Tíminn Sunnudagsblað - 28.05.1967, Page 9

Tíminn Sunnudagsblað - 28.05.1967, Page 9
til dæmis Hannes S. Blöndal skáld og séra Runólfur Runólfsson úr Vestmannaeyjum, er áður hafði ver ið lúterskur trúboði meðal Mor- móna. Þótt hópurinn væri ekki ýkja fjölmennur, var heimkoma þessa fólks nokkur sárahót fyrir mikinn missi og landinu ofur- lítil uppreisn. Blaðamannafélagið gekkst fyrir fagnaðarsamkomu í Báruhúsinu tveim dögum síðar, þar sem heiðurssætin skipuðu tutt- ugu og níu Vestur-íslendingar, er þá voru heim komnir til þess að setjast hér að. Fluttu þar flestir hinir málsnjöllustu menn í bæn- um ræður, svo sem Björn ísafold arritstjóri, Þórhallur lektor Bjarn- arson, Guðmundur Finnbogason, Haraldur Níelsson og Jón Ólafsson. Og Þorsteinn Erlingsson hafði ort kvæði, sem hófst á þessu erindi: Það er svo gott að heilsast hérna, bræður. Vér heimtum sjaldan 'skip úr vesturleið, því brezka gullið byrnum héðan ræður og ber á Lawrence allt of marga skeið. En Ameríka sá það samt um daginn, er sjónum yðar fólust vestur- Iönd, að einhver leið er líka til um sæinn, sem liggur heim að ykkar móð- urströnd. Heitstrengingar fóru ekki fram í þessu samkvæmi eins og í ársfagn- aði ungmennafélaganna á Akur- eyri, en brýningar skorti ekki: Vor styrkur eykst, og sigurvon er gðð, því hér skal bráðunj numið land að'nýju, sem nóg er handa hraustri og frægri þjóð Skömmu seinna komu fleiri Vestur-íslendingar fþeim vændum að setjast hér að upp á nýtt. All- ir vildu reynast sem bezt hinum týndu sonum, sem nú voru aftur fundnir. Þó bar skugga á braut sumra. Séra Runólfur vildi fá heim ild til þess að gegna prestsembætti á íslandi, og biskupinn mælti með því, en stjórnarráðið taldi hann ekki fullnægja lögskipuðum skil- yrðum til slíks embættis. Hitt var þó sárari raun að tveggja ára drengur, sonur nýkominna hjóna, féll út um glugga á Grettisgötu og beið bana. Vísarnir á klukkunní í turni dómkirkjunnar við Austurvöll snúast án afláts og telja sekúndurnar og mínúturnar, sem smám saman verða að árum og áratugum. Og á meðan vísarnir halda áfram þessu hringsóli sínu, breytir Reykjavík um svip og býst nýjum bún- ingi, sniðnum við hæfi nýs tíma. Nú er hún orðin harla ólík því, er var fyrir sextíu árum — hið fræga ár 1907, þegar íslendingar hugs uðu og störfuðu af meiri dirfsku, áræði og vongleði en oftast ella — bæði fyrr og síðar. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 465

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.