Tíminn Sunnudagsblað - 03.09.1967, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 03.09.1967, Blaðsíða 19
Mestum hluta dagsins verja simpansar í trjiám, og mestum hluta ævinnar verja þeir tiJ fæðuöflunar. Ef til vill er simpansinn látinn ó- áreittur af fiestum dýrum í Mið- og Vestur-Afríku. Varhugavert er að fullyrða slíkt, en líkur benda til, að engum þyki hann góður til átu, nema þá helrt kyrkislöngunni (python). Aðrar slöngur, til dæmis kobraslangan, eru algengar á þess um svæðum, og þær geta vafalítið ráðið niðurlögum simpansa í sjálfs vörn, en þeim er ógerlegt að éta svo stórvaxna skenpu. Tíðum ráfa simpansar einir um skóginn, og má af því ráða, að þeir geti hæg- lega átt þar góða daga án þess að njóta öryggis og verndar í hópi með öðrum simpönsum. Meðal simpansa þekkjast ekki á- kveðnar félagseiningar, til að mynda „fjölskylda“, eitt karldýr og eitt kvendýr og afkvæmi, eða eitt karldýr og nokkur kvendýr og afkvæmi. Einnig er óþekkt, að sömu dýrin haldi ævinlega hópinn. Sérhver einstaklingur er frjáls ferða sinna. Simpansar eru ýmist einir á ferli, eða þeir mynda smá- hópa, sem verða stundum að heil- um hjörðum. Gengur svo á víxl, og er „kunningsskapur“ fátíður. Tólf til fjórtán ferkílómetra svæði ber ársforða Kanda um það bil sjötíu simpönsum. Þegar simp- ansar rekast á tré, ríkulega hlað- ið aldinum, gera þeir félögum sín- um boð með því að skrækja og góla. Má heyra þessi öskur í þriggja kílómetra fjarlægð frá „kórnum“, og eru þau síður en svo fögur. Þegar simpansi heyrir öskur innan úr þykkninu, hættir hann að éta um stundarsakir, lít- ur í áttina, þaðan sem hljóðið berst, og virðist hugsi. Síðan svar- ar hann fullum hálsi og skrækir allt hvað af tekur. Þegar simpans- ar spássera á jörðu niðri, gefa þeir nálægð sína til kynna með því að góla í sífellu og lúskra á trjástofn um. Verða margir skelkaðir, er þeir ganga fram á slíka skrúð- göngu í fyrsta skipti. En hinir innfæddu hræðast ekki simpansann. Á einni tungu er hann nefndur „skógarmaður", og á hann er litið sem fremur meinhægan nágranna. Simpansinn kærir sig ekki um uppskeru bóndans, og hann veldur því engum búsifjum. Hann þykir ekki mannamatur, og bannað er með lögum að veiða simpansa í Uganda. Því er ástæðu- laust að óttast útrýmingu simpans- ans, — og þó. Á undanförnum ár- um hafa verið nokkur brögð að því, að viðarútflytjendur láti drepa aldintré í Budongoskógi og pianta mahónítrjám í stað þeirra. Ef þessu verður áfram haldið, mun simpönsum án efa fækka stórlega á næstu þrjátiu árum. En vonandi geta Ugandakaupmenn auðgazt með öðrum hætti en þeim að svipta simpansann tryggum heimkynnum og nauðsynlegri fæðu. jöm Hákon sjöundi Eins og flestum mun í fersbu minni, kom Haraldur, krónprins af Noregi, í opinbera heimsókn til ís- lands fyrir stuttu. Er heimsókninni var lokið og prinsinn hafði þakkað fyrir sig, lét eitt vikublaðanna þess getið, að Haraldur væri ekki bein- línis skemmtilegur maður og hann skorti gersamlega hnyttni og gam- ansemi. Vera má, að þessi full- yrðing vikublaðsins hafi verið ein- um of snöggsoðin, — að minnsta kosti er afi Haralds, Hákon sjö- undi, þekktur fyrir allt annað en að vera leiðinlegur. Skulu hér til- færð nokkur dæmi: Hákon konungur tók sér ferð á hendur til Svíþjóðar, og er hann sneri aftur heim á leið, bauð amt- maður Heiðmerkuramts konunginn velkominn á landamærastöðinni. Það er norsk siðvenja. Um þetta leyti herjuðu flóð á Heiðmörk, og hans hátign tók i hönd amtmanni og mælti spotzkur á svip: — Góðan daginn, góðan daginn, heyrðu, hvað gengur nú á? Því hefði ég aldrei trúað á yður, herra amtmaður, að þér gætuð ekki hald- ið vatni. Er Hákon hafði nýverið tekið við konungstign, veitti hann áheyrn gömlum iðnmanni, er hafði hlotið heiðursmerki. Gamlinginn var ósköp utan við sig, þar sem hann stóð augliti til auglitis við konung- Inn og hafði ekki hugmynd um, hvað hann skyldi segja við svo tigna persónu. Hákoni koungi virt- ist heldur ekki líða sérstaklega vel. Skyndilega stamaði gamli maður inn út úr sér: -— Jjjjá, he-herra konungur, þér verðið að af-afsaka, en ég hef aldrei áður komið á konungsfund. — Og ég hef ekki haldið slíkan fund áður, svaraði Hákon og and- aði léttar. Er Hákon konungur dvaldist eitt sinn í London, fór hann ásamt syni sínum, Ólafi, í leibhús og hlýddi þar á óperu. Aðalsöngkonan hafði mikla og volduga rödd, en því miður hvorki tæra né fagra. Allt í einu hvíslaði ólafur að föður sínum: — Er það satt, pabbi, að hún syngur stundum fyrir fanga? — Já, vinur minn, svaraði Hákon, hún syngur fyrir fangana. Gleymdu því ekki, ef einhver skyldi freista þín til að brjóta lögin. T í M 1 N N — SUN NUDAGSBLAÐ 763 i

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.