Tíminn Sunnudagsblað - 02.04.1967, Qupperneq 7
Fyrir nokkrum árum skeln tor-
tryggnin úr hverju andliti. í
bænum, þar sem þessi mynd var
tekin, hafa bændur hafið sam-
vinnubúskap og komiS upp vín-
samlagi, sem frelsar þá af kiafa
vínberjakaupmannanna.
um við mafíuforingjana og raun
ar verið liandbendi þeirra.
★
Daníló dylst þess ekki, að sumt
hefur breytzt til batnaðar. Fólkið
hefur skárra fæði, það er dálítið
byggt af sómasamlegum húsum
og börn eru víða fleiri ár í skól-
um en áður. En því miður bygg
ist þetta ekki á því, að fólkið beri
meira úr býtum heima fyrir. Þetta
er ávöxtur af batnandi kjörum á
meginlandi Evrópu. Peningarnir
koma að verulegu leyti frá Sviss,
Þýzkalandi og Norður-Ítalíu. At-
vinnulausir menn hafa komizt að
raun um, að arðvænlegra er að
fara í vinnu á fjarlægum slóðum
en ganga í flokk ræningja í fjöll
unum. Síðasta áratug hefur hálf
milljón Sikileyinga leitað sér at-
vinnu í öðrum löndum. í sumum
fjallabæjum er nú ekki eftir nema
helmingur íbúanna. En Sikileyj-
ingar unna heimastöðvunum. Þeir
senda ættingjum sínum heima pen
inga og Iáta gera við híbýli sín.
En þetta er ekki nein lausn á vand
anum — aðeins líkn í bili. Þetta
mun meira að segja hefna sín
grimmilega. Unga fólkið streymir
burt og fjölskyldur tvístrast. Og
oft farnast því illa á ókunnum slóð
um. Ólæst fólk og óskrifandi fær
lágt kaup og vonda vinnu. Það
lærir ekki mál þeirrar þjóðar, sem
það er á meðal, og það botnar
ekkert í því, sem gerist í kringum
það. Annað tveggja týnist það eða
kemur aftur heim rótarslitið og
unir hvergi upp frá því.
Þegar Daníló settist fyrst að i
Partinícó, þorði enginn við hann
að tala, svo að opinbert yrði. En
þess voru dæmi, að menn komu til
hans á laun og fitjuðu upp á því,
hve þorpið vantaði sárlega gott
vatnsból. Sikileyskt máltæki er á
þessa leið: „Vatnið er okkar ann
ar guð“. Og víða stendur þar
vatnsskortur byggðarlögum fyrir
þrifum. En óttinn við mafíuna var
svo ríkur, að enginn þorði fyrir
sitt líf að láta það vitnast, að
hann hefði talað við Daníló um
þessi mál. Það voru ekki lítil tíð
indi, er hafizt var handa um stíflu
gerð milli kalkklettanna í Jató-
dalnum. Og fólkið vissi, að þar var
það að vinna að miklu hagsmuna
máli, enda er mál manna, að sjald
an hafi vinna á Sikiley verið sótt
af jafnmiklu kappi af eins fjöl
mennum flokki verkamanna og
þar starfaði.
Jatódalurinn er líkur mörgum
öðrum giljadrögum á Sikiley. Þar
er allt þurrt á sumrin. En á vetr
um rignir mikið á Sikiiey, og þá
fossar vatn um öll gil og skorn-
inga. Kynstri af vatni fer þá til
spillis. En nú á að fylla Jatóadal
inn af vatni á vetrum, og nota það
síðan til þess að vökva gróður-
blettina fram eftir sumrin. En ekki
fagna allir þessu nýmæli. Víða á
Sikiley er þar gróðavegur að flytja
vatn á staði, þar sem vatnsskortur
er, og þegar þurrkar eru í meira
lagi, getur vatnið komizt í ótrúlegt
verð. Vatnsmarkaði okraranna er
spillt með hverri stíflu og hverju
vatnsbóli, sem komið er upp. Og
þeir eru annað tveggja úr flokki
mafíumanna eða greiða þeim
verndarskatta. Þess vegna er það
víða hverju ódæði háskalegra að
að impra á stíflugerð.
Stíflugerðin í Jatódalnum hófst
ekki að frumkvæði stjórnarvalda
eins og eðlilegt kann að virðast,
heldur gegn harðri mótspyrnu
þeirra. Daníló braut hana loks á
bak aftur árið 1962. Hann greip
til þess rétt einu sinni að fasta, og
Víða um lönd hafa veriS mynduS samtök, sem afla Daniló fjár og stySja hann
í starfi. Sænska Daníiónefndin kostar nú framfaraáætlanir hans í nítján sveitar-
félögum og hefur í hyggju að bœta sex við. Myndin er frá vínsamlaginu, sem
nefnt er hér að ofan.
TÍMINN- SUNNUUAGSBLAÐ
271