Tíminn Sunnudagsblað - 17.07.1966, Page 10

Tíminn Sunnudagsblað - 17.07.1966, Page 10
N BJORGUN UR 5JA VARHASKA Sjómenn við strendur þessa lands, hafa löngum orðiS’að heyja erfiða barábtu og stundum mann- skæða, við óblíð og óvægin nátt- únuöfl. Margir eru þeir, sem tap- að hafa í barátbunni við hinn vold- uga Ægi, en margir hafa sigrað hinn gásikafulLa og stundum ógur- lega óvin. Hér verður skýrt frá slí'kum átökuim, eða þegar v.b. Hivanney su 442 bjargaði v.b. Báru su 526 úr sjávarháska við Horna- fjarðarós. Hverfum aftur til dags- ins 11. febrúar 1944 eða þar til fyrir liðugum 22 árum. Mikil út- gerð var þá á Hornafirði og með- al báta, sem þaðan voru gerðir út, voru tveir bátar frá Búðum í Fáskrúðsfirði, Bára, eign Árna Stefánssonar og Hivanney eign Jens Lúðvíkssonar og bræðranna Þórarins og Stefáns Guðmunds- sona. Bára var 19 iestir að stærð, smíðuð af Einari Sigurðssyni árin 1934—5. Hún var búin 50 ha. Skandía-vél .Formaður á Báru var Árni Stefánsson, vélstjóri Kristj- án, bróðir hans, en hásetar voru þeir Jóhann Jónasson, Búðum, Ing ólfur Jónsson Þingholti og Jón Árnason. Hvanney var norstour bátur, 20 ■ lestir að stærð, búin nýrri 110 hestafla Grey-vél. Hún var smíð- uð í Noregi árið 1913 eftir því, sem næst verður toomizt. Formað- ur var Jens Lúðvíksson, vélstjóri Jóhannes Midhelsen, en hásetar *"jón Stefánsson, Sandgerði, bróðir Árna og Kristjáns á Báru, Jón Finnbogason, Auðsber-gi og Aron ’Hannesson, sem nú er látinn. Bátar á Hornafirði höfðu búizt til róðrar aðfararnótt 11. febr. en þar sem veðurútlit var slæ-mt, hættu sumir þeirra við að fara. Vertíð var nýlhafin, búið að fara 3—4 róðra. í þessari verstöð var mikið kapp í mönnum og ötul- lega sótt, oft í slæmu veðri. Horna fjarðarós er ekki árennilegur í slæmu og oft alveg ófær. Þver- brýtur fyrir hann, þegar verst gegnir. Miklar grynning-ar eru þar úti fyrir, straumþungt, bæði vegna sjávarfalla og Hornafjarðarfljóts, sem fellur um ósinn með enn meiri þunga á útfalli en annars. Yfirmenn á Báru voru lengi vel óráðnir, hvort fara skyldi í róð- urinn, en þó var lagt upp, þegar komið var fram undir birtingu. Tveir aðrir bátar höfðu róið, Svala frá Eskifirði og Sporður frá Húsa vílk. AMt gekk vel á leiðinni út á miðin, þrátt fyrir veðrið, en á var suðvestan vind-ur allhvass með skörpum éljahryðjum, og sjóþungt. Ákvörðunarstaðurinn var út af Hornafjarðarskerjum um klst. sigl ing S.S.V. frá Hlein. Ekki fannst þeim félögum ráðlegt að leggja alia línuna, og eitthvað mun yf- irlegan hafa verið í styttra lagi. 586 T I H I N N — SUNNUBAGSBLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.