Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 17.07.1966, Qupperneq 4

Tíminn Sunnudagsblað - 17.07.1966, Qupperneq 4
inningar frá skólaárum Einhverjum kann að þykja íáhýtt og óþarft að festa á blað minningar frá æskudögum, fyrr en viðkomandi er þá kominn á efri ár. >á sé fyrst gefið tækifæri til að leysa frá skjóð- unni, er flestir, sem við sögu koma eru komnir undir græna torfu. Satt er það að fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla eins og skáld ið Jóhann Sigurjónsson orðar svo fagurlega en hætt er þá við að mynd sú sem draga skal upp verði ekki raunsæ, heldur lituð töfra- bjarma hins liðna. Ég tel mig þurfa að h'afa þennan formála fyrir stuttri tímarits grein um dvöl mína í Reykjaskóla í Hrútafirði fyrir rúmum 20 árum. Hér er ég aðeins tæplega miðaldra mað ur og ætla að gerast svo djarfur að rifja upp ýmislegt frá skólalífi, sem er ekki fjarlægara en þetta í tíman um, þar að auki flestir enn á lifi sem við sögu koma — og ekki bætir það úr skák. Árið 1943. Hafði átt heiana á ReCs- stöðum í Laxárdal í Austur-Húna- vatnssýslu frá fermingu og var nú kominn fast að tvítugu. Tvö síðustu sumur hafði ég unnið við vegagerð noröur í Fljótum og aflað talsverðra fjárimuna a.m.k. að krónutölu, en dýrtíð var ört vaxandi á þessum ár um, eins og kunnugt er. Mér kom nú til hugar að. hefja nám í framhaldsskóla, þótt sekit væri og sótti um skólavist á Laugarvatni hjá Bjarna Bjarnasyni, sem ég hafði heyrt mikið látið af sem skólamanni. Ekki fékk ég inngöngu þar, varð of seinn, að sækja um, en unglingar úr nágrannabyggðum látnir ganga fyrir, um skólavist, eins og eðlilegt var. Þá reyndi ég við Reykholt í Borgar firði. Þórir Steinþórsson, skólastjóri, svaraði bréfi mínu kurtcislega og benti mér á að s^ekja um skólavist að Reykjum í Hrútafirði. Og í þriðja sinn fór ég á stúfana að leita fyrir mér um skólavist í héraðsskóla. Skóla stjórinn á Reykjum, Guðmundur Gíslason, svaraði umsókn minni með bréfi. Þar var að finna margvíslegar upplýsingar um Reykjaskóla og lífs reglur þær, sem fylgja skyldi, með an skóladvölin varaði, og hverju ung menni væri hollt að hlíta. Og bréf- inu lauk með þessum vinsamlegu orðum: Hittumst heilir fyrsta vetrar- dag. Ég hlakkaði til skólaverunnar. Mér fannst sem draumar mlnir um menntun, er mig hafði lengi dreymt, án þess að úr yrði, væru nú loksins að rætast. Og víst mundi ég marga, er seint höfðu hafið nám, en komizt þó til góðra mennta. Það var mér nokkur huggun. Eftir að vegavinnu í Fljótum lauk um haustið, hélt ég heim og tók að búa mig út til námsins. Þurfti margs að afla sér, svo sém fatnaðar og bóka. Er því var lokið, og komið var að vetrarbyrjun, hélt ég að heiman, fyrsta spölinn frá Refsstöðum á hest- baki niður Strjúgskað að Strjúgs- stöðum í Langadal. Þaðan með bif reið vestur að Reykjum. Þegar þang að var komið, blöstu við augum reisulegar byggingar með drifhvíta veggi og rauð þök. Hópur nemenda kom á móti mér út á hlað með for- vitni í augum. Skólastjórinn, Guð- mundur Gíslason tók á móti mér og vísaði mér með farangur minn til herbergis niðri í kjallara. Nefndist það Barðaströnd. Þar skyldi ég búa um veturinn ásamt fimm öðrum pilt um. Rúm voru beddar frá dögum am eríska hernámsliðsins, sem hafði haft skólann á leigu fram til þessa tíma frá vordögum 1940.Hafði ekkert skóla hald verið á Reykjum fyrr en þetta síðan fyrir stríð. Voru hermannaskál ar um allt í kringum skólann, nú yfirgefnir af mönnum, og lítt aðlað andi. Var mikil óprýði að þessum braggahreysum. Eftir skólasetningu, sem var mjög hátíðleg, hófst kennslan og skóla starfið komst fljótt í fast horf. Skóla stjórinn hefur þegar vcrið nefndur. Hann var þá 43 ára að aldri, maður í blóma lífsins, hárið mikið, svart og fór vel. Hann hafði verið kennari við Héraðsskólann á Laugarvatni, kvænzt Hlíf, dóttur Böðvars hreppstjóra Magnússonar, gerzt skólastjóri á Reykjium haustið 1937 við brottför Jóns á Yztafelli. Áttu þau hjónin orðið fjögur börn, öll innan ferming- araldurs. Elztur kennaranna var síra Jón Guðnason, prestur á Prests bakka í Hrútafirði, 54 ára að aldri, hlaðinn lífsgleði og starfsorku. Kenndi hann ensku, eðlisfræði, bók- menntasögu og íslenzku. Fróður mað ur með afbrigðum. Lagði hann mjög stund á ættfræði og persónusögu í tómstundum sínum. Sjást þess líka mikil merki nú, því að frá hans hendi hafa komið út mörg stór rit, mann fræðilegs efnis. Oft kom ég inn í her bergi síra Jóns í skólanum, en þar hélt hann til, ásamt konu sinni, Guð laugu Bjartmarsdóttur. Brást þá varla, að hann væri að skrifa upp kirkjubækur og manntöl. Og allt unn ið með hrukkulausri nákvæmni. Eftir slítandi kennslu settist hann við og vann að fræðistörfum. Og ekki lét hann sér nægja að kenna okkur ensku í sjálfum tímunum, heldur kall aði hann okkur byrjendurna inn í skólastofuna síðari hluta dags og las 580 TÍIUINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.