Tíminn Sunnudagsblað - 26.03.1967, Síða 3
Ikorninn er skemmtilegt dýr, í senn spaklátt og
vart um sig. Og fá kvikindi eru viðbragSsfljótari en
hann. Á það treystir hann líka, þegar hann r' ýzt a3
brauðmola við fætur manna eða grípur koku af
kaffiborði úfi í trjágarði.
Stundum ber það við, að þegar menn eru á gangi úti i barr-
skógi, að köngull fellur niður á þá. Sé köngullinn eins og sá,
sem merktur er A hér á myndinni, hefur íkorninn verið að
verki. Á köngli B sjást vinnubrögð krossnefsins, en C hefur
spæta tætt í sundur til þess að komast að fræinu.
Otull og lystugur íkorni nagar hundr-
að og níutíu köngla á dag. Það er
fræið eitt, sem hann etur, og alls
verður dagsfengur hans um nitján
grömm af fræjum.
Langt og loðið skottið notar ikorninn
ýmist sem stýri eða fallhlif, sem hann
stekkur milli trjágreina. Á stökkinu
teygir hann úr sér, svo að hann renni
sem bezt gegnum loftið.
Fætur íkornans eru mótaðir af því,
er hentar í trjám. Tærnar eru lang-
ar, og á þeim eru kiær, sem gera
íkornanum kleift að ganga niður
trjáboli, án þess að detta.
Hn ikornar lifa ekki einvörðungu á
fræjum úr könglum. Þeir naga
einnig, börk, bryðja hnetur og eta
blaðlýs, ber og sveppi. Sumir íkorn
ar hengja sveppi upp til þerris I
trjálim og eiga þar forða, þegar að
krepplr.
Á vorin gerist ikorninn hálfgerður
ræningi. Þá tritiar hann um mörk og
haga og rænir bú smáfugla. Hann
er fundvís á hreiðrin — naskur á
það eins og annað. Og þ?3 er fugi
inum engin vörn að verpa hátt i tré.
Þegar lítið er um köngla í barrskóg
inum, verður hallæri hjá ikornunum.
Þeir neyðast til þess að leita á nýjar
stöðvar. Þá synda teir yfir árnar, en
verði bátur á vegi þeirra á sundinu,
stökkva þeir stundum upp á árarnar
og þvert yfir hann.
Lesmál: Arne Broman. Teikningar: Oharlie Bood.
T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ
243