Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1968, Síða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1968, Síða 6
VI Um þessar mundir urðu sýslu- mannaskipti í Húnavatnssýslu. Arnór Árnason á Ytri-Ey á Skaga- strönd, smáskrítið yfirvald og skör -ungur enginn, andaðist sumarið 1859, og vorið eftir var Kristján Kristjánsson frá Illugastöðum, sem sviptur hafði verið landfógeta- embætti eftir þjóðfundinn 1851, skipaður í embættið. Settist hann þá að búi á Geitaskarði í Langadal. í sveitum um Vatnsnes og Mið- fjörð voru ungir menn að taka við forystu af hinum eldri. Sumir þeirra urðu þar miklir ráðamenn langa ævi, en aðrir mjög skammlíf- ir. Bóndanum á Þóreyjarnúpi, Snæbirni Snæbjörnssyni, prests- syni frá Grímstungu, hafði fyrir fáum misserum verið falin sveitar- stjórn í Kirkjuhvammshreppi, er hann féll af hestbaki á leið út á Vatnsnes, og lemstraðist svo, að hann dó fám dögum eftir að hon- um hafði verið komið heim til sín. Sfeúli Gunnlaugsson, bóndi í Hlíð, annar ungur hreppstjóri, drukkn- aði fáum árurn síðar um hásumar í kaupstaðarferð fyrir Heggstaða- nesi við níunda mann. Miklu lengri varð saga annarra efnis- manna nokkru yngri, er hófust til mannaforráða á þessum slóðum um svipað leyti eða litlu síðar. Einn þeirra var Eggert Helga- son, móðurbróðir Guðmundar Björnssonar landlæknis. Hann varð hreppstjóri litlu eftir dauða Snæbjarnar á Þóreyjarnúpi, ein- mitt um það leyti, er Vigdísar- staðamál urðu viðfangsefni yfir- valda, þá um þritugt og fyrir skömmu bóndi orðinn í Helgu- hvammi, þar sem hann bjó síðan alla ævi. Sennilega hafa flestir ætlað hann ólíklegastan til lang- lífis hinna ungu efnismanna í Kirkjuhvammshreppi, því að hann var veill að heilsu og hafði meira að segja verið kararmaður í fimm misseri í blóma æsku sinnar. Hann var maður óvenjulega vel að sér, því að hina löngu legu hafði hann notað til bóklesturs,, ágætur smið- ur og hinn mesti hugvitsmaður og gerðist búforkur mikill, er hann hafði komið fótum undir sig. Nofekrum árum yngri var Sigurð- ur, sonur Árna Sigurðssonar og Ingibjargar Bjarnadóttur á Sauða- dalsá. Hann gerðist bóndi í Kirkju- hvammi, mikill fræðimaður og bókamaður, og um skeið annar helzti ráðamaður sveitarinnar. Með þessum m&nnum var einn- ig noikkuð riðinn við hreppstjórn Guðmundur Arason, bóndi á Ytri- Völlum, natinn mjög við búskap- inn og svo nýtinn að hann tíndi að sögn upp í vettling sinn hvert strá, sem slæddist í krærnar. Þótt ekki munaði miklu á aldri á Guð- mundi og þeim Sigurði og Eggert, var hann ólíkur um margt, all- forneskjulegur í háttum og gekk ávallt í strigafötum yzt klæða. Rétt innan við mörk Kirkju- hvammshrepps, á Stóra-Ósi, var ungur maður í þann veginn að hefjast í röð hinna mestu nefndar- bænda, ættstærri hinum öllum, kominn af Páli lögmanni Vídalín, Bjarna sýslumanni Halldórssyni á Þingeyrum og Þórarni sýslumanni Jónssyni á Grund. Á hann lagði ljóma þeirra manna, sem frægast- ir höfðu verið og atkvæðamestir í sögu landsins í margar aldir, og ef til vil'l hefur einnig til hans seytl- að eitthvað af þeim þótta, sem var nær sjálfsagður fylgifiskur svo mikils ættgarðs um miðbik nítj- ándu aldar. Þetta var