Tíminn Sunnudagsblað - 28.05.1967, Blaðsíða 15
getur örninn líka beitt, ef vatna-
fiskar liggja á brotum. Einnig er
sagt um örninn, að sjái hann lax
við árbakka, haldi hann sér gjarn-
an með annarri klónni 1 bakkann,
en kræki með hinni í bráðina. Hef-
ur sézt til hans við þetta.
— Örninn er sumsé ærið lagmn
á veiðum.
— Hann er sterkur og sjóngóð-
ur, en fremur stirður 1 hreyfingum
og hefur ekki roð við liprum flug-
fuglum eins og rjúpu. Ég man ekki
til þess að hafa séð leifar af rjúpu
eða öðrum smærri fuglum við ain-
arhreiður.
— Halda foreldrarnir sig hjá
hreiðrinu eftir að unginn er orð-
inn stálpaður?
—Þau hafa bæði vakandi auga
með hreiðrinu, og sjónin er svo
skörp, að þau skynja minnstu
hreyfingu á stapanum. Þó örninn
sé í varðstöðu í eins til tveggja
kílómetra fjarlægð, á fjallsegg hin-
um megin dáls, er hann óðfluga
kominn á vettvang, láti einhver á
sér kræla við lireiðrið. Ég hef oft-
lega veitt þessu athygli. Örninn hef
ur svo sannarlega furðulega sjón-
skerpu.
— Foreldrarnir eru sjaldan við
hreiðrið sjálft?
— Fyrstu vikurnar i júní hlúa
þeir að unganum á nóttunni, en
strax og hlýna fer að ráði, hætta
þeir öllu dekri, færa unganum ein-
ungis mat og standa vörð í grennd-
inni.
— Og hvað gerir unginn sér til
afþreyingar?
— Unginn flatmagar mestan
hluta sólarhringsins. Eftir góðan
lúr í tvo til þrjá thna, rís hann
upp, viðrar sig, tínir af sér lausar
fjaðrir, tekur sér bita, ef hann er
til, og leggst síðan út af á ný.
— Þetta er sældarlíf.
— Jú, því er ekki að neita, og
unganum veitir svo sem ekki af
hvíldinni. Það er enginn smáræðis
vaxtarbreyting, sem verður á hon-
um í hreiðrinu. Yfirleitt er unginn
níu vikur í hreiðrinu, fram í fyrstu
viku af ágúst, og á þessum níu
vikum stækkar hann úr litlum,
dúnklæddum hnoðra í fleygan fugl
með hundrað og áttatíu sentímetra
vængjahaf.
— Þeir halda sig við hreiðrið
í níu vikur?
— Já, en eru yfirleitt farnir að
ná lofti undir vængina, og það er
óneitanlega gaman að sjá hjá þeim
lokaæfingarnar. Unginn gripur
klónum í grastó, blakar vængjun-
um, baxar og lyftir sér, en til ör-
yggis hangir hann í grastorfunni.
Slitni grasið, grípur unginn flugið
og lendir með bægslagangi á næsta
þrepi. Ég hef séð til unga, þar sem
hann sprangaði upp á lágan stall
og hoppaði fram af eins og þegar
smábarn leikur sér í stiga.
— Veita foreldrarnir enga Ml-
sögn í fluglistinni?
— Nei, móðirin kemur lítið við
sögu. Raunar sjá ungarnir flug for-
eldranna, en annað er þeim ekki
til leiðsagnar. Upp á eigin spýtur
læra þeir að ná jafnvæginu og
finna vindáttina, svo loftið komi
undir vængina. Þetta virðist allt
vera heimalærdómur.
Þegar ungi er orðinn fleygur,
kenna foreldrarnir honum hins veg
ar að ná sér í æti. Hópurmn held-
ur saman fram á haustið, en þá
tvístrast hann, enda er unginn þá
orðinn sjálfbjarga.
— Hvar munu ernir einkum
vera hér á landi?
— Núna er talið, að á íslandi
séu um það bil fjörutíu fuglar.
Þeir flækjast víða um landið í leit
að æti, einkum ungfuglar, og hafa
sézt á Suðurlandi og jafnvel á
Austfjörðum. Ég hef frétt um ung-
fugla við Arnarfell, en bar sækja
þeir í gæsina.
