Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1968, Qupperneq 5
SySri-Vellir í Kirkjuhvammshreppi, þar sem Soffia Jónatansdóttir gekk um garSa í nær fjórðung aldar.
Ljósmynd: Vigfús Slgurgeirsson.
Vigdísarstöðum, og varð sá mót-
leikur Jóhanns, að hann vistaði til
sín h'jú vorið 1860, þótt engin
hefði hann búsfórráð, er heitið
gætu, annaðhvort með samþykki
foreldra sinna eða í trássi við þau,
sem líklegra er. Hjúin sótti hann
ekki að þessu sinni í ættarvé konu
sinnar eins og hann hafði gert
meðan allt lék í lyndi þeirra á
miili, heldur að Syðri-Völlum. Það
voru hálfsystkinin Soffía Jónatans-
dóttir og Jónas Daníelsson, sem nú
komu að Vigdísarstöðum. Virðist
mega af ýmsu ráða, að Syðri-Valla-
fóik, einkum Guðrún Loftsdóttir,
móðir systkinanna, hafi ekki verið
andsnúin þessu. Ef til viil hefur
(það talið skásta lausn á löngu og
hvimleiðu þrátefli, að Jóhann og
Soffía næðu saman, ef svo mætti
verða.
Bersýnilega hefur það verið ætl-
un Jóhanns að bola Guðfinnu,
konu sinni, brott af heimiiinu, og
fékk það ekki einu sinni haggað
þessari ákvörðun hans, að rétt áð-
ur en Soffía kom að Vigdísarstöð-
um andaðist annar tveggja sona
þeirra hjóna „úr tauga- og .sára-
veiiki“. Það var yngri drengurinn,
Björn.
Kallaði Jóhann ástkonuna bú-
stýru sína, en Jónas mun hafa átt
að vera þeim til halds og trausts
á heimilinu, því að nú var svo
hreðusamt orðið, að Soffiu hefði
varla verið vært einni í húsunum,
er Jóhann þurfti að bregða sér af
bæ. Guðfinna tók þangaðkomu
hennar óstinnt upp, og fólk henn-
ar á Litla-Ósi, sem skamma leið
átti að Vigdísarstöðum, lagði af
skiljanlegum ástæðum fæð mikla
á Jóhann og Soffíu.
Soffía var ör í lund og hörð í
'kröfum og aUgóðu vön af heimili
móður sinnar. Mun hún hafa gert
sér vonir um, að fljótt myndi
draga til úrslita, er hún var kom-
in að Vigdísarstöðum. Sú varð þó
ekki raunin á. Guðfinna hafði ein-
sett sér að vikja ekki af hólmi,
hvað sem á dyndi, og storkaði elju
sinni sem mest hún mátti. Jóhann
kveinkaði sér aftur á móti við að
reka konu sína beinlínis að heim-
an, enda kunna foreldrar hans að
hafa ha'ldið yfir henni hUfiskildi.
Þótti Soffíu seint vinnast sitt mál
og fylltist óþreyju og gremju, sem
fæddi af sér brigzl og ásakanir við
látlausar skærur þeirra kvenn-
anna. Bitnaði þetta á Jóhanni, sem
snerist öndverður við þessum
veðraibrigðum, svo að af spruttu
deil'ur milli ffáns og ástkonunnar.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
221