Tíminn Sunnudagsblað - 02.04.1967, Side 12

Tíminn Sunnudagsblað - 02.04.1967, Side 12
Að drattast með sjálfan sig á bakinu \ t í stofunni hanga málverk fyrir gluggum, svo inni er gulbirta raf- magnsljósa, þótt úti sé hádagur, Á veggnum yfir japanska píanó- inu eru strámottur af íslenzku puntgresi. Hvarvetna blasa við aug- um myndir, smáar og stórar, og milli þeirra sér í snjáða bókakili. Sverrir situr í legubekk og reykir. Ég sit í armstól og reyki. Öðru hvoru teygjum við okkur í ösku- bakkann, sem flatmagar á sóffa- borðinu, sælúðum trédrumb, er gestir og húsráðandi dunda sér við að tálga, ef þeim leiðast samræður. — Þegar ég mála, fer allt í gang hérna, segir Sverrir og otar vísifingri að höfðinu á sér. Það er svoddan djöfuldómur af háleitri speki, sem streymir héðan. Óvilj- andi leysi ég lífsgátuna að jafnaði þrisvar á dag. Ég púa út í loftið, svo hvarmar tilverunnar fyllast af tárum. — Koma þessar hugleiðingar myndinni ekkert við? spyr ég. —Nei, nei, ekki endilega. Ég hugsa yfirleitt un alla heima og geima. Ég held þetta hljóti að vera eins með aðra málara, og ef svo jjHf er, þá ættu listmálarar að gefa út einhverja spekibók. — Og hún fjallaði þá einkum um lausn lífsgátunnar? — Ja, maður má auðvitað ekki leysa lífsgátuna. Það er nú það eina, sem verður að passa upp á. Annars seldist ekki bókin. Það er kannski einum of mik- ið sagt, að ég leysi lífsgátuna, en ég hugsa um hana að jafnaði þrisv- ar á dag, þegar ég mála. Það er sko spursmál, hvort maður ætti ekki að hafa áheyrendur, þegar maður málar. Ég hef stundum sára þörf á að halda fyrirlestur. Ég sem heil leikrit í huganum. — Fær hugurinn ekki næga út- rás í málverkinu? — Það er ómögulegt að leysa lífsgátuna í málverki. Það heldur enginn ræðu í málverki. Ég veit ekki, hvernig stendur á þessu. —Hættirðu þessum hugleiðing- um, ef þú færir að skrifa? — Ætli ég sæi þá ekki myndir. — Mér hefur komið til hugar, að ef til vill sé þetta vegna þess, að maður stendur alltaf fyrir framan sama hlutinn ... Hann slær ösku niður í bakkann. — Og þó er það nú ekki það. Hann situr álútur og tuldrar, svo ég heyri vart orðaskil. —Bíddu við. Hvað datt mér í hug í morgun. Það var eitthvað í sambandi við heimilisstörfin. — Jú, þarna kemur það. Hann hallar sér aftur og verður skýrmæltari. — Þegar ég hef hlustað á út- varp, — að vísu hef ég ekki hlust að á útvarp í þrjú ár — en með an ég gerði það, heyrði ég á hverj um degi auglýsta sápu eða ein- hvern andskotann, sem léttir heim ilisstörfin. Ég veit ekki betur en við og við séu á boðstólum apparöt, sem létta heimilisstörfin, mest er það þó í sápum, held ég. í morg un datt mér í hug, að ef auglýs ingarnar væru sannleikanum sam kvæmar, þá ættu heimilisstórfin barasta að svífa hér uppi í háloft- unum, vera horfin af jörðinni, sko. Ef auglýsingarnar væru réttar, þá væru þau beinlínis farin, yrði bara að sækja þau. En nú skilst mér aftur á móti, að heimilisstörf in verði sífellt erfiðari og erfiðari. 276 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAO

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.