Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1968, Side 8

Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1968, Side 8
fatsdóttur, og manns hennar, Pét- ui’s Péturssonar. Ekki var þó prest ur ánægður með þau úrslit, því að honum fannst helzt til stutt leið in milli Ytri-Reykja og Vigdísar- staða, og stóð fast á því, að henni bæri að verða á burt úr presta- kallinu. Þóttist hann ekki geta við þetta agaleysi unað og vék málinu til aðgerða sýslumanns: „Þó svona hafi atvikazt, og Jó- hann viðurkennt yfirsjón sina, bæði fyrir konu sinni og mér, og beri enda fvrirlitningu fyrir Soffíu og framferði hennar, þá þykir þó ekki fulltryggt meðan hún er enn í nágrenninu, og það því síður sem færa má ekki einungis líkur held- ur rök að því, að hún nú seinni part vetrar hefur leitað ýmissa bragða til að kæla kærleika þeirra hjóna og jafnvel ekki hlífzt við að grípa til lyginnar til að sverta Guðfinnu í augum manns hennar. Af þessum ástæðum er það, að ég dinfist nú að leita til yðar, herra kammerráð, fyrir hönd konunnar Guðfinnu með þá ósk, að þér sem sýsluyfirvald vilduð, samkvæmt kansellíplakati frá 12. júní 1827, íhlutast til um, að margnefndri Soffíu Jónatansdóttur yrði sem •ailra fyrst komið burt úr Melstað- ansókn í einhvern vissan og áreið- anlegan samastað, hvar hún hefði ■stjórnsama og reglubundna hús- bændur yfir sér.“ Kristján sýslumaður sá, að hann ■gat ebki lengur haldið að' sér hönd- um, er málið var svo fast sótt, og ó þingaferðum sínum um vestur- sveitir um vorið, hafði hann sjálf- ur tal af Soffíu, er þá var á Ytri- Reykjum. Er hún lét sér ekki mjög bregða, þótt hún stæði andspænis yfirvaldinu, prýddu tvöfaldri röð gylltra hnappa, kammerráði að nafnbót. Hún var frökk í svörum, 'hvernig sem hann hristi kraga- skeggið, svo að ekki sé sagt hortug, og tók mjög dræmt í að víkja fjær æskuheimili sínu. Þó setti hún ekki þvert nei fyrir áð fara i önnur byggðarlög, ef henni væri búin vist á Þingeyrum hjá Ásgeiri Einarssyni aiþingismanni og Guð- laugu Jónsdóttur eða Steinnesi hjá séra Jóni prófasti Jónssyni og Elínu Einarsdóttur. Má af þessu ímynda sér, að hún hefur borið höfuðið hátt og sagt umbúðalítið, að hún léti ekki allt bjóða sér, því að þetta voru þau heimili í hérað- inu, sem mestrar virðingar nutu. Þessi svör átti sýslumaður bágt með að láta sér lynda, úr þvi að hann hafði einu sinni gengið á tal við stúlkuna, og er ekki grunlaust um, að honum hafi þótt sér mis- boðið, er hann mætti slíku stæri- læti. Hann var nauðbeygður til þess að stíga næsta skref. Ytri-Reykir, þar sem stúlkan þóttist ætla að verða næsta far- dagaár, voru í Torfustaðahreppi, er eigi haíði verið skipt í tvennt á þessum árum. Hugsaði sýslumað ur sér því að láta Björn hrepp- stjóra Ólafsson í Hnausakoti í Aust urdal kljást við þessa keipakind. Kom hann að máli við Björn, kvað dvöl Soffíu í Melstaðarsókn álitna hneykslanlega, og yrði hreppstjóri að skipa henni í viðurvist votta að ráða sig í vist utan prestakalls- ins. Klykkti hann út með því, að hann leitaði úrskurðar amtmanns um málefni hennar, ef hún léti sér ekki segjast við þá áminningu. Birni var heldur óljúft að vas- ast í þessu, enda mun honum hafa þótt sem málið varðaði ekki svo mjög hans hrepp. Hann var líka svo stálheppinn, að hann