Tíminn Sunnudagsblað - 17.07.1966, Side 15

Tíminn Sunnudagsblað - 17.07.1966, Side 15
tfondum, síðan George Brandes leið. Ég tel, að við íslendingar eigum Buk dahl meira að þakka í sambandi við handritamálið en nokkrum öðrum. Og hann hefur víðar komið við sögu, því að hann reit verk um nýnorskar bók- menntir, sem enginn vissi um, Det skjulte Norge, er leiddi til þess, að þær voru þýddar á dönsku og síðan á önnur tungumál. Margir ágætir rit- nöfundar hafa skrifað á nýnorsku, til að mynda Olav Duun. Sumarið milli skólavetranna ferðaðist ég nokkuð um Jótland og Þýzkaland og heim- sótti meðal annars Thomas Olesen Lökke í Vendsyssel. — Var það ekki erfitt að gerast rithöfundur á dönsku? — Jú, vissulega. Allir höfundar eiga í erfiðleikum með stíl, hvað þá þegar þeir skrifa ekki á móðurmáli eínu. En sögur mínar voru fljótlega teknar í dönsk blöð, og árum saman fékkst ég við ]5að að skrifa smásögur og þætti í dönsk blöð og tímarit. Ég skrifaði einkum um íslenzk efni. Sumt var þýtt á hin Norðurlandamál- in og þýzku, og þetta var sæmilega borgað, en þó gafst aldrei tóm til þess að sinna stærri verkefnum. — íslenzkir rithöfundar hafa verið mikils metnir í Danmörku um þær mundir? — Vissulega. Gunnar Gunnarsson var þá löngu viðurkenndur sem önd- vegishöfundur á danska tungu, Krist- mann Guðmundsson naut mikilla vin- sælda, og Guðmundur Kamban var talinn meðal fremslu leikhúsmanna á Norðurlöndum. Annars var það Kambani til baga, að sum verk hans, til að mynda Marmari, fengust ekki sett á svið vegna þjóðfélagsádeilunn- ar, sem í þeim fólst. Kamban var líka vinsælt sagnaskáld. Sagnabálkur- inn Skálholt þótti mjög góður, og skáldsagan Ragnar Finnsson kom út í tveimur útgáfum í Danmörku. Mér er nær að halda, að þessir menn hafi greitt hver fyrir öðrum, og þá má ekki gleyma þeim Jóhanni Sigur- jónssyni og Jónasi Guðlaugssyni, sem báðir létust á öðrum tug aldarinnar. Ekki er haft hátt um Jónas hérna herma, en ýmis kvæði hans eru enn í dönskum söngbókum. Svo að þú sérð, að íslendingar voru vel kynnt- ir á þessu sviði. Auk mín voru tveir ungir, islenzkir fithöfundar búsettir í Danmörku á þessum árum. Það voru þeir Þorsteinn Stefánsson, sem hlaut H. C .Andersen-verðlaun fyrir skáld- söguna Dalinn, og Bjarni M. Gísla- son, sem einkum samdi smásögur og ljóð. Bjarni bjó raunar ekki í Kaup- “ mannahöfn, og kynntist ég honum ekki fyrr en löngu seinna. — Gætirðu nú sagt mér eitthvað frá lífinu í Kaupmannahöfn á þess- um árum? —■ Bæjarbragur einkenndist nokk- «ð ef ótryggu atvinnuástandi, en um Jprgen Bukdahl það bil hundrað þúsund menn gengú þá atvinnulausir í I-Iöfn. Hvað bók- menntun viðvíkur, þá voru áberandi áhrif frá Jóhannesi V .Jensen. Tom Kristensen var þegar orðinn þekktur, og Tove Ditlevsen og fleiri ágæt Ijóð- skáld voru -að koma fram. Persónu- lega kynntist óg Paul P. M. Petersen og fleiri ungum höfundum. Pedersen samdi geysimikið um þetta leyti, en sneri sér síðan að þýðingum, svo sem kunnugt er. Erfitt var fyrir unga höf- unda að fá gefnar út bækur. Helzt var það Cai M. Woel, sem fékkst til slíks, en hann fór á hausinn. — Nú, margt íslendinga var í Höfn, og fé- lagsstarfsemi þeirra stóð með blóma. Iðulega komu góðir gestir. I-Ialldór Laxness kom mjög oft og las á gjarnan upp í Stúdentafélaginu, Davíð Stefánsson var stundum á ferð og las upp, og Jón biskup Helgason flutti fyrirlestur í Dansk-íslenzka fé- laginu. Þá flutti prófessor Jón Helga- son marga fræðandi fyrirlestra, en nokkuð þótti manni hann hornóttur stundum. Á þessum árum kynntist ég Westergaard-Nielsen, sem var rit- ari Dansk-íslenzka félagsins. Hann virtist hafa góðan skilning á íslenzk- um málum, og er mér afstað'a hans í handritamálinu óskiljanleg. — Svo sendirðu frá þér þínar fyrstu skáldsögur. — Já, það var árið 1942, sem Jord- ens magt eða Máttur jarðar kemur út hjá Hasselbachforlaginu. Sagan var bæði gefin út fyrir venjulega lausa- sölu og sem félagsbók í Hasselbach Bogklub, en það tryggir mikla út- breiðslu. Þessi saga var síðan þýdd á sænsku og þýzku. Ég samdi fjórar j unglingabækur á dönsku, og ein i þeirra, Bjergens Hemmelighed, var gefin út í vinsælum flokki, sem nefnd ist Börnenes Yndlingsböger. Ég var svo heppinn, að næsta skáldsaga min, Slægtens Ære (Heiður ættarinnar), kom einnig út sem klúbbbók, í þetta sinn hjá Arbejdernes Oplysningsfor- búhd Bogklub. Þeir höfðu gefið út eina bók frá öllum Norðurlöndunum nema íslandi, og var nú röðin kom- in að okkur. Við þessa útgáfu voru þeir riðnir, Christiansen, sem áður getur, og Julius Bomholt, síðar menntamálaráðherra. Söguna um Jón Gerreksson ritaði ég einnig á dönsku, en hún kom ekki út, fyrr en ég hafði flutzt heim. — Hvernig viðtökur hlutu þessar bækur þínar? / — Það er erfitt fyrir mig að segja um það, en þær fengu allgóða út- breiðslu og sæmilega dóma. Helztu gagnrýnendur Dana voru þá Hans Brix við Berlingske Tidened og.Nils Caas-Johansen við Social demokraten. Brix skrifaði um Jón Gerreksson og hrósaði ýmsu og fann að öðru, eins og gengur. v — Nú þætti mér fengur í því að heyra eitthvað frá styrjaldarárunum í HÖfn. — Strax árið 1938 voru ýmsar blik- ur á lofti, og tók mig þá að gruna, að draga myndi til ófriðar. Við feng- um snemma að finna fyrir stríðinu, því að skömmtun var tekin upp haust- ið 1939. Innrás Þjóðverja hinn 9. apríl 1940 kom hins vegar mjög á óvart. Ég minnist þess, að ég vaknaði við flugvéladyn, og litlu síðar varð mér Guömundur Kamban T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 591

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.