Tíminn Sunnudagsblað - 28.05.1967, Page 11

Tíminn Sunnudagsblað - 28.05.1967, Page 11
Sjónvarpið er ekki stofnun, sem lætur berast fyrir blæ og báru. Það heldur að sjálfsögðu áfram að kynna nýju réttrit- unarreglurnar sínar, en fer þó ekki svo geyst, að mönnum sé ofraun að nema nýmælin: Á dögunum kenndi það okkur, að framvegis á að skrifa „munntu“ og nú vitum við líka að rita skal „mannstu". Spyr nú mað- ur mann, hvort ekki muni líka eiga að skrifa „fávisska“, og er sjónvarpsúrskurðar um það beð ið með vongleði. Sjálft musterisblómið, Símon dýrlingur, sem flestir héldu fremur hafa gáfur sínar í hncf- unum en höfðinu, er raunar liðtækur brautryðjandi hins nýja orðafars, enda ekki vork- unn, þegar hann hefur annað eins fólk sér til fulltingis og „Lauru“, sem lék með honum listir sínar á föstudaginn fyrir hvítasunnu. Allir geta séð, hversu miklu snjallara það var að segja, að „Laura“ væri „veð“ á skipi ,,mokríks“ skálks- ins heldur en kalla hana gisl eins og tíðkazt hefur í slíkum tilvikum, og frumleg tilbreytni var að tala um „að ganga að mönnum dauðum“ (þótt lif- andi væru). Það er kannski ekki stórbrotin mannlýsing, þó að sagt sé um pilt, að hann sé „sætur og huggulegur" (fer samt vel á sjónvarpstjaldi), en hitt liljóta allir að játa, að eng- inn meðalmaður leggur sögu- fólki sínu í munn jafnhniðmið- aða setningu eins og þessa: „Hann er ruddalegur og glans- andi.“ Ekkert tiltökumál ;ar, þótt „Laura“ greyið væri „reið út í“ unnustann, og vildi held- ur „mann, sem er spennandi“, og var svo fyrir að þakka, að henni auðnaðist „að flækjast inn í“ margt, drekka „frítt kampavín" og láta „bjarga sér frá skaða“. Torskildara er, að hún skyldi „hata kappakstur“. En svona var það og skal ekki vefengt: Annar eins maður og Oliver Lodge fer ekki með neina lygi. \ En „afsakið músir“ (bersýni- lega miklu haganlegri fleirtölu- mynd en mýs) — það lá við, að grallaraspóarnir gleymdust, og er þó þeirra kenning fögur: „Drengileg keppni er mest um verð“. Þótt svo sé, getur samt verið full ástæða til þess að spyrja: „Kennir þér til?“ — Það ríður á að hafa fagurt málfar fyrir ungviðinu eins og annað gott, og spóar þessir láta sannarlega ekki sitt eftir liggja. Svo sáum við líka, hvernig menn „klifrast upp“ kletta, og svo varð að „sýna þeim um“, þegar upp var komið. Nú hefur sjónvarpsmálfarið orðið svo rúmfrekt, að úthýsa verður öðrum að mestu — „setja þá út undan“, eins og stundum segir í blöð- unum. Þó getum við vik- ið að þeirri nýlundu, sem Vísir heldur maklega á loft: Starfsmenn þess blaðs höfðu tal af forráðamanni fiskimjölsverk- smiðju, sem sagði, að „mjölinu | væri safnað saman ómöluðu inn I í húsinu11. í Morgunblaðinu var " frásögn af manni, sem tapaði h peningum, er „fyrirtækið fi treysti honum fyrir“. Þjóðvilj- | inn beitir sér fyrir þeirri endur- I bót, að menn segi heldur ,.í ára- 1 vís“ en árum saman. Og Tím- I inn flytur fréttir um „litlan f'.ug S völl i Suðurvogi á Vágeyju". Hée má að lokum nefna, að einu Reykjavíkurblaðanna var það nokkur þyrnii í auga hér á dögunum, að í prentuðu máli meðal Engil- saxa hafði hegningarhúsið við Skólavörðustíg verið kail að Skolav Ordgustgur Pns- on, ein af grannsvePum Reykjavíkur Moszpeltzneit og kaupstaðir á Austurlandi Nisk austathor og Saidixfgordor (Hins vegar var ekki getið um Rickydicky Kanajina). En fara þessi nöfn ekki bara vel á papp ír, og hver er kominn til bess að segja nema þau venjist prýði- Iega? Einmitt þesaa sömu daga unnu íslenzku blöðin líka að þvi að klæða staðanöfn sams konar spariflíkum. Færeyjar bar á | góma í fréttum um þetta leyti, og viti menn: Kernur þá ekki upp úr kafinu, að þar eru bvggð ir, sem nefnast Parkeri, Hove, Vág og Sunnbar, og reynir nú á Færeyinga, hve fljótir þeir eru að tileinka sér nýnefni Jafn vel „Suðurvogur á Váseyju“ hefur heitið Sörvágur i Vágum, en verið á íslenzku stundum nefndur Saurvogur í Vogum eða Saurvogur á Vogey. Og nálg- umst við þá fræði Barða heit- ins Guðmundssonar um saur- býli, svínarækt, Freysdýrkun og skáldskap. Að þvílíkum nafn- giftum hefði sá, sem íiííndi eina byggðina á Suðurey Parkeri, einnig mátt leiða hug- ann, sér til glöggvunar. □ T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 467

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.