Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1968, Síða 14
Mýtur að bera ávöxt út yfir gröf
dauða, enda grundvöltuðu Friðrik
og hans samhenti lífsförunautur,
Guðlaug Pétursdóttir, fyrstu, en
væntanlega ekki síðustu tónlistar-
deildina við almenningsbókasafn
hérlendis.
Þau arfleiddu Hafnarfjarðarsafn
að um það bil tvö þúsund bókum,
sem þau áttu, mest lútandi að tón-
list. Um hana hafði Friðrik safnað
öllu innlendu, sem hann náði í, og
verður sumt þeirra bóka ekki met-
ið til fjár, svo sem gamlir gráílar-
ar.
Og það var ekki látið þar við
sitja að raða bókum hins músík-
alska dánumanns snyrtilega í hill-
ur.
„Við vorum svo heppin“, segir
Anna, „að í gjafabréfinu var þess
óskað, að. Páll Kr. Pálsso^i organ-
* isti tæki að sér umsjón 'þessarar
deildar, og hefur hann reynzt okk-
ur stoð og stytta.“
Og þó að deildin hafi nú aðeins
verið opin í tvö ár, er búið að
bæta um fimmtán hundruð hljóm-
plötum og töluverðu af bókum og
nótum við hinn upprunalega stofn.
Pátl fór strax á stúfana og leitaði
að gömlum, íslenzkum plötum og
nótnaheftum á hanabjálkum og í
kjallarageymslum hljóðfæraverzl-
ana í Reykjavík, item fylgdist hann
með því, sem á boðstólnum var
hjá einstaklingum.
Hraðgengar plötur eru lánaðar
út, hálfan mánuð í einu, og kem-
ur fólk viða að til að notfæra sér
þessa þjónustu. En gamlar, 78
snúninga plötur eru vandlega
geýmdar.
„Hver er elzta íslenzka hljóm-
platan?“
„Líklega sú, sem Einar Hjalte-
sted söng inn á í New York rétt
fyrir 1920“, segir Anna, „en okkar
elztu plötur eru frá því 1930. En
Páll hefur á prjónunum að fá leyfi
til að hljóðrita þær plötur, sem
ekki fást keyptar.“
Því auðvitað er til segulbands-
tæki í þessu safni. Og svo á að
gera meira. Það á að útbúa litla
klefa með heyrnartækjum, þar
sem fól'k getur hlustað á hverja
þá tónlist, sem það kærlr sig um
Það skortir sem sagt ekki hug-
myndirnar og aðeins er beðið-eftir
auknu húsnæÖi — og fjárveitingu
til að hefjast handa.
Á eftir förum við'heim til Önnu,
sunnar í bæinn, að drekka kaffi
í rólegheitum. Hún lærði að aka
í vpr sem leið, og býður mér upp
í Iítinn, nýjan Skóda.
^„Ertu ekkert taugaóstyrk?“
Nei, hún er sallaróleg við akst-
urinn. í sumar ók hún vinum sín-
um á vit angandi, norðlenzkra
birkiskóga og háfjallasólar, þvi sá
er frjáls, sem er á bíl. „En auð-
vitað get ég ekkert gert við hann
sjálf“, segir hún.
Margir jafnaldrar Önnu eruliálf
ragir við að nota sterka liti inni
hjá sér og halda sig gjarna víð
brúnt og grátt sem aðalþátt. En
hún hefur gluggatjöldin heiðgul
og bólstruðu húsgögnin blá, næst
um eins og hjá Gauguin, og á
veggjunum eru líflegar myndir í
óhefðbundnum stíl, meðal annars
eftir abstraktmálara staðarins, Ei-
rík Smith. Og kaffið er borið fram
í eldrauðum leirbollum eftir ís-
lenzka listakonu. Þetta gefur heim-
ilinu unglegan svip.
Maður hennar, ljóðaþýðandinn
Magnús' Ásgeirsson, lézt fyrir
þrettán árum. Upphaflega var það
'hann, sem ráðinn var að safninu,
en veikindi, sem hann stríddi við
síðasta áratug ævinnar, urðu tl
þess, að hún tók að sér æ meira
af störfum hans þar.
Um stund röbbuðum við um
listamannalíf almennt. Okkur kem
ur saman um, að það sé sterkum
sveiflum háð, aldrei lognmolia.
Með fiáum er hægt að eiga
skemmtilegri stundir, því margir
eru þeir andríkir og fyndnir. Þeg-
ar gleðin ber að dyrum, þá opna
þeir upp á gátt fyrir henni og
hún rí.kir ein.
En það getur líka brugðið til á
hinn veginn, og þá verða sveif’l-
urnar jafn sterkar,
„því gleðin er bara upp á
kvöldist u nd a rk rít,
en bvölin löng eins og
skuldin. . . .“
Listin er dýrkeypt. Það liggur
við, að listamaðurinn úthelli eig-
in hjartablóði — og sinna nánustu.
Kannske getur maður ekki skilið
lífið, nema hafa sjáltfur kafað nið-
ur í dýpstu dreggjar og það gerist
ekki sársaukalaust.
En um eigin ástamál fæst Anna
ekki tl að tala.