Tíminn Sunnudagsblað - 17.07.1966, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 17.07.1966, Blaðsíða 3
Flestir kannast vi3 sögur um tröllaukna hákarla, sem ráSast til atlögu viS menn og granda þeim. Hn sannleikurinn um Ivinn eiginlega risahákarl — Cetorhinus maximus — er sá, aS hann ærist á svifi, sem er ósýnilegt berum augum. Á undanförnum árum hafa sjóstangaveiðimenn :afn norSar- lega og viS strendur SvíþjóSar þráfaldlega séS tröllaukna háfiska á sveimi umhverfis báta sína. En það er lítil ástæða til ótta, því aS risahákarlinn er ekki kjötæta. ♦y"""...................■-**! I i i ■M'iím&iL } i , ‘"i* Risahákarlinn og hvalhákarl hita- beltislanda eru stærstu fiskitegund ir, sem þekkjast. Risahákarlinn getur orSið 15 m á lengd, en slik tröll eru fáséð á norðurslóðum. Þegar risahákarlinn er á sundi, streym ir sjór inn um kjaft hans og aftur ut um tálknin. Það eru hvorki meira né minna en 1500 rúmmetrar, sem streyma í gegn á klukkutíma. Svif berst með sjónum. Rétt vð tálknin er nokkurs konar sía með öngum í þúsundatali. Svif, hrogn og annað matarkyns festist þar, þegar sjórinn berst í gegn. Þegar sían er full lokar risahákarl- 'nn kjaftinum. Næmir angarnir gefa sjálfkrafa eftir, og svifgrauturinn rennur niður kok hákarlsins. Risahákarlinn er afar þungur, eins og nærri má geta. Lifrin ein vegur heila smálest. Hún er mjög rík af fitu, og hennar vegna heldur hákarlinn jafn- vægi. AS vetrarlagi sést risahákarlinn sjaldan á ferli. Lítið er um svif á þeim árstíma, og hákarlinn leitar nið ur á mararbotn og hefur þar hægt um sig. Lesmál: Arne Broman reikningar: Chariie 8ood. T í IVl 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 579

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.