frá Altöna, sem verzl- uðu á ísafirði skamma hríð eftir endalok konungsverzlunarinnar arið 1787, er byggðu þetta hús. Það er mikil menningarleifð, sem ísfirðingar eiga í þessum fornu hús- um. Þó er þar enn eitt hús frá átjándu öld. Það er íbúðarhús í Hæstakaupstað, byggt árið 1788. Það hefur þá sérstöðu, að það getur ékki staðið til langframa á þeim stað, sem það hefur verið á, vegna skipulags bæjarins. En Jóhann Gunnar Ólafs- son hefur beitt sér fyrir því, að það verði ekki rifið, heldur flutt í Neðsta kaupstað, þar sem það getur varð- varðveitzt ásamt hinum húsunum. 886 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.