Arnbjörn, sonur Bjarna stúdents Friðriksson- ar og Helgu eldri Arnbjarnardótt- ur. Sjálfur var hann kallaður vitur maður og djúpsær, og varð hann hreppstjóri í Torfustaðahreppi ungur að árum og langa ævi einn hinn fremsti maður í byggðarlagi sínu. Á prestsetrum Miðfirðinga tveim, Staðarbakka og Melstað, voru einnig á æskureki menn, sem !við þessa sögu koma. Áður var drepið á það, að séra Guðmundur Vigfússon var nýkominn að Mel- stað, en á Staðarbakka var séra Jakob Finnbogason. Voru þeir mágar, prestarnir, því að séra Guð- mundur átti -að konu Guð- rúnu Finnbogadóttur, systur séra Jakobs. Báðir áttu þeir margt barna á svipuðu reki, og var einn sona séra Jakobs Ingimundur, er gekk að eiga Sólveigu, frænku sína, prestsdóttur á Melstað, en annar tveggja sona séra Guðmund- ar hét Vigfús. Lærði Vigfús söðla- smiði og reisti bú á Ytri-Völlum í Kirkjuhvammshreppi, þar sem hann var nokkur ár einn hinna helztu forvígismanna, unz hann fluttist brott úr byggðarlaginu og til Vesturheims. Ingimundur Jakobsson var allvel menntaður, enda stundaði hann nám í æsku, og mjög hneigður til lækning.?,, til- finninganæmur og öriyndur, glað- vær oft, en stundum angurvær og jafnvel ekki laus við sefasýkj á köflum. Hann gerðist bóndi á Úti- bliksstöðum, Ytri-Völlum og Kirkjuhvammi og var fyrir síðustu aldamót helzti forsjármaður Kirkjuhvammshrepps, ásamt Egg erti í Helguhvammi. Þessir menn alir, sem nú hafa verið nefndir, létu fyrr eða síðar til sín taka mál Jóhanns á Vigdís- arstöðum, nema séra Jakob á Stað- arbakka, sem efeki átti neinum em- bættisskyldum að gegna á sögu- slóðunum, og hreppstjórarnir tveir, sem dóu fyrir aldur fram, Snæbjörn á Þóreyjarnúpi og Skúli í Hláð. VII Engum getum þarf að því að leiða, að vel var með öllu fylgzt, er gerðist á Vigdísarstöðum, enda ekki af öðrum bæjum sögulegri tíðindi að spyrja. En nokkuð var það með misjöfnu hugarfari, að menn ræddu þau mál. Þeir, sem við því gátu búizt að verða að skerast í leikinn sökum embættis- skyldu sinnar, voru þungbúnir og fáorðir, en aðrir sumir létu móðan mása. Fyrst í stað lentu afskipti öll á sóknarprestinum, séra Guðmundi á Melstað. Hann var stjórnsamur maður og aðsópsmikill og mála- vextir þess eðlis, að honum bar öðrum fremur að taka í taumana og uppræta hneykslið í söfnuðin- um, eins og komizt var að orði í þá daga. En með því að honum var kunnugt, að öliu myndi þurfa að tjalda, ef fortölur hans og for- boð áttu að bera ávöxt, leizt hon- um ráð að láta nýja sýslumanninn á Geitaskarði fylgjast með því, hverju fram vatt, því að rekið gat að því, að fuMtingis hans yrði að leita. Þegar kastvindar sumarið 1860 höfðu leikið um Vigdísar- staðaheimilið, gat hann með nokkr um sigurhreim sagt Kristjáni sýslu maijni nýja sögu af skiptum þeirra Jóhanns og Soffíu: „Þegar til kom, varð reyndin ekki samboðin ímyndaninni um kosti hennar, hvar af leiddi, að aftur dró saman með þeim hjón- um“. Hér mun þó ekki sagður allur sannleikurinn. Hlutur prests sjálfs liggur í láginni. Enginn vafi Ieikur á því, að hann hefur gripið tækifærið, er brydda tók á sundur- þykkju þeirra Jóhanns og Soffíu, 222 T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.