Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1968, Side 7

Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1968, Side 7
ef til vill með fulltingi manna, sem honum mátti helzt verða lið- semd að, og lagt fast að Jóhanni að snúa frá villu síns vegar og taka konu sína í sátt. Og hvort sem óeirð Soffíu og skapþungi Ihefur vaidið honum geðhvörfum eða hann sjáifur verið tekinn að þreytast, svo lengi sem hann hafði verið sem á milli tveggja elda, lét ihann nu skyndilega undan síga við fortölur og umvandanir. Hann tók á ný samrekkja konu sinni, enda varð hun vanfær í sjötta sinn síðia þetta haust. Soffía var ekki svo skapi farin, að hún léti bjóða sér þá lægingu til langframa að horfa á Jóhann ganga til hvílu með Guðfinnu. Hún var án efa að Vigdísarstöð- um komin í trausti þess, að bóndi kysi hana eina sér að hvílu- naut og enga aðra, og henni var meira en nóg boðið, er hún sá þá von bregðast. Þegar þessu hafði tfarið fram um hríð, gekk hún brott af heimilinu í reiði sinni og settist um kyrrt heima á Syðri-Völlum. Er líklegt, að <Jónas, bróðir henn- ar, hafi farið brott með henni, þótt ekki sé þess getið í heimild- um. Gerðist hann allmörgum árum síðar nýtur bóndi á Þorfinnsstöð- um í Vesturhópi og kemur ekki meira við þessa sögu. Það er aftur af Jóhanni að segja, að hann fékk vart á sér heilum tekið, er Soffía var á burt af heim- ilinu, þótt auðsveipur væri oftast og bljúgur. Soffía undi Mka illa þessum má'lalokum, og grunaði menn, að hún sæi eftir því að hafa hlaupizt brott, er á móti blés, og biði færis að snúa taflinu við. Var Guðfinnu því ekki rótt að vita Ihana svo nálæga sem hún var á meðan ekki hafði sefazt harmur Jóhanns. Nú bar svo við fyrri hiuta þorra veturinn 1861, að Kristján sýslumaður kom vestur í Miðfjörð til þess að dæma um misferli, sem orðið hafði á bæ þar í sveitinni, Skárastöðum, og var það eins konar forleikur hinna alkunnu Skárastaðamála. Þá bjuggu enn á Stóra-Ósi maddama Helga Arn- bjarnardóttir, móðir Arnbjarnar Bjarnasonar, og síðari maður henn ar, Gunnlaugur sáttanefndarmað- ur Hinriksson. Þar mun sýslumað- ur hafa gist, og var Vigdísarstaða- bjónum annað tveggja stefnt þang- að til þess að tryggja sættir þeirra eða Guðfinna brá sér þangað með EGGERT HELGASON — hugvitsmaSur og lengi hreppstjóri í Kirkjuhvammshreppi. bónda sínn, er hún vissi sýslu- mann þar fyrir. Þangað kom einn- ig séra Guðmundur Vigfús- son, enda sáttanefndarmaður í Mið fjarðarumdæmi eins og títt var um Melstaðarpresta. Er skemmst af því að segja, að Guðfinna hafði þarna uppi kærur við sýslumann og heimtaði af honum, að Soffíu yrði bönnuð vist á Syðri-Völlum og annars staðar í grennd við Vigdís- arstaði. Sýslumaður rauk þó ekki upp til handa og fóta. Hann hafði skamma stund verið yfirvald hér- aðsins, og honum var geðþekkara að fara spaklega að öilu en beita GUÐMUNDURARASON — forn i sniSum og framúrskarandi nýtinn og hirðusamur. SIGURDUR ÁRNASON — bókamaður og fræðimaður og einnig við hreppsf jórn riðinn. Syðri-Valiafólk harðræðum að sinni. Séra Guðmundi var aftur á móti ekki rótt, því að hann kveið ■því, að á ný kynni að sækja í sama farið. Brýndi hann Jóhann á glap- ræðum sínum, ef það mætti verða honum til varnaðar, og reri að því öilum árum við Syðri-Vallafólk, að Soffía yrði látin fara brott um sinn. Virðist honum hafa tekizt að telja móður stúlkunnar, Guðrúnu Loftsdóttur, á sitt mál, en sjálf var Soffía riokkuð treg og allstæri- iát. Þó fékk hann því áorkað um síðir, að hún færði sig um stundar sakir um set að Ytri-Reykjum til föðursystur sinnar, Önnu Jósa- ARNBJÖRN BJARNASON — einn kynstærsti bóndi landsins, — frændi Stefánunga og Vídalina. T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 223

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.