Tíminn Sunnudagsblað - 28.05.1967, Side 7
Eitt af því, sem sjálfstæð þjóð
verður að eignast, er þjóðfáni. ís-
lendingar voru teknir að sækja fast
á um það, að þeir fengju sérstak-
an fána viðurkenndan, og fána-
málið var eitt af því, sem Ung-
mennafélag Akureyrar beitti sér
fyrir. Komu fram þar nyrðra hug-
myndir um ellefu fánagerðir, en
að lokum urðu menn á einu máli
um að kjósa bláan fána með hvít-
um krossi. Stúdentafélag Reykja-
víkur hafði þá einnig ákveðið að
berjast fyrir bláum fána með hvít-
um krossi, en sá var munur á, að
krossinn í fána sunnanmanna var
mun mjórri en Akureyringar hugs-
uðu sér hann. Fékk Ungmennafé-
lag Akureyrar fána sinn samþykkt-
an á mjög fjölmeonum, almennuin
fundi á Akureyri og skrifaði síðan
öllum hreppsnefndum, framfara-
félögum og ungmennaféiögum,
sem þá höfðu verið stofnuð í land-
inu, bréf um fánamálið. Nálega
sextíu aðilar gerðu samþykkt um
málið, og reyndust þeir miklu
fleiri sem aðhylltust fánagerð Stúd
entafélagsins.
Ritstjórar margra Reykjavíkur-
blaða höfðu boðað til Þingvalla-
fundar um sjálfstæðismálið, og
skyldi hann haldinn í lok júnímán-
aðar 1907. Varð þetta langfjól-
mennasti allsherjarfundur, sem
nokkru sinni hafði verið haldimi á
Þingvöllum þau sextíu árin, sem
liðin voru að slíkir fundir fóru að
tíðkast. Hnigu samþykktir þessa
fundar á þá leið, að ísland skyldi
vera frjálst land í konungssam-
bandi við Dani með sáttmála, er
báðir aðilar gætu sagt upp, fáni
Stúdentafélagsins verða þjóðfáni
íslendinga og íslenzkur þegnréttur
upp tekinn.
Áður en þetta gerðist hafði
Bjarni Jónsson frá Vogi haldið
fánaræðu á Lögbergi. Hann komst
svo að orði um framtíðarlög þau,
sem rituð skyldu í hjarta Islend-
inga:
„Það er fyrsta grein laga vorra,
að hverjum íslendingi er skylt að
vilja, að ísland nái aftur fornum
frægðarljóma sínum og sjálfstæði,
— og að víkja aldrei. Sú er næsta
grein laga vorra, að oss er öllum
skylt að vona, að ísland nái aftur
fornum frægðarljóma sínum og
sjálfstæði, sem það hefur bezt átt.
Þriðja grein laga vorra er sú, að
oss er öllum skylt að berjast fyrir
því, að frægð og blómi lands vors
verði sem mestur á ókomnum tím-
um og sjálfstæði þess fullt og ó-
skert. En þeir menn, sem berjast
með erlendu valdi gegn rétti þess-
arar þjóðar, og þeir, sem eigi vilja
berjast með þjóðinni — þeir menn
skulu verða gerðir þjóðernislausar
vargar í véum.
Þessi framtíðarlög íslands les ég
í hugum yðar, og eru þau undir
öllum öðrum lögum og yfir þeim,
undirstaða og yfirlögmál"
Að ræðulokum sneri hann sér
að fána, sem blakti yfir höfði hans
á Lögbergi, og mælti:
„Og hér er fáni sá, sem borinn
skal í broddi fylkingar vorrar. Af-
hendi ég hann hér kjörnum full-
trúum þjóðarinnar til sóknar og
varnar og helga hann að Lögbergi,
en það köllum vér að löghelga.
Eigi undrar það mig, þótt nú sé
gleðisvipur og sólarbros yfir Þing-
velli, því að nú renna hér saman
sólminningar gullaldarinnar og
vorvonir framtíðarinnar, og nú er:
Dögg í dölum
og dögg á bölum,
sól á fjöllum
og sól á völlum,
gróður á grundum
og gróður í lundu:
Nú er í landi
líf og andi“.
Og vissulega var líf og andi í
landi. Stjórnmálamennirnir voru
TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ
463