Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1968, Síða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1968, Síða 9
framt að me'ðalbú, er Jóhann hafði: Þrjár kýr, þrjátíu og sjö ær með lömhum og fjórtán geldar, tuttugu og tveir gemiingar og fimm hross. Sauðir voru engir, enda höfðu bændur í þessum sveitum orðið að farga geldfé sínu vegna fjárkláð- ans, er var í algleymingi sunnan lands, því að hætta þótti á, að það kæmist í bland við fé sunnan- manna, ef það færi suður á heið- ar að sumrinu. Ráðstafanir hafa sýnilega verið gerðar til þess að tryggja stöðu' húsfreyjunnar, þegar Jóhann tók við búsforráðum á ný, ef sækja kynni í svipað horf og áður. Fað- ir liennar, Gísli Gíslason, sem nú var ekkill orðinn, fluttist að ig- dísarstöðum með sumt af fólki sínu, dótturinni til halds og trausts. En þetta var óþörf varúð. Vigdísarstaðaheimilinu stafaði ekki lengur háski af því, þótt Soff- ía Jónatansdóttir væri á næstu grösum. Jóhann var ekki framar samur maður og hann hafði verið, og þótí hann gengi að vinnu, varð bið á því, að hann tæki gleði sína. Sú styrjöld, sem hann hafði háð árum saman, hafði tekið ískyggi- lega á hann, og friðargerðin þó gengið enn nær honum. Svo fór, að hvorug þeirra kvenna, sem bitizt höfðu um hann af heift og harðneskju, vildu binda trúss við rekaldið. Jafnvel litli sonurinn, Bjarni, sem fæddist þetta sumar, gat ekki afstýrt því, er verða vildi. Ef til vill hefur það verið Litla- Ósfólkið, sem olli því, að sárin ýfðust, en greru ekki. Sjálfur varpaði Jóhann sökinni á það ævi- langt, og til eru vitnisburðir sam- tíðarmanna, sem ýmist gefa í skyn eða segja fullum fetum, að það hafi hann ekki gert að raunalausu. Kunnugt er, að milli Jóhanns og mága hans, Andrésar og Teits Gíslasona, var komið upp megnt hatur, og vera kann, að systur Guðfinnu hafi verið undir sömu sök seldar, þótt þess sé hvergi get- ið berum orðum. Þeim Litla-Ós- bræðrum hefur þvi varla verið það hugleikið, að sambúð Jóhanns og Guðfinnu yrði endingargóð, og með ólíkindum hefði mátt kalla, ef þeir hefðu ávallt gætt þeirra varúðar að blása ekki í gamlar glæður, svo margt sem orðið hafði til misklíðar. Þetta var þeim mun varhugaverðara sem tæpara stóð um hugarástand húsbóndans. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAB Þegar Bjarni gamli var dáinn, hillti líka undir það, að Guðfinna gætí náð tangaihaldi á hluta af jörð og búi, hversu sem færi um sambúð þeirra Jóhanns, því að eignin var til arfs fa'Ilin að nokkru leyti. En hvort sem því hefur vald- ið undirróður bræðranna, ósam- lyndi, sem hlauzt af veru Litla-Ós- fólks á Vigdísarstöðum, ellegar vankantar og órar Jóhanns sjálfs, snerist nú hugur Guðfinnu á þann veg, aö henni .varð nálega jafn- mikið kappsmál að skilja við hann og henni hafði áður verið að missa hans ekki. Er það raunar gömul saga, og þó jafnan ný, að sigurinn er sætastur, áður en hann vinnst. Hið næsta vor, 1862, fékk Andrés Gíslason á ný ábúð á nokkr um hluta jarðarinnar, án alls efa í trássi við Jóhann. Blasir við, að þá hafi harðnað til muna á stalli, enda Jóhann lét þess kost, áður en sumarið var úti, að þau Guðfinna gerðu skilnað sinn, ef til vill í þeirri von, að hann gæti aftur náð ástum Soffíu. Þessa iðraðist hann þó mjög siðar, er honum varð ljóst, hvað á eftir fylgdi. Kom mál þeirra hjóna fyrir sáttanefnd að venju, og þegar þau höfðu bæði borið fram, að samvera þeirra „myndi leiða til enn meiri ó- ánægju“, ef framhald yrði á henni var sótt um skilnaðarleyfi þeim til handa. Það veitti Pétur amtmaður Havsteen þegar haustið 1862. Þessu næst var skiptafundur haldinn á Vigdísarstöðum. Fóru fyrst fram skipti eftir Bjarna, og virðist ekkjan, Helga Gísladóttir, hafa hreppt sex hundruð úr jörð- inni, sem talin var rúm tíu hundr- uð að dýrleika, en Jóhann fjögur, en lausafé þar á eftir verið skipt svo, að hvort þeirra bæri réttan erfðahlut úr býtum. Síðan var eignum Jóhanns deilt að jöfnu með honum og Guðfinnu, sem þá fékk tvö jarðarhundruð. Loks var um það samið, að hún fengi hálfa jörðina til ábúðar og tæki að sér uppeldi drengjanna tveggja, Gísla og Bjarna, með þeim skilmála, að Jóhann gyldi með yngra drengn- um fullt meðlag, unz hinn eldri, er þá var tíu ára, væri úr ómegð kominn. Það var ætlun Jóhanns að hafa afnot af þetm jarðarhundruðum bveim, er hann hélt eftir. Hrófl- Þegar Jóhann byrjaði flakk sitt, lagði hann leið sina í Dali og á Strandir, Fyrst í stað fór hann riðandi, en seinna seldi hann hesta sina, ef tii vill af ótta við, að þeir yrðu teknir af hon- um, er heim kæmi. — í næsta blaði segir frá þvi, er Jóhann var orðinn förumaður. aði hann upp eða hressti við skemmukofa á bæjarhlaði og þilj- aði þar klefa til íveru handa sér. Þar með var örlagadómurinn inn- siglaður. Menn hverfa af sjónar sviðinu, — fróðleikur týo ist. Það eina sem getut . varðveitt hann, er hið rit aða orð. — Lesendur blaðsins eru beðnir að hafa þetta i huga, þegar þeir komast /fir fróðleik eða þekkingu »em ekki má glatast. - --------------- 225

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.