Tíminn Sunnudagsblað - 17.07.1966, Blaðsíða 21
Framhald af bls. 593
hins ber að gæta, að til skamms tíma
var hér ekkert nema sveitalíf og ekki
nógu mikil tradisjón komin á Reykja-
vík, en ég hef lítið að athuga við hin-
ar svonefndu „kerlingabækur," sem
raunar er ekki séríslenzkt fyrirbrigði.
Annars tel ég,, að skáldsagan lúti eng-
um landfræðilegum lögmálum, hún
fjallar fyrst og fremst um manneskj-
una, ekki um einstaka staði.
— Hvernig lízt þér á ástand og
horfur í íslenzkum nútímabókmennt-
um?
— Hér ríkir ótvírætt millibils-
ástand, margt nýtt er að koma fram.
Ljóðræna í óbundnu máli getur ver-
ið mikill skáldskapur, og eins getur
verið um leirburð að ræða, þótt ort
sé undir dýrum háttum. Um ádeilu-
verk hef ég það að segja, að mér
finnst ádeilan þurfa að hafa algilda
merkingu til þess að hitta í mark.
Það hefur oft eyðilagt tendensskáld-
sögur, að persónur eru notaðar í sér-
stökum tilgangi og skemma þannig
fyrir heildaráhrifum. Höfundur þarf
að vera hlutlaus gagnvart þessu öllu.
Þá eiga ýmis ung og efnileg skáld
við þann vanda að stríða að trúa of
mikið á form sem slíkt. — Skáld-
sagan verður að hafa skáldsöguform
til þess að kafna ekki undir nafni,
og hið sama á við um smásögur. En
annars hef ég ekkert á móti tilraun-
um og tel til góðs, að nokkur hreyf-
ing sé á þessum málum.
— Þú ert þá bjartsýnn á varð-
veizlu íslenzkrar menningarhefðar.
— Já, ég tel ekki ástæðu til þess
að óttast lok gamallar menningar-
hefðar, þrátt fyrir ýmis óheillavæn-
leg erlend áhrif svo sem hermanna
sjónvarp og annað í líkum dúr.
En þess vegna verða allir, sem
hugsa um íslenzka menningu, að
vera vel á verði.
— Nú hefur mikið verið rætt um
úthlutun listamannalauna að und
anförnu. Hvaða leiðir telurðu væn-
legastar í þeim efnum?
— Ég held, að fastar slarfsreglur
fyrir úthlutunarnefnd sé það, sem
vantar. Ég sé ekkert á móti því, að
neíndin sé þingkjörin, þó að sumir
telji, að slik nefnd megi ekki hafa
pólitískan lit. Það er alltaf erfitt
að útiloka sérsjónarmið, og isma-póli
tík myndi varla reynast betri. Mér
þætti eðlilegt að þeir, sem eiga lang
an starfsaldur að baki og hafa skilað
miklu og góðu verki, njóti sæmi-
legra fastra launa. Þá þyrfti að
styrkja þá lislamenn vel, sem fram
eru að koma, því að það er mikils
virði fyrir unga menn að geta farið
utan, dvalizt með erlendum þjóð
um og víkkað sinn sjóndeildarhring.
— I-Ivað segir þú um hugmyd
þá, sem .fram hefur komið um
stofnun akademíu?
— Ég hef lítið hugleitt það mál,
en eftir því sem mér hefur virzt
í Danmörku og Svíþjóð, kynni það
að vera til gagns. Hitt er svo ann
að mál, að kollegar ættu aldrei að
úthluta ríkisstyrk til kollega. Það
hefur verið reynt og gefizt illa.
— Er ekki ærinn munur á því
að vera rithöfundur á íslandi og
í Danmörku?
— Vissulega er það. Persónulega
þarf ég ekki að kvarta viðtökum hér
heima, en ritlaun hér geta aldrei
orðið há sökum fámennis. Það eitt
finnst mér ærin röksemd fyrir ríf-
legum styrkjum, og ég held, að
ekki sé á neina listgrein hallað, þótt
sagt sé, að fámennið sé verst fyrir
rithöfunda af öllum listamönnum.
Viðurkenndir rithöfundar í Dan-
mörku hafa alltaf örugga sölu. Þar
eru alltaf á ferð agentar héðan og
handan og engum vandkvæðum bund
ið að fá þýtt. Aftur á móti eru fá-
ir erlendir bókmenntamenn, ' sem
skilja íslenzku, og ég tel, að einangr
un málsins sé erfiðastur þröskuldur
í vegi íslenzkra rithöfunda.
