Tíminn Sunnudagsblað - 26.03.1967, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 26.03.1967, Blaðsíða 8
Leðurvörur á boðstólum á Indíánamarkaði. Á SLÓDUMINDÍÁNA í MCXÍKÓFJÖLLUM Þegar flogið er yfir skógivaxið fjalllendi í Suður-Mexíkó, má oft sjá reyk lyppast upp í loftið hér og þar. Þar eru að störfum Indíán- ar þeir, sem í fjöllunum búa. Þeir eru að undirbúa sáningu og hafa þsnn hátt á að svíða landið. Það hefur lengi og víða verið háttur frumstæðra þjóða. Með vissu var þessari aðferð beitt um Norður- lönd aftan úr grárri forneskju og sums staðar allt fram á nítjándu eða tuttugustu öld, einkum þó í Finnlandi. Það er meira að segja mjög líklegt, að hér á landi hafi skógarteigar verið sviðnir í forn- öld og séu tilvitnin um það bæjar nöfn eins og Brenna og Brennistað ir, Sviðholt og Sviðugarðar, Voli og Vælugerði, auk fjölmargra ör- nefna. Bendir og viðarkolalag, sem fundizt hefur í jörðu í kringum forn eyðibýli, er rannsökuð hafa verið, til hins sama. En hverfum frá fornum og frum stæðum búskaparháttum á Norður- löndum og gefum gætur Indíánun- um í Mexíkó. Mexíkóbúar eru um fjörutíu milljónir, og yfirgnæfandi meiri hluti þeirra er af blónduðu kyni Indíána og Spánverja. Spán- verjar brutu landið undir sig með hroðalegum aðförum á sextándu öld, svo sem kinnugt er. Land- ræningjar þessir höfðu yfirieitt ekki með sér konur yfir hafið. Þeir tóku sér því konur af Indíánakyni, og varð sú kynblöndun svo mikil, að nú er ekki nema tíundi hver maður í landinu af óblönduðum uppruna. Talið er, að ein milljón manna muni algerlega af spænsku kyni, en orpið er á, að þrjár millj- ónir muni hreinir Indíánar, þó af ólíkum þjóðflokkum og með ólík tungumál. Og þetta eru Indíánar, sem ekki hafa verið lokaðir inni í girðingum eins og búfénaður í kvíum, líkt og tíðkazt hefur í Banda ríkjunum og Kanada, heldur fólk, sem lifað hefur lífi sínu með þeim hætti, er það hefur tamið sér um margar aldir — ræktar lítinn skika lands, býr til leirker, vefur dúka og fer fótgangandi úr heimkynnum sínum með varning sinn á markaðs staði. Það er þetta fólk, sem er að starfi, þegar farþegar í flugvélum sjá reykjarstróka stíga upp úr fjallaskógunum. Áður en Indíánarnir svíða iand sitt, höggva þeir öll stór tré, sem þar vaxa, jafnvel hinar verðmæt- ustu viðartegundir. Síðan kveikja þeir í stubbum og föllnum trjábol- um, og þegar allt er brunnið til ösku, sá þeir maís í blettinn, er þeir hafa sviðið. Maís vex með ágæt um í öskunni næstu þrjú ár. En þá svíða þeir nýjan blett, en gamli akurinn verður uppblæstrinum að bráð. Þannig hafa gífurleg land- svæði orðið örfoka og gróðurvana, og enn bætast í stórar spildur við auðnina hvert einasta ár. Stjórnarvöldum í Mexíkó er sá vandi á höndum, hversu gera megi þessa frumstæðu Indíánaþjóð- flokka að nútímafólki, án þess að þróttur þeirra, líkamlegur og and- legur, skerðist. Þorri ríkja í Mið- Ameríku og Suður-Ameríku hafa orðið bandarísku auðvaldi að bráð, og áratugur líður eftir áratug, án þess að þar þokist nokkuð í á átt, að lífskjör batni og menning aukist, þar eð auðjöfrar keppa að því að halda öllu í sömu úlfakrepp- unni og nota til þess einræðisherra, sem þeir styðja í sessi. Þar er kannski bylting á borð við þá, er gerð var á Kúbu, eina vonin, þótt blóðug sé. Mexíkó hefur aftur á móti oftast verið miklu sjálfstæð- ara gagnvart Bandaríkjunum en þessi lönd. Þar er ekki heldur við neitt kynþáttavandamál að etja, þar eð nálega allir Mexíkómenn eiga rætur sínar til Indíána að rekja tJr flokki Indíána voru meira að segja tápmestu forsetarnir upp úr 1860. Júaréz og Porfíríó Ðíaz voru báðir hreinir Indíánar. Við allar þær stjórnarbyltingar, sem yfir Mexíkó hafa gengið, liefur jarðeignaaðallinn spænski, sem þar var rótgróinn, orðið fyrir skakkaföllum, og við endanlegan ó sigur hans 1910 losnuðu Índíánarn ir úr þeirri ánauð, er áður hafði oft ast verið hlutskipti þeirra. Jörðum var skipt á milli þeirra, þótt stund um og sumstaðar væri misskipt. Aftur á móti stendur margt í vegi fyrir því, að þeir geti rekið búskap að nútíðarhætti, þótt þeir vildu það sjálfir, og mikill fjöld þeirra hefur því leitað í borgirnar, eink- um Mexíkóborg, þar sem nú búa margar milljónir manna — sumir [ hryllilegum fátækrahverfum, þar 248 T f M » N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.