Tíminn Sunnudagsblað - 28.05.1967, Síða 8
að fylkja liði til þeirrar lotu, sem
þeir hugðu verða mundu iokasókn-
ina í frelsismálum þjóðarinnar, og
um allar byggðir landsins sátu kon-
ur við að sauma bláhvíta fánann,
sem Bjarni frá Vogi löghelgaði.
Unga fólkið var sem óðast að
koma fastri skipan á allsherjarsam
tök ungmennafélaganna og for-
sprakkarnir að láta gera sér
skrautsaumaða fornmannabúninga
úr dýrindis klæði — skikkjur,
bláar og rauðar með hvítum
bryddingum, rauða kyrtla og
bláar buxur og húfur. Með-
al þeirra, sem komu sér upp
slí'kum stássklæðum, voru Eyfirð-
ingarnir Jóhannes Jósefsson, Guð-
mundur Guðlaugsson og Bernharð
Stefánsson, Breiðdælingurinn Jón
Helgason, Seyðfirðingurinn Guð-
brandur Magnússon, Loðmfirðing
urinn Helgi Valtýsson og Vestfirð-
ingurinn Arngrímur Fr. Bjarnason.
Útgerðarforkólfarnir voru með
hugann við nýju togarana sína —
Thor Jensen, Halldór Kr. Þorsteins
son og Hjalti Jónsson, sem komið
hafði skipasölunum ensku á óvart
með þvi að keyra hnefann í borð-
ið með reiðisvip, er þeir buðu hon-
um mútur til þess að hann væri
fúsari til viðskipta. Austur á
Hallormsstað höfðu sjö hektarar
skóglendis verið girtir og Daninn
FlenSborg látið sá þar trjáfræi í
reiti, en ungur sonur bónda, Gutt-
ormur Pálsson að nafni, var vlð
Iskógræktarnám í Danmörku.
Bændur um Suðurland og Faxa-
ílóabyggðir höfðu stofnað Sláturfé-
félag Suðurlands undir forystu
Ágústs Helgasonar í Birtingaholti
og afráðið að taka sölu kjöts og
sláturafurðir í sínar hendur. Norð-
lenzkir kaupfélagsmenn voru að
ráðast í útgáfu tímarits, og rit-
stjórnarskrifstofan var í Yztafelli í
Köldukinn, þar sem Þingeyingar
höfðu stofnað Samband samvinnu-
félaganna nokkrum árum áður.
Ritstjórinn er vel miðaldra bóndi,
Sigurður Jónsson, og var síðar
kvaddur til landstjórnar, er vá
var mest fýnr dyrum á heims-
styrjaldarárunum fyrri. í Árnes-
sýslu hafði verið mælt fyrir áveitu
um Flóa og Skeið, og Sigurður
ráðunautur Sigurðsson reri að því
öllum árum, að nú yrði látið til
skarar skríða. Á eftir áveitunni
vonaði hann að kæmi járnbraut úr
Reykjavík austur að Þjórsárbrú
eða Ægissíðu og síðan höfn, ann-
að tveggja milli stórvatnanna eða
vestan Ölfusár í Þorlákshöfn. Það
er mikið í húfi, að nú verði ekki
lengur hikað og stórfenglegt það,
sem gerzt getur:
„Þegar svo áveitan er komin á
og járnbraut lögð á hentugum stað
yfir sýsluna, mun héraðið taka
stórstígum framförum. Fólkinu
fjölgaði, byggðin þéttist og ræktun
landsins fleygði fram. Öll menning
myndi þá aukast og notkun alls
konar vinnuvéla yrði þá almenn.
Þá myndi mestallt landið slegið
með sláttuvélum, og við þurrk og
samantekningu heysins yrðu notað-
ar þar. til heyrandi vélar. Alls kon-
ar jarðyrkjuverkfæri yrðu þá á
hverju heimili, og allir rnenn
kynnu plægingu og önnur störf, er
lúta að jarðræktinni. Notkun fóð-
urbætis og tilbúins áburðar færi í
vöxt. Búpeningi fjölgaði, einkum
kúm, og smjörframleiðslan marg-
faldaðist. Járnbrautin fengi nóg að
flytja til og frá Reykjavík. Hey-
leysi og horfelli heyrði enginn
nefnt á nafn í þessum sveitum.
Moldarkofarnir myndu hverfa, en
í þeirra stað rísa upp byggingar úr
viði og járni. Peningshús og hlöð-
ur byggðu menn sem mest saman
og undir einu risi. ..
Þá verður gaman að litast um í
Flóanum og fara um sveitirnar
austan fjalls. Þá munu „bændabýi-
in þekku bjóða vina til“. Þá munu
allir blessa þá stund, er byrjað var
á áveitunni og brautarlagningin
hófst".
Jafnvel vinnuhjúum og þurra-
búðarmönnum í kaupstöðunum
var fluttur sá fagnaðarboðskapur,
að þeirra væri mátturinn og dýrð-
in, því að öll samfélagsbyggingin
hvíldi á bognum bökum þeirra,
þegar til mergjar væri brotið. Sá,
sem fastast kvað að um þetta, var
prófastssonur úr Skutulsfirði, Arn-
ór Árnason. Hann hafði stundað
málmnám vestan hafs og kynnzt
þar verkalýðsleiðtogum og kenn-
ingum hinna róttækustu manna á
þeirri tíð, og nú hóf hann upp
raust sína í Þjóðólfi, tók auðvald-
inu tak og taldi kjark í þá, sem
sízt grunaði, að þeir ættu hönk upp
í bakið á mannfélaginu: „í stuttu
máli sagt: Framfarir heimsins í
flestum myndum eru ávextir af
starfi verkalýðsins11.
Vongleðin, sem gagntók^ hugi
fólks í dölum og fjörðum íslands,
var svo máttug, að andblær henri-
ar barst alla leið vestur í íslendinga
byggðirnar í Ameríku. Þar reis
þetta ár sú hreyfing, að íslending-
ar, sem borizt höfðu vestur um haf,
flyttu heim á ný. Þótt ekki nyti
við neinnar fyrirgreiðslu eða hvatn
ingar frá íslandi til mótvægis sf-
felldum mannaveiðum Kanada-
stjórnar, tók dálítill hópur sig upp
og lagði af stað heim. Þegar millí-
landaskipið Lára kastaði akkerum
á Reykjavíkurhöfn viku af júní-
mánuði, voru meðal farþega tutt-
ugu og fimm Vestur-íslendingar,
er sumir höfðu verið mjög lengi
vestan háfs. í þessum hópi voru
Hvítbláinn blaktandi í Almannagiá sumarið 1907.
464
T ! M I N N — SUNNDDAGSBLAÐ