— Hvaða skoðun' hefur þú á fyr
irhugaðri nýskipun á útlánsrétti bóka
safna?
— Það er óhjákvæmilegt að færa
þessi mál til samræmis við norræna
löggjöf um þessi efni. Nýskipunin
ætt að vera til bóta, en tíminn mun
skera úr því.
— Þá langar mig að spyrja þig,
hvað þú sért með á prjónunum um
þessar mundir?
— Ég er nú að þýða skáldsögu
mína um Valtý á grænni treyju á
dönsku, og svo er ég auðvitað með
sitthvað í huga, sem of snemmt er
að tala um. Mig hefur lengi langað
til þess að skrifa nútímaskáldsögu,
en ekki veit ég, hvað úr verður. Und
anfarin ár hef ég átt við veikindi að
stríða, en er nú komin yfir þau og
ætla mér ekki að slíðra pennann í
bráð, segir Jón að lokum. I.S.
Sjávarháski
Framhald af bls. 587
inn af sér ok sjávarþungans og
kemst á réttan kjöl.
Um borð i Báru var ömurlegt
um að litast — línur og bótfæri
vöfðust um bátinn frá siglutoppi
að sjávarfleti. Sjö línubelgir voru
fastir við „sa!ningu“ á aftursiglu.
ÖIlu lauslegu hafði skoilað fyrir
borð og lunningin stjórnborðsmeg
in horfin. — Framsig’lan brotin
sundur, en á sínum stað. — Bóm-
urnar dingluðu lausar — kaðlar
sem héldu þeim höfðu slitnað.
í hásetaklefa var allt á tjá og
tundri. Hringir ad eldavél og kola
glóð höfðu markað brunabletti í
loft hásetaklefa og lágu nú ima.
í kojum skipverja. Stýrishúsið
hafði staðizt sjóinn að mestu, en
allar rúður þar voru brotnar.
í vélarrúminu hafði allt gengið
úr skorðum — ekkert lauslegt á
sínurn stað Sjór hafði komizt í
bátinn, en minna en búast mátti
við. Þegai formaður og véistjóri
verða þess varir, að báturinn er
að komast á‘ réttan kjöl, grípa
þeir báðir til þess að gefa vél-
inni fullan kraft áfram. Hún hafði
gengið allan tímann síðan bátur-
inn fékk á sig sjóinn. Báturinn
rífur sig upp, og þeir þ'-kjast úr
helju heimtir. En sjaldan er ein
báran stök. Er þeir leggjast á
stýrið og hyggjast sveigja bátn-
um inn á ósinn. fór vélin að
þyngja ganginn, og að lokum
stöðvast hún alveg Þeir gera sér
grein fyrir því, hvað að er. —
Línur o-g bátfæri, sem voru allt
í kringum bátinn hafa lent í
skrúfunni — og nú virðast allar
bjargir bannaðar. Stormur og
straumur bera nú bát og menn
í áttina til hinna ógnvekjandi Þing
nesskerja austan við ósinn og hér
má engan tíma missa. Bátverjar
stökkva að akkerinu, losa um
það og koma því út. — Keðjan
rennur á eftir og viz. sem tengd-
ur var keðjunni. Til allrar ham-
ingju nær akkerið festu í botni,
og það strengist á vírnum, en
sífellt nálgast þeir skerin. Nú er
fátt góðra ráða. Skipverjar, sem
sáu slysið, snúa á brott frá staðn-
um. Bát og vél er ekki treyst
í þær aðstæður, sem þarna eru.
Að hleypa upp í sand var ekki
fýsilegt og varla hægt. Veður fór
versnandi. Bátverjar hugsa til
lands og hvort þaðan væri hugs-
anleg björg-un, en þeim kemur
saman um, að enginn mundi fara
um ósinn nú. Allar bjargir virt-
ust bannaðar og brotin á Þinga
ness-kerjum varð meira en báts-
lengd aftan við Báru.
Hér varð eitthvað óvænt að
koma til og svo lengi er von
sem lifir.
Af Miklueyjarþúfu hafði verið
fylgzt með því, sem gerðist, og
þegar sást að báturinn var kom-
inn upp og rak undan straum og
vindi, var brugðið hart við til að
leita eimhverra ráða til björgun-
ar. Sennilega mun flestum hafa
komið eitthvað svipað í hug. —
Hvanney! Hún var með nýju afl-
miklu vélina og auk þess — þar
um borð voru menn í þess orðs
fyllstu merkingu. Gætu þeir ekki
bjargað Báru, var lítil von.
Þangað var farið, tíðindin sögð
og það var engin fýluför. Þeir
tíminn - sunnudagsblað
597