Tíminn Sunnudagsblað - 17.07.1966, Side 6

Tíminn Sunnudagsblað - 17.07.1966, Side 6
þeir, sem í ungæðishætti slepptu fram af sér beizlinu, og sjá allt í réttu ljósi, er aldur færist yfir þá. Munu fá dæmi annars en að unglingar hafi er frá leið, harmað það, ef þeir hafa ekki þýðzt eðlilegan skólaaga, og um leið að miklu eyðilagt nám sitt, og verið kennurum og félögum sínum til leiðinda. Sem betur fór var fátt um erfiða nemendur á Reykjaskóla, enda nem endur nokkuð við aldur, eins og áð ur segir, og þá ekki hafin sú afskræm Ing á ytri háttum æskulýðsins, sem nú er deginum ljósari. Að visu þurfti skólastjóri stundum að halda harðar áminningarræður, og hefur hinum brotlegu varla liðið vel að þurfa að sitja undir þeim, en saklausir ekki tekið þær til sín. Nokkuð bar á reyk Ingum. Þeir, sem höfðu vanið sig á þær, stunduðu iðju sína utan dyra, því að innan húss voru reykingar bannaðar. Þá munu mannlausir opn Ir hermannaskálar í grennd við skól ann, sem áður er minnzt, hafa orð- ið reykingafóliki góður griðarstaður. Skólasljóri var sjálfur mikill áhuga- maður um bindindi og lagði ríka áherzlu á, að það væri haldið innan Veggja skólans. Hann var forseti Vökumanaa um þetta leyti, félags- skapar ungs ungs fólks til verndar lýðræði, en gegn öfgastefnum, og gaf út tímaritlð Vöku, er fór vel af stað, bótt eigi yrði langra lífdaga auðið, því miður. Nú skal vikið nokkuð að félagsstarf semi nemendanna. Eins og jafnan i hverjum íramhaldsskóla, var skóla íélag starfandi, stjóm þess kosin og skipað í nefndir. Málfundir voruu haldnir annað hvert laugardagskvöld. Ætið voru Qufct framsöguerindi og tekin til meðferðar ýmis mál, er íiðan vonu rædd af miklum móði. Rætt var um það, hvort betra væri að eiga heima í sveit eða i kaupstað, hvort betra væri að vera kvæntur eða ókvæntur, karl eða kona, o.s.frv. Tóku kennaramir jafnan góðan þátt í umræðum. Skólablaðið hét Nýgræðingur. Hafði það að sjálfsögðu legið í dái um hrlð eins og skólinn, en var nú endurvaki. Blaðið var handskrifað I vandaða fundargerðabók og lesið upp á hverjum málfundi. Kom í minn hlut að stýra blaðinu og afla því efn Js, en ritnefnd var mér til aðstoðar. Óekk misjaflega að fá efni eihs og £engur, og urðum við í ritnefndinni Oft að leggja sjálf að mörkum þann orðsins feng, er á vantaði, svo að híð ákveðna rúm yrði fyllt. í byrjun árgangsins birti ég smá kvæði eftir mig, helgað Nýgræðingi tndurvökfcum, og vegna þess, að ég er nógu ófeiminn og frakkur, hætti ig á að blrta þetta kvæði hér: Nu er að vakna, Nýgræðingur, nóttin horfin, dagur skín. Glöðum rómi sérhver syngur, en sízt er þörf að fást við glingur, þegar sortaþoka dvín. Þá er fremur þörf að vinna, þörf að hlúa að Nýgræðing, málsins gæfugull að spinna, að gróðri lista ávallt hlynna, það er mín sálar sannfæring. Njóttu heilla, Nýgræðingur, neyðin hjá þér sneiði öll. Reyni margur ritsnillingur rétta þér sína töfrafingur. — Það er trú, sem flytur fjöll. Ég minnist Arnfríðar Jónatansdótt ur, sem með mér var I ritnefnd. Hún var þá farin að yrkja, aðallega órím- að, eins og hún gerir enn. Sló hún mig að vonum algerlega út í skáld skapnum. Ég hafði ekki lesið nema gömlu skáldin, en hún var þaulkunn ug nútímaskáldunum að auki. Arn fríður hafði þá þegar þótt ung væri að árum, hlotið mikla lífsreynslu af langvarandi veikindum og dvöl á heilsuhælum. Talsvert aukastarf var þetta við blaðið og heimtaði tíma frá náminu, en veitti um leið nokk urn lærdóm. Annan hvorn laugardag var svo dansæfing, sem stóð til klukkan hálf ellefu. Þau kvöld var sérstök kvöld hressing, súkkulaði og tertusneið ásamt fleiru góðu. Þetta voru góð ar skemmtanir i orðsins