Tíminn Sunnudagsblað - 03.09.1967, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 03.09.1967, Blaðsíða 17
 Fík|ur eru uppáhaldsfæða simpansanna, og án efa líður simpönsunni alveg dæmalaust vel í trénu atarna, SKÓGARMAÐURINN Simpansann, pantnoglodytes, er að finna í hinu viðáttumikla regnskógabelti Mið- og Vestur- Afriku. Á þessu svæði lifa ýmis afbrigði tegundarinnar, og er venja að skilgreina þrjú þeirra sem deiltegundir: Pantroglodyt es sohweinfurfchii í Mið-Afríku, pantroglodytes troglodytes í vest- urhluta Kongó og pantroglodyt- es verus í Vestur-Afríku. Sunnan við Kongófljót eru heimkynni sim- pansaafbrigðis, pan paniscus, sem tiðum er ranglega talið sjálfstæð tegund. Að byggingu líkjast af- brigðin hvert öðru, nema hvað pan paniscus er dvergvaxinn. Lýsing á lifnaðarháttum sim- pansa, sem fylgir hér á eftir, er lausleg endursögn á ritgerð eftir enskan mannfræðing, dr. Vernon Reyniolds, en árið 1962 hélt hann til ásamt konu sinni í Budongo- skógi í Uganda og kynnti sér líf pantroglodytes schweinfurthii. Fullorðinn simpansi er fremur stórvaxin skepna. Karldýrið vegur nálega fimmtíu og fimm kíló, kven dýrið fjörutíu og fimm, og sjálf stærðin veldur miklu um hætti simpansa og lífsvenjur. Enda þótt aldin trjáa séu aðal- fæða hans sem og smáapanna, er matarþörf simpansans svo mikil, að hann verður einnig að leita sér viðurværis á jörðu niðri. Nær því daglega (undantekning verður, þegar mörg aldintré vaxa í þyrp- ingu) skokkar simpansinn drjúgan spöl um undirskóginn, frá einu tré til annars, og þá nærist hann á kjötmiklum runna- og skriðjurta stönglum rétt eins og górilluapar. Meginið af deginum er þó simpans inn í trjám, og aldin gera tíu hundraðsihluta af fæðu hans. Hann virðist geta farið svo hátt í tré sem hann fýsir. Á hverjum degi sækir hann sér aldin úr trjákrón- um í fjörutíu til sextíu metra hæð. Simpansi gengur og klifrar á ellefu mismunandi vegu. Þar eð hann étur einkum aldin, er hon- um nauðsyn að geta afchafnað sig á granngerðum krónugreinum. Sökum þunga sins fær hann ekki staðið á greinum krónunnar eins og smávaxnir apar, en beitir svo hagkvæmri klifuraðferð, að þum- lungsgildar greinar geta borið full orðin karldýr uppi. Grýpur sim- pansinn annarri eða báðum höndum utan um greinina, stund- um notar hann einnig fæturna, hangir þama í „bláþræði“ nokkr- ar mínútur og fær sér eitthvað í svanginn. Þegar simpansi geng- ur á jörðu niðri eða á digrum trjágreinum, í þrjátíu metra hæð frá skógarbotni og jafnvel enn ofar, styður hann niður hnúunum, en grípur ekki utan um greinina. Af þessum sökum er næst fremsti köggull á hverjum fingri varinn ofanvert með hörðu skinnþvkk- ildi. Stóru tána notar simpansinn líkt og þumalfingur. Lipurð og klifurleikni simpansans er aðdáun arverð, og stendur hann ekki beztu fimleikamönnum að baki. í regnskógabeltinu er sérhver dagur tólf stundir frá sólarupp- konrtu til sólarlags, og ver sim- SÆKJAST SÉR UM LÍKIR — SUNNUDAGSBLAÐSÐ BÝÐUR LESENDUM í STUTTA KYNNISFÖR UM RÍKI SIMPANSANS T t M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 761

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.