Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1968, Side 4

Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1968, Side 4
V. Jóhann á Vigdlsanstöðúm var á tuttugasta ög áttunda aldursári, þegar fólkið frá Stóru-Borg fór ihjá garði hans með bús.mala sinn og búslóð á leið út að Syðri-Völl- um. Hafði þá sambúð þeirra Guð- finnu, konu hans, staðið í sex ár, snurðulaust að séð verður. Eftir stutt nábýli við nýju grannana varð þar á snögg breyting. Soffía fangaði huga Jóhanns, og áður en varði tókust með þeim ákafar ást- ir. Torvelt §r að segja, svo að engu skeiki, hvenær þau fóru að draga sig saman. En sennilega hefur það gerzt fljótlega eftir komu Soffíu að Syðri-Völlum. Fyrst í stað munu þau hafa dregið launung á, hvað í efni var. Það varð samt það hljóð bært innan tíðar, en þó meira haft í flimtingum en hámælum. Kerlingar stungu saman nefjum um nýju drósina þar á'Völium, og galgopar köstuðu því á milii sín, að svo ötull búmaður gerðist nú Jóhann á Vigdísarstöðum, að hann væri á fótum flestar nætur að reka frá túni og gæta að heyjum. Fljótlega tók konu Jóhanns og fólki hennar að gerast óvært, og spratt af þessu þykkja og fálæti á iheimilinu. Jóhann þumbaðist við og fór undan í flæmingi á meðan ekki skarst mjög í odda, en þegar hann fann straumkastið bella á sér af vaxandi þunga, snerist hann öndverður við. Varð honum stúlk- an þeim mun hugleiknari sem á- rekstrar urðu harðari heima fyrir, og að loikum snerist ást hans á Ihenni í áráttu, sem engu taum- Ihaldi laut. Til stórtíðinda dró þó ekki fyrr en veturinn eða vorið 1859, en þá dylst ekki, að um þver- 8>ak hefur keyrt á Vigdísarstöðum. Þesisi misseri var tíðarfar rojög örðugt. Veturinn 1859 var talinn hinn strangasti, sem komið hafði síðan 1802, er Langijökull svo- nefndur þjarmaði að landsmönn- um. Hafís lá við land, jarðbönn langtímum saman víða um sveitir og frosthörkur gífurlegar. Var vet- ur þessi kallaður Álftabani og hlaut nafn af því, hve margt fórst álfta, sem fraus við sjávarísa vest- an lands. Slíkur vetur hafði auð- vitað í för með sér mikinn felli fénaðar, þar eð landssiður var, að menn settu að meira á guð og gaddinn en heyjaföng sín. A þessu fengu Húnvetningar að kenna eins og fleiri, og er trúlegt, að margir bændur í Húnaþingi hafi verið orðnir uggandi um hag sinn, er fannir og frerar þánuðu loks í sveitum. Á Vigdisarstöðum hefur blandazt saman kvíðinn, sem tíðar- farið oMi, og erjur þær, sem risu af ástamálum unga bóndans, en húsfreyjan ef til vill vanstilltari en ella sökum þess, að hún var vanfær að fimmta barni sínu þenn- an stríða vetur. Þegar barnið fædd ist, var það lasburða og andaðist eftir skamma hríð. Á vordögum þetta ár lét séra Böðvar Þorvaldsson af prestskap á Melstað og settist að búi á kirkju- jörðinni Svarðbæli í Miðfirði. Með því að hann hefur viljað skiljast vel við embætti sitt, samdi hann sóknarmanntal og færði til bókar, áður en hann hvarf brott af prest- setrinu, enda sú venja hans að gera það á útmánuðum. Þá var alit í orði kveðnu við sama lag og verið hafði á Vigdísarstöðum — Jóhann í húsbóndasessi og Guðfinna við stjórn innan stokks. Sá, sem hreppti brauðið, séra Guðmundur Vigfússon á Borg á Mýrum, kom norður um fardaga og fólk hans með búpeninginn um svipað leyti eða litlu síðar. Hann húsvitjaði og skráði nýtt manntal um haustið. Þá voru þau umskipti orðin á Vig- dísarstöðum, að gömlu hjónin, Bjarni og Helga Gísladóttir, voru tekin við búsforráðum á ný, en sonur þeirra og tengdadóttir kom- in í húsmennsku eða orðin hjú þeirra. Af þessu er ljóst, að eitthvað meira en lítið hefur bjátað á, er Bjarni, hálf-sjötugur maður, tók jörðina úr höndum sonar síns. Því hlýtur að hafa valdið knýjandi nauðsyn. Nú hafði veturinn verið grimmur eins og áður var sagt og ef til vi'll hefur afkoman verið fremur bág. Samt eru litlar líkur til þess, að búmannsraunir hafi gengið svo nærri andlegu þreki Jóhanns, að hann hafi verið ófær til búskapar af þeim sökum. Þeg- ar að er gætt, virðist Vigdísarstaða- heimilið ekki hafa goldið slíkt af- hroð af völdum veðurlagsins, að sennilegt sé, að Jóhanni hafi förl- azt svo þrek og þor, að hann hafi ekki rétt við, þegar brugðið var til hins betra. Til hins bendir allt, að meyjarmál hans hafi verið komin á það fJugstig, að heimilinu hafi iegið við upplausn og Bjarni tek- ið undir sig búið, svo að efnum öllum yrði ekki feykt út í veður og vind, er hvern dag gat að því rek- ið, að þau Guðfinna og Jóhann gengju brott, annaðhvort eða bæði. Til þess gat hann notið atfylgis sveitarstjórnarmanna, sem ekki var að því neinn fögnuður, að bjargálna heimili lenti á flæði- skeri. Þetta er þeim mun líklegri skýr- ing, að næsta ár stóð sjálf koll- hríðin. Guðfinna sat sem fastast á J.H.jrekur ptslarsögu bera mannsinsll 220 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.