Tíminn Sunnudagsblað - 17.07.1966, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 17.07.1966, Blaðsíða 14
Jón Björnsson rifhöfundur. Ljósm. Tíminn Bj. Bj. •— 'Hvenær kviknaði svo áhugi þinn á ritstörfum? — Það hefur víst verið snemma. Á æskuheimili mínu var mikið les|g og keypt af bókum og tímarituim, Faðir minn var í Bókmenntafélagin'U, Þjóðvinafélaginu og Sögufélaginii, Lestrarfélag var einnig í sveitinnt, en við gátum lítið notað það, vegpá þess hve við vorum afskekkt þá, áðUT en vegir og brýr komu til sögunna| og geubreyttu öllu frá því, seni menn höfðu áður búið við. Ég laj allt, sem ég komst yfir, og tók ungu? að setja saman sögur. Það fyrstá, sem birtist eftir mig á prenti váí smásaga í Lesbók Morgunblaðsins áf- ið 1927. —• Hvenær fórstu fyrst utan? — Ég settist í lýðháskólann í Vosa í Noregi haustið 1929 og var þar einti vetur. Ég skrifaði alltaf eitthvað, tí® að mynda í blað skólans. Af kenn-ur- um í Voss er mér minnisstæðastur Lars Eskeland, sem var þekktur æsku- lýðsleiðtogi, sögumaður og ljóðskálcl, Þarna reyndi ég eftir megni að kynna mér bókmenntir. Þegar skólinn var úti, ferðaðist ég nokkuð um Noreg og fór svo heim og var þar um tíma, —• Það hefur ekki árað vel fyrir rithöfundum á íslandi um þær mund- ir? — Nei, heimskreppan var þá í al- gleymingi og hart í búi hjá mörgum. Það var vonlaust að ætla sér að vera rithöfundur nema með því að safna áskrifenduini og gefa út á eigin kostn- að. Annars var lítið gefið út í Reykja- vík á þessum árum. Helzti útgefandi hérlendis var þá Þorsteinn M. Jóns- son á Akureyri. — Svo að þú hleypur heimdragan- um öðru sinni. — Já, nú lá leiðin til Danmerkur, og ég settist í lýðháskólann í Askov, SKALDSAGAN L YTUR ENGUM LANDFRÆÐILEGUM LÖGMÁLUM Jón Björnsson er í tölu vinsælustu og mikilvirkustu rithöfunda okkar. Rithöfundaferill hans er um margt sérstæður, því að hann skrifaði á danska tungu í hálfan annan áratug og hefur mjög sótt viðfangsefni sitt til sögu íslands. Okkur þótti líklegt, að Jón hefði frá ýmsu að segja, og varð það úr, að við sóttum hann heim að Bergstaðastræti 34. Jón býr í gulu timburhúsi, og er garður umhverfis. Þar vex kerðill og trjágróður ýmiss könar. Við suður- gafl hússins rís gráösp mikil. Öspina gróðursetti Hákon Bjarnason árið 1932, og er hún nú fullir ellefu metr- ar á hæð og mun hæst espitrjáa í Reykjavik. Þegar inn kemur, göngum við til stofu, sem er einkar hlýlegt herbergi: bækur í hillum, myndir á veggjum, ritvél á öldnu viðarborði, skrautlegt fiskabúr stendur á kommóðu. Og við hefjum samtalið. — Þú ert Skaftfellingur að ætt og uppruna, Jón? spyrjum við í fyrstu. — Já, ég er fæddur í Holti á Síðu hinn 12. marz árið 1907 og ólst þar upp með foreldrum mínum, Birni Runólfssyni hreppstjóra og Marínu Þórarinsdóttur, og stundaði almenna sveitavinnu fram undir tvítugt. þar sem margir íslendingar hafa ver- ið við nám bæði fyrr og síðar. Þarna var ég veturinn 1930—31 og 1931— 32. í skólanum voru allra þjóða kvik- indi, og þarna kynntist maður ýmsu nýju. Kennaralið var ágætt. Má þar nefna Jakob Appel, sem tvívegis hafði verið kennslumálaráðhem Dana og var skilningsríkur gagnvart íslending- um, Christiansen sögukennara og síð- ast en ekki sízt Jörgen Bukdahl. Buk- dahl var raunar ekki fastráðin kenn- ari, en hann hélt stórfróðlega fyrir- lestra um bókmenntir, og hika ég ekki við það að telja hann í hópi mestu bókmenntamanna á Norður- 590 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.