Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1968, Side 2

Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1968, Side 2
ÞCltur í Enn hefur sannazt, að Torfi er duglegur að vaka, enda er hann fyrir þær sakir að verða þjóðsagna hetja í lifanda lífi. Kannski er þetta kynfylgja. Ekki getur þeim, sem eittbvert hugboð hefur um bréfaskriftii hins önnum kafna afa hans í Ólafsdal, verið grunlaust um, að marga nóttina hafi hann vakað við lampaljós. En hversu svefnléttir sem forfeður hans, hin- ir verksæknu kjarnakarlar, sem forðum áttu byggðir og bú um Dali og Strandir, kunna að hafa verið, þá erum við fúsir tii að trúa því, að hann sé enginn eftir- bátur þeirra um þrek og karl- mennsku, þegar á reynir. Togara- vinna fyrir daga vökulaganna eða uppistöður við aflahrotur í verstöð hefði tæpast vaxið honum í augum á meðan var hann yngri. En þessi afburðahreysti er þeim allægilegur eiginleiki, sem lenda í samninganefndum í hörðum og iangvinnum verkföllum. Það er ekki einhlítt, þótt vestur á fjörðum sé gætt þeirrar stöku varúðar að spyrja verkfallsstjórn- ina í höfuðborginni, hvort heimild skuli veitt til þess að taka dán- um manni gröf, ef allt brysti á (höfuðvígstöðvunum vegna þess, a'ð þar er ekki á að skipa mönnum, sem hafa vökuþol langdrægt á við sáttasemjarann. Kannski má bjargast við vökustaura handa lin- gerðu fólki í ýtrustu nauð. En með því að engar líkur virðast til þess, að lát sé á Torfa, sýnist það þó helzt til ráða fyrir samtök aðiia í verkfalisdeilum að láta leita uppi, hvar sá eiginleiki leynist í ættum að geta vakað lon og don án þess að kveinka sér. Sérstaklega held ég, að þetta hljóti að vera aðkáll- andi fyrir aumingja forstjórana, sem vanir eru að geta veitt sér nokkurnveginn nógan svefn. Það væri ógaman ef menn semdu ein- hvern tima af sér milli svefns og vöku eða undirrituðu samninga hálfvegis í draumi. En nú er átökum lokið að sinni, verkafólkið vinnur af kappi og all- ir samningamennirnir útsofnir. skjðnum Við hafa tekið ósköp hversdagsleg- ar áhyggjur: Hvernig tekst að standa í skilum með kaupið og hvernig tekst að láta kaupið nægja? Vandinn er talsverður, þegar báðir aðilar virðast telja sinn róður allþungan. Þegar svo er ástatt, væri kannski ekki úr vegi, að menn svipuðust ofurlítið um í Þjóðfé- laginu og gæfu sér tíma til þess að huga að því, hvort þeir hafa ekki einhvers staðar gert sér bagg- ana þyngri en þörf er á. Fiskur og sjávarafli annar skiptir til dæm- is æði miklu máli í þjóðfélagi •okkar. Samt er það fátítt, að svo hagi til um fiskvinnslustöðvar, að fiskurinn geti farið í þær beint úr skipunum. í þess stað er honum að jafnaði ekið upp á land, langa leið eða skamma, og afurðirnar, sem úr honum eru unnaf, fara síðan aftur sömu leið til skips, er senda á þær úr landi. Þessu hlýtur ekki einungis að fylgja verulegur aukakostnaður, heldur hlýtur þetta kvotl Mka oft að hafa áhrif á gæði fisksins. Á sama hátt hlýtur það einnig að hafa í för með sér alltilfinnan- legan kostnaðarauka, að vara, sem kemur til landsins, er flutt í skála eða á geymslusvæði undir beru loftij langa leið frá uppskipunar- stað; svo að ekki sé nefnt, hvernig þungavara er flutt landsfjórðunga á millj með kostnaði, sem virðist meiri en góðu hófi gegnir. Við erum ekki neinir sniilingar, íslendingar, í skipulagsmáium, og kannski væri tímabært, að við fær- um að gefa því meiri gaum en gert hefur verið, hvernig við kunn um að geta komizt hjá að axla byrðar, sem við höfum sjálfir lagt á okkur vegna fyrirhyggjuleysis. Á tímum, þegar tæpast er næg atvinna, gegnir það líka vægast talsverðri furðu, að aldrei skuli heyrast um það nein rödd, hvorki úr hópi iðnrekenda né verkafólks, að æskilegt kynni að vera, að fólk keypti heldur innlendan iðnvarn- ing en útlendan. Það virðist hafa verið tízka um al'liangt skeið að loka sem mest augunum fyrir því, að íslenzkt atvinnulíf er í voða, ef innlendur iðnaður dafnar ekki þolanlega — ekki síður smáiðnað- urinn en sú iðja, sem stærri er í sniðum. Svo hatrammt hefur sinnu leysið verið í þessum efnum, að um langt skeið hefur verið selt hér mikið af útlendum iðnvarn- ingi, sem er miklu dýrari en sams konar vara innlend, og sennilega engu b'etra. Nefna mætti margt fleira, sem miklu máli skiptir, og skal þó að- eins vikið að einu enn: Ávexti iðju okkar, afköstunum að loknum vinnudegi. Við eigum á að skipa duglegu fólki í öllum stéttum. En að hinu eru líka veruleg brögð, að dagsverk verði minni en eðli- legt getur heitið. Þetta kalla menn vinnusvik, þegar þeir gerast stór- orðir. Þess konar vinnulag er öll- um til tjóns: Vinriuveitendum, verkslýðsstéttunum og meira að segja þeim sjálfum, sem temja sér að vinna með hangandi hendi. Vafalaust er ekki unnt að uppræta léleg vinnubrögð. En það mætti sporna talsvert gegn þeim. Eng- inn gæti það með jafngóðum ár- angri og verkalýðsfélögin sjálf, ef þau vildu beita áhrifum sínum í þá átt. Það væri kannski örðugt viðfangs fyrir þau, vegna þess kapphlaups, sem háð er um at- kvæði, þegar kosnar eru stjórnir og fulltrúar. En auðveldara hlyti að vera að hækka kaup, ef alls staðar þætti sjálfsagt að vinna vel, og nýtt tromp hefðu þá samninga- nefndir verkslýðssamtakanna á hendi (hvað sem liði vökuþoli þeirra á löngu fundunum hjá Torfa), þegar þær gengju tiil samn- inga við atvinnurekendur. J.H. 218 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.