Tíminn Sunnudagsblað - 17.07.1966, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 17.07.1966, Blaðsíða 20
Dóná. Stundum þótti atér, sem ég sæi glitta í eitthvaS þarna á enda- lausri steinbreiðunni við fljótið, og jafnvel víðar á múrverki borgarinn- ar, eitthvað, sem minnti á letrið á Priestany-brúnni, „Stattu. upp og gakk.“ En dagar liðu, við höfðum fengið neonlýsingu í götuna okkar, og eitt kvöldið vorum við á heim- leið — við Lnba, auðvitað. „Heyrðú . ..“ „Já.“ „Ég skal verða konan þín með einu skilyrði,“ hvíslaði Luba allt i einu. „Með því skilyrði, að ég taki ekki saman við aðra?“ „Nei.“ Andlit hennar var fölt í neonljósinu, en samt mjög fallegt. Hún hikaði og leit beint framan í mig. Hvernig skyldi ég vera í fram- an? Eflaust fölur og fullur eftirvænt- ingar. „Nei,“ endurtók hún. „Má ég kannski aldrei minnast á Piestany-brúna?“ „Jú, jú. Það er ekki það.“ „Hvað er það þá?“ „Hlustaðu á,“ hvíslaði hún aftur. „Með því éina skilyrði, að við eign- umst aldrei börn. Við tvö megúm ekki eiga börn, því að þá yrðu þín börn ennþá sjálfstæðari, og ég mundi ekki hugsa nógu vel um þau. Heima hjá mér var það eins og ég legg til að við höfum það, og það gekk allt vel.“ Mér hnykkti við, þegar mér datt hug það, sem ég hafði heyrt um hagi fyrrverandi konu minnar. Það var ekki gott. Hún vanrækti Ferko og Evie vegna nýju barnanna sinna — en hve það hljómaðf undarlega. Og hér stóð Luba og neitaði að geta börn, til þess að vanrækja ekki mín börn. „Æ, hver skollinn!“ hrópaði ég allt í einu. „Hvað er að?“ „Nú hef ég enn einu sinni skilið Ferko eftir við sjónvarpið langt fram á kvöld.“ „Heldur iþÚ, að það sé enn í sam- bandi?“ „Já.“ „Kann Fe.rko ekki að slökkva á því?“ „Ég held að . . .“ „Er hann ekki nógu sjálfstæður til þess?“ Tja, ég . . .“ „Og hvað um Evie?“ „Hún hlýtur að 'véra sofnuð.“ „Komdu . .. ég fer með upp “ Við fójum upp í ibúðina mína. Sjónvarpíð vpr f gangi, '§'j$ brikáéi og bras| í því eihs ö| vél ög stúnð. um heyrðist ísktfr. Évie litía sát í hnipri á sófanum öll útgrátin og Ferko veltist um á góifinu hljóðandi. Ég sá strax, að hann hljóðaði af kvölum og tók hann í fangið. Hann vár brennheitur, svo að ég ók honum beint á sjúkrahús meðan Luba var hjá Evie. Kúm vika leið. Önnur vika var liðin og vel það, er ég sótti Ferko á spítalann. Þeir höfðu rannsakað hann frá hvirfli til ilja og ég var dauðskelkaður, en á endanum fundu þeir, að það var botnlanginn og skáru hann upp. Þeir höfðu víst búizt við nýtízkulegri sjúk dóm. Fyrir stuttu sat hann uppi í rúm- inu sínu, Evie vappaði um stofuna og Luba sagði: „Finnst þér það ekki líka, Ferko? (Við feðgarnir heitum sama nafni). „Fyrirgefðu, hvað varstu að ségja?“ „Að þetta sé skemmtilegt herbergi og býsna rúmgott, en hefur þér aldrei fundizt vera of mikið inni í því, of mikið af öllu?“ „Óf mikið af hverju?" „Nú — það er Evie og Ferko, ég og þú, sjónvarpið og iþessi neonlj'ós. Þetta er eins og eilífur dagur, aldrei nótt.“ „Jú, það er nokkuð til í þessu. Við þyrftum sjálfsagt að fá tjöld til að draga fyrir á nóttunni. . .“ í sama foili hringdi dyrabjallan og Luba fór fram til að Ijúka upp. Mað- ur í vinnufötum og á gúmmískóm birtist í gættinni. Við hönd sér leiddi hann lítinn dreng, sem rétti fram vönd með vorperlum. Dökku augun hans hvörfluðu feimnislega um stof- una og hann skalf lítið eitt. „Gott kvöld.“ „Gott kvöld.“ „Hvað get ég . . .“ Nokkur tími fór í útskýringar. Mað urinn þáði sæti og hélt áfram að hvetja snáðann til að segja eitthvað og vera ekki svona feiminn. En dreng urinn vildi ekki tala og hjúfraði síg upp að föður sínum. „Jú, sjáið þið til. við eigum heima þarna útfrá, nálægt skóginum, og við vitum af stað þar sem krökkt er <af vorperlum, svo að við skruppum þang að og tíndum fáeinar — þessar eru meðal þeirra síðustu í ár — og síð- an fórum við hingað. Ég vinn við Ijósin hérna í götunni og Janni kem- ur stundum til að hitta mig í vinn- tjnni. Komdu með mér, segir hánn, ég þekki strák hérna rétt hjá, við skulum gefa mömmu hans. folómin. Ííann hætti ekki fyrr en liann fekk mig með sér — og hlngað erúm við kómnir. Nú, syo áð þeita er vippr háns Janna. Hánn hefúr legið á spít- ala, sagði Janni. Verið veikur eða hvað?“ „Já,“ svaraði ég, og vissi ekki hvað- an á mig stóð veðrið. Ég horfði á Ferko, sem sat uppi í rúminu. Jæja, svo að það var þess vegna, sem þú vildir ekki, að hann kæmi heim meo þér — vegna þess að þú áttir enga mömmu, hugsaði ég. „Það gleður mig að kynnast vini þírium, Ferko minn/‘ Janni gaf Lubu vorperlurnar. Ég held, að henni hafi legið við grátí. Maðurinn hló. Éf til vill skildi hann, hvernig í öllu lá, ef til viíj ekki. Hann hét Chovanec og var raf virki, sem vann skammt frá húsina okkar við lagningu nýju götuljós- anna. í þessum rólega og friðsæla bæjarhluta eins og sagt er. „Má ég bjóða yður glas af víni?“ spurði Luba. „Vertu svo væn, að koma með það,“ sagði ég. Við skáluðum. Mig minnir, að ég hafi sagt söguna af særða Armeningn um, sem ég hitti í Piestany og áletr- uninni, sem við sáum í rústunum. Sjálfsagt minntist ég einnig á Ferko, sem skammaðist sín fyrir að fara heim með vin sinn, og ég sagði hon um víst meira að segja frá hinu furðu lega, eða vægast sagt óvænta skilyrði, sem Luba setti mér. Chovance fræddi mig um asynkrónsika mótóra, sem ég skifdi ekki baun í, en það gerir ekk ert til. Luba skýrir það út fyrir mér, þegar hún kemur aftrir. Hún þurfti að þjóta fyrirvaralaust til Prag á ein- hverja ráðstefnu. Guðrún Guðmundsdóttir þýddi. MMMMMMMMMi Þeir sem senda Sunnu dagsblaðinu efni til birtingar, eru vinsam- iega beðnir að vanda til handrita eftir föng- um og helzt að láta vél- rita þau ef kostur er. Ekki má þó vélrita þéttar en í aðra hverja línu. 596 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.