Tíminn Sunnudagsblað - 02.04.1967, Side 20
UNNUR EIRÍKSDÓTTIR:
APRÍL
Konan vaknaði í seinna lagi „Vatt
sér fram úr rúminu, hreyfingarn-
ar hraðar og ákveðnar. Hún fór
úr náttkjólnum og lét renna í
baðkerið. Eiturgrænt baðherherg
ið varpaði hjákátlegri birtu á harð
an líkama hennar, en það sá hún
ekki.
Gott að vera búin að eignast
þessa íbúð. Hún gæti vel rúmað
meira en eina manneskju, til dæm
is aðra konu á svipuðum aldri,
sem líka ynni úti. Jafnvel heil-
an karlmann. Það var samt óttaleg
fyrirhöfn að hafa karlmann hjá sér
alltaf.
Ef hún hefði glæpzt til að gift-
ast feimna hásetanum — eina
manninum, sem hafði viljað eiga
hana, en var svo feiminn, að hann
þorði ekkert nema drekka fyrst.
Og það meira en lítið.
Hinir höfðu ekki viljað eiga
hana. Nei. Enginn. Ekki heldur
þegar hún var yngri.
Heppnin hafði einatt fylgt henni.
Mest þá, þegar hún fékk háa vinn
inginn. Þá keypti hún íbúðina.
Það slakar ekkert á taugunum
að fara í bað. Hún þurrkaði sér
vandlega, burstaði hárið, sem hún
hafði haft í ljósum lit frá því
um hátíðir. Málaði þunnar varirn-
ar dökkrauðar og lagði bláan
skugga á augnalokin.
Allra þokkalegasta piparkerl-
ing. Hún sá sjálfa sig í miskunn
arlausu ljósi, þegar hún leit í speg
ilinn. í dag verð ég að gera eitt
hvað. Strax i dag. Einhvern fjand
ann.
Hann mætti vera kominn núna,
feimni hásetinn. En hans var ekki
að vænta. Og það var henni sjálfri
að kenna. Ekki hugsa, ekki núiia,
alls ekki of mikið.
Grá dragtin fór henni fremur
vel, háhælaðir skór og lítill, blár
hattur: Út. Hitta fólk. Kannski
hitti hún einhverja kunningja í
bænum.
Hún gekk allt Austurstræti,
Bankastræti, allan Laugaveginn.
Mætti engum. Hún fann til þreytu
í fótunum og veifaði leigubíl.
Upp í ríki og keypti ákavíti.
Síðan heim. Blandaði víni og
vatni í stórt vatnsglas og bar inn
í stofu.
Fyrstu soparnir voru bragðvond
ir. En þetta fór batnandi. Þessir
laugardagar, þegar hún átti jú
allan daginn. Holir og tómlegir
dagar. Langir eins og saumarnir
á kjólunum, sem hún saumaði
fimm daga vikunnar. Drekka. Og
aftur í glasið. Gera eitthvað.
Hún skipti um föt, fór í svart
an, fleginn kvöldkjól. Eyrnalokkar,
ilmvatn, hálsfesti.
Hún skoðaði spegilmynd sína:
Veslings kona, hvað gagnar þér
ilmvatn eða eyrnalokkar. Þú kemst
ekki frá sjálfri þér, aldri þínum.
Ekki heldur taumlausu vorinu,
sem umlykur þig. Ekki einmana
kenndinni. Það er þýðingarlaust
að hugsa, enn verra að horfa á
spegilmynd sína. Bezt að fara í
Naust.
Hún hringdi á leigubíl.
í Naustinu sá hún tvenn hjon,
sem hún þekkti. Þau buðu henni
ekki að borðinu til sín. Hún gekk
af stað til dyranna. Sýndist öll
borð setin.
— Afsakið, ég má víst ekki bjóða
dömunni glas af víni?
Hún þurfti ekki að líta við til
þess að vita útlit mannsins.
— Ég er hér einn.
— Þökk fyrir, en aðeins eitt glas
af einhverju léttu víni.
Hann leiddi hana að borði og
pantaði vín.
—Mér finnst alltaf svo nota.egt
hérna. Hún sagði þetta til að segja
eitthvað.
—Já, og maður getur meira
að segja fundið hér ithyglisvert
fólk, forvitnilegt, ef ég má orða
það svo. Eins og yður núna til
dæmis.
— Ég er mjög hversdagsleg. Ég
var hér að litast um eftir vjn-
konu minni. Hún er »kki hér, svo
ég ætlaði að fara strax heim aft
ur. Konu leyfist ekki að sitja einni
að drykkju á skemmtistað. Mann-
orðið. Það er ekki margt, sem má.
Ég á við, að það er ekki inaigt,
sem kona má.
— Konur ættu ekki að láta slikt
aftra sér, sagði maðurínn — Við
lifum aðeins einu sinni, eins gott
að fá eitthvað út úr því.
— Ég er yður sammála að vissu
marki. En konan verður að gæta
sín, hún fær harðari dóm en karl
maðurinn.
— Já, hjá kreddubundnum
heimskingjum. Ekki hinum, sem
eiga víðsýni, heimsborgurum.
Hún virti hann fyrir sér. Hann
var að líkindum á sextugsaldri —
feitlaginn, öruggur í framkomu,
vatnsblá augun, ekki sérlega djúp.
Hvað um það: Hún var þó ekki
ein. Gæti tæpast afborið aprílkvöld
ið ein.
—Það er eitthvað sérstakt í
fari yðar, sagði hann. — Erfitt að
lýsa í hverju það er fólgið.
— Ég held, að ég sé mjög venju
leg.
— Það getið þér ekki dæmt
um sjálf. Karlmenn hljóta að taka
eftir því. Einhver dul í augnaráð
inu, óljósir drættir kringum munn
inn. Nei. Þér eruð ekki venjuleg.
Skál fyrir því.
—Skál.
Harðgiftur, fremur heimskur.
Leiður á konu sinni, vanur kvenna
veiðum.
Guð minn góður, núna, í april.
Þegar maður er svo varnailaus,
einmana, þyrstur. Og svona eintak
af karlmanni. Eina ráðið að drekka
nóg.
Skítt með timburmennina á
morgun, sunnudagurinn var einskis
virði hvort sem var.
—Þér eruð auðvitað harðgift,
kannski marggift?
—Nei, hvorugt!
—Merkilegt.
Hefði hún gifzt feimna hásetan-
um, ætti hún sennilega börn. Þyrfti
að vakna í fyrramálið, og matreiða
handa fjölskyldunni. Sussa á krakk-
ana, þegar þau ösluðu pollana og
báru óhreinindi inn í húsið. Svo,
eftir hádegið, færi fjölskyldan í bíl-
ferð út úr bænum.
Drekka. Drekka meira.
— Já, þér eruð óvenjuleg kona.
Ég sá það strax. Engin hversdags-
manneskja, hugsaði ég, þegar ég
kom auga á yður. Ég er þakklátur
forsjóninni að láta okkur hittast.
Og það var áreiðanlega engin til-
viljun, sem réði því. Yður
skjátlast. Forsjónin hefur lít-
ið skipt sér af mér. Og
284
TÍM-NN - SUNNUDAGSBLAÐ