komst hjá því með hægu móti. Soffía eirði illa á Ytri-Reykjum, svo að hann gat með góðri samvizku vik- ið því algerlega frá sér fáum vik- um síðar. Hann var efcki seinn á sér að láta sýslumann vita, hvar komið var: „Enn fremur minnist ég þess, að þér töluðuð við mig um stúlku nokkra, Soffíu Jónatansdóttur á Ytri-Reykjum, sem þyrfti að fjar- lægjast bóndann á Vigdísarstöð- um, og báðuð mig að verka nokk- uð í þessa stefnu. Þá skal ég nú geta þess, að Soffía þessi er nú burt frá Ytri-Reykjum — ekki fyr- ir mitt tilstilli, heldur áður eða um það leyti, sem þér töluðuð við mig — og komin heim til möður- innar að Syðri-Völlum og þess vegna alveg burt úr þessum hreppi svo ég hvorki get né vil verka neitt í þessu máli. Þess skal ég enn fremur geta í orðastað herra pró- fásts Guðmundar Vigfússonar á Melstað, að móðir Soffíu hafði spurt hann um, hvort sýslumaður- inn hafi ekki útvegað dóttur sinni samastað, og bendir það til þess, að hún, móðirin, sé samþykk, að Soffía fjaríægist hinn umtalaða mann.“ Nú kom til kasta hins unga hreppstjóra í Helguhvammi, Eggerts Helgasonar, því að sýslu- maður vék málinu óðar til hans aðgerða. Hann gat ekki hliðrað sér hjá afskiptum með svipuðum hætti og Björn í Hnausakoti, því að Soffía sat sem fastast á Syðri-Völl- um. Hann varð því að flytja henni orðsendingu sýslumanns og krefj- ast „af henni svars þar upp á, sem hún þá í stað gaf svolátandi: Að eins og hún hefði sjálf sagt yður í vor, þegar þér hefðuð tal- að um þetta við sig, væri hún enn fús til þess að fara annað hvort að Þingeyrum eða Steinnesi eða öðrum jafngóðum stöðum, ef sér væri það útvegað, en að öðrum kosti til þess að fara i einhvern ómerkilegan stað eða eiga engan vísan, sagðist hún vera ófáanleg, en kvaðst þá mundu verða kyrr, þar sem hún er, þar til sannaðar yrðu á sig sakir þær, fyrir hverjar hún fyndi sig skylduga að víkja burtu“. Þeir höfðu ekki verið aldæla, sumir í Húnaþingi, framan af öld- inni. Enn eimdi sýnilega eftir af því, að fólk þyrði að standa upp í hárinu á yfirvöldunum, er rösk- lega tvítug stúlka^bauð þeim þann- ig byrginn. Og liðu svo nærri tveir tugir ára, að ekki fór Soffía frá Syðri-Völlum. VIII. Það bar til tíðinda á Vigdísar- stöðum á útmánuðum 1861, að Bjarni bóndi Björnsson andaðist. Höfðu þessi síðustu misseri verið gömlu hjónunum þungbær, og má nær víst telja, að hugraun og ang- ur hafi flýtt dauða hans. Þótti genginn góður drengur, þar sem Bjarni var, og fékk hann hið bezta eftirmæli, svo sem skylt var. Þessu fylgdi, að nú tók Jóhann við jörð og búi á ný, enda sáttur að kalla við konu sína. Vonuðu þeir, sem mest höfðu látið óstandið á Vig- dísarstöðum til sín taka, að drung- inn, sem ætíð hvíldi á honum eins og mara, myndi rjátlast af honum og a'lit færast aftur í sama horf og verið hafði áður en ástamálin röskuðu metaskálunum. Bágri afkomu sýndist ekki þurfa að kvíða á Viigdísarstöðum. Raun- ar var hagurinn öllu lakari en áð- ur, því að skarðað hafði í bústofn- inn í harðærinu 1859 og áreiðan- lega nofckuð farið í súginn þau misseri, er heimiliserjurnar voru mestar. Bjarni hafði meira að segja orðið að þiggja ofurlítið lán, fimmtíu eða sextíu dali, til þess að halda í honfinu. Samt var það 224 T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.