Tíminn Sunnudagsblað - 17.07.1966, Qupperneq 11
Úr HornaflrSI.
(Ljósmynd Páll Jónsson)
Línudráttiurinn gekk vel, en- afli
var tregur. Sigilingin heim á leið
gekk áfailalaust í fyrstu, þó hægt
yæri á vél einu sinni eða svo.
Eitíihvað var rætt um það um
borð að ganga vel frá öllu laus-
legu. Við öllu mátti búast, er
nálgast tæki ósinn, en ekki virt-
ist nein sérstök ástæða til að
vera með frekari varúðarráðstaf-
anir en vant var. Hásetarnir þrir
voru I hásetaklefa, en vólstjóri
og formaður i stýrishúsi. Þegar
Bára er stödd á siglingaleiðiuni
S.V. frá Þinganesskerjum og
nokkrar bátslengdir ófarnar af
þeirri leið,''sem varasömust er tal
in, sjá þeir, sem í stýrishúsi eru,
að mjög stór brotsjór tekur sig
upp vestan við bátinn og stefna
holskeflunnar er beint á hann.
Formaður snýr í skyndi stefni
Báru í sjó — þó ekki beint —
heldur beitir hann bakborðakinn-
ung í sjóinn, af ótta við að stýr-
ishús og allt ofan þilja geti sóp-
ast brott með sjónum. Sýnt þótti,
að ekki varð undankomu auðið.
Þessi feikna holskefla, á hæð við
siglutoppa Báru og íhvolf eins og
þær verstar geta orðið, ógnaði með
sínum ægikrafti, og hamingjan
ein mátti vita hvernig fara
mundi. Báran mætir örlögum sín-
um sterkbyggð, en lítil á nútíma
mælikVíarða, — eins ög smáhnoðri
í hafrótinu. Hún lyftist fyrst upp
á brotið, en svo er eins og kippt
sé undan henni skorðum og hún
hafi engan flöt að síanda á. Hún
snýst undan sjónum í stjórnborða
en síðan með miklu afli á hlið-
ina, svo siglutré nema við sjó.
Ifolskeflan æðir yfir og allt hverf-
ur sjónum manna.
Rétt áður en brotið skellur yf-
ir bátinn heyra þeir sem í háseta-
klefanum halda sig undarlega há-
væran gný og finna að eitthvað
er öðruvísi en á að vera. Þeir
verða varir við að bátnum er
snúið og slegið af vél og einn
hásetanna stekkur upp í lúkars-
kappann til að athuga, hvað um
er að vera. Þegar hann lítur út,
er sjórinn í þann veginn að
skeila á bátnum. Hann sér, hvað
að fer og finnst hyggilegast að
forða sér sem fyrst niður aftur.
Um Ieið og hann fer niður, sér
hann að lóðabalar úr bakborðs-
gangi hefjast á loft og eins og
svifi í boga upp og yfir stýris-
*hús bátsins. Síðan verður allt
óljóst, hvað gerist. Allt lauslegt
í hásetaklefa fer á fleygiferð —
það heyrist braka og bresta í tré.
Nokkrir menn hafa fylgzt með
ferðum Báru frá því hún fór að
nálgast landið. Menn eru staddir í
Hvanneyjarvita í u.þ.m. 500 m.
fjarlægð frá þeim stað, er sjór-
inn reið yfir bátinn. Nokkrir
menn eru staddir uppi á Miklu-
eyjarþúfu, svonefndri, einum
bezta útsýnisstaðnum yfir ósinn,
í nágrenni Hafnarkauptúns. Þar
á meðal tveir bræður formanns
og vólstjóra á Báru og faðir
þeirra. Einnig urðu vitni að þessu
skipsmenn á v.b. Sporði, sem var
í tæpra 100 m. fjarlægð frá staðn-
um. Allir stara þessir menn, lostn-
ir skelfingu, á sjóinn kaffæra bát-
inn — sjá hann hverfa — og
þeir standa á öndinni drykklanga
stund, að þeim finnst, augu þeirra
hvanfla leitandi um úfinn sjóinn
— Báru er ekki að sjá á yfirborð-
inu. Allt í einu sjá mennirnir í
Hvanneyjarvita eitfchvað rautt í
vatnsskorpunni, botninn á Báru
kemur í ljós — kvikan brotnar
yfir rekaldið — sem smáhæbkar
í sjónum og loksins brýtur bátur-
Framhald á bls. 597
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
587