En örninn verpir eingöngu við
Breiðafjörð og á Vestfjörðum.
Sunnanvert og norðanvert við
Breiðafjörðinn eru venjulega þrjú
til fjögur arnarhreiður, en útung-
un hefur gengið fremur treglega
þar, þó hvergi hafi örninn betri
aðstöðu til grásleppuveiða. Án efa
eru þar sumir, sem vilja hlúa að
fuglinum, en svo eru aðrir, sem
mæla fagurlega á mannþingum, en
vinna einhver spjöll, ef þess er
nokkur kostur.
Við ísafjarðardjúp eru arnar-
hreiður á nokkrum stöðum, sem
ég má ekki tilgreina of nákvæm-
lega. Þrjú arnarsetur eru við Djúp,
og þar hafa ernir verið frá ómuna-
tíð og eru enn. Undrun vekur, að
ekki er vitað um nokkurt arnar-
setur á Ströndum nema í Jökul-
fjörðum. Þar var eitt arnarsetur,
en það mun vera horfið núna.
— Kann nokkur skýringu á því?
— Nei, og það er furðulegt, að
örninn skuli fara úr Jökulfjörðum.
Þar var fullkomið næði og eitrun
stöðvuð, en allt kom fyrir ekki.
Fuglarnir hafa ekki verið þar í
nokkur ár, en virðast hafa flutt sig
að Djúpi. Arnar hefur orðið vart
á slóðum, þar sem hann sást aldrei
fyrr, en mér er ekki kunnugt um,
að hann hafi orpið.
— Hvað hrekur fuglinn burtu?
— Það er öllum hulin gáta, og
eftirtektarvert er, að fleiri en örn-
inn hafa flúið úr Jökulfjörðum.
Ég var á ferð um Strandir og Jök-
ulfirði árið 1960 og heyrði varla
tíst í fugli, sá tæpast nokkra
skepnu. Þegar ég var ungur við
Djúp, var þar mikið fúglalíf. Hvað
veldur þessu? Hér ættu fuglafræð-
ingar að gefa fróðlegar skýringar.
— Halda sömu ernirnir ætíð
saman?
— Menn greinir á um þetta.
Þjóðtrúin segir, að hjúskapar-
tryggð arna sé ævarandi, og ef-
laust á hún við rök að styðjast.
Ég hef orðið þess var í Kaldalóni,
Hvalfirði og einnig í Ölfusi, að
falli annað hjónanna, er hinn fugl-
inn einn, unz yfir líkur. En sagt
er, að annar geti komið í skarðið,
ef um ungfugla er að ræða, og vil
ég ekki bera á móti því. Með hlið-
sjón af sögum um einstaklinga má
hins vegar telja eðlinu samkvæm-
ara, að örninn „giftist“ aðeins
einu sinni.
Ég hef fylgzt með erninum í
sautján ár, og á þessum árum hef
ég séð fjölmarga einstæðinga, og
þykir mér það benda til, að falli
annar frá, lifir hinn í einsenui og
gerir sér ekki dælt við aðra fugla.
Sé orpið í hreiður gamalla hjóna,
þegar annað þeirra er dautt, er
venjulega um egg nýrra hjóna að
ræða, en oft má líta stakan fugl
flögra um í grenndinni, eftirlifandi
aðila fyrri ábúenda. Fuglafræðing-
ar draga þó hjúskapartryggðina í
efa, svo ég þori ekki að fullyrða
neitt um þetta.
— Sækir stakur fugl ekki í hóp
annarra fugla?
— Nei, hann dvelst á sínum
fornu slóðum, situr á sömu snös-
inni alla daga, Ieitar sér ætis, en
fer sjaldan langt.
— Hvað verða ernir gamlir?
— Gamlar sagnir láta svo heita,
að örninn geti orðið hundrað ára.
Ég tel varlegt að trúa þessu bók-
staflega, en hins vegar munu ernir
geta orðið fimmtíu til sextíu ára.
Þegar ég var að alast upp fynr
vestan, bjuggu arnarhjón í Kalda-
lóni, og voru þau sögð hafa ver-
ið þar tvær kynslóðir.
— Verpa ernir á efri árum’
— Á því leikur nokkur vafi.
T f M I N N — SUNNUDAGSfeLAÐ
471