fyllstu merk ingu. Kennararnir voru ætíð á þess- um dansæfingum. Stærsta skemmtun vetrarins var árshátíðin í fehrúar. Auk nemenda og kennara var þar fjöldi fólks úr nágrannabyggðum, en mest frá Hvammstanga og Borðeyri. Leikfimi sýningar voru hjá A-flokki, revía var flutt, blandaður kór og karlakór sungu undir stjórn Þorsteins frá Gili. Að lokum var dansað fram til klukkan tvö um nóttina. Skólastjór- Inn var sjálfur mikill dansmaður og yfirleitt hrókur alls fagnaðar á skemmtunum skólans. Þá var sérstaklega minnzt 1. des ember með skemmtun, sem nemend ur sáu um að mestu leyti. Kom í minn hlut að flytja ræðuna í tilefni dagsins. Hafði skólastjóri beðið mig um það. Ræðuna las ég honum áður en ég flutti hana og benti hann mér á sitthvað, bæði í máli og efni, er betur mátti fara. Þótti mér skólastjóri sýna mér mikinn trúnað að fela mér að tala á þessum merka degi. Um þetta leyti var komið að því, að ísland segði formlega skilið við Danmörku og sett yrði á stofn lýð veldi. Var okkur nemendunum það mikið fagnaðarefni, en meirihlutinn ekki kosningabær sökum ungs aldurs er kjósa skyldi í maí um vorið um uppsögn sambandslagasáttmála við Dani og stofnun lýðveldis. Er kunn ugt, hversu einhuga þjóðin var í þeim kosningum, því að næstum allir at- kvæðisbærir menn greiddu at kvæði með sambandsslitum og lýð- veldi 17. júní 1844. Man ég glöggt, hvað mikill vorhugur var í fólki um þetfca leyti. Þjóðin var að brjóta af sér síðustu fjötra erlenda valdsins, sem á liðnum öldium höfðu haft eðli- legan dugnað og framtak. Nú var draumur þjóðarinnar um fnllkomið sjálfstæði að verða að veruleika. Þetta voru dýrlegir dagar. Veturinn leið og prófin hófust. Þar hlutu menn misjafnan hlut, eins og gengur. Sumir hlutu góðar ein- kunnir, í íþróttum og handavinnu, þó að bóklegu greinarnar væru ekki háar. Getan var misjöfn, en áhugi flestra mikill að nota timann sem bezt. Til að geta haft tvær deildir í skólanum var í nóvembermánuði efnt til sérstakra prófa fyrir þá, sem hugðust vera í eldri deild það sem eftir var vetrar. Höfðu þelr flestir stundað nokkurt framhaldsnám áður, einkum Reykvíkingarnir. Ég sem ekkert framhaldsnám hafði stundað, lagði í þetta próf — og marði það. Man ég glöggt, mitt hugarástand, er ég gekk á fund skólastjóra að prófi loknu til að frétta um úrsltiin. Og mjög varð ég feginn að heyra, að ég hefði sloppið við fall. í skólanum voru um 60 nemendur þennan umrædda vetur. Af þeim eru nú fimm látnir, allt karlmenn. Að gamni mínu hef ég reynt að flokka þá, sem lifa, eftir starfsgreinum, og er niðurstaðan eitthvað á þessa leið: Stúlkurnar eru flestar giftar, 3 eru kennarar, 4 bændur, 2 loftskeyta- menn, 11 verzlunar-, skrifstofu- eða bankamenn, 3 sjómenn 1 lögfræðing ur 1 verkfræðingur, 1 skipstjóri á togara, 3 verkamenn, 1 blikksmiður, 4 bíl^tjórar 1 vélvirki, 1 heildsali. Þá hafa tveir orðið hreppstjórar og elnn oddviti. Eins og þessi upptalning ber með sér hafa þó nokkrir stundað eitthvert nám til viðbótar við héraðsskólanám ið, þó að aðeins tveir hafi lokið há skólaprófum. Eitt er víst, að hvort sem skólagangan hefur orðlð meiri eða minni eða engin eftir Reykja- dvölina, þá minnast allir hennar með mikilli ánægju. Og hversu þakklát megum við vera kennurunum fyrir þeirra hjálp, að opna okkur nýja iheima þekkingar, leiða okkur á veg um andans. Síðasta kvöldið í skólanum verður áreiðanlega öllum minnisstætt. Eftir að prófskírteini höfðu verið afhent, sá hver svart á hvítu, hvernig hann eða hún hafði staðið sig í þeirri bar áttu, sem allt nám reyndar er. Kveðju stundin var að renna upp. Nú skúd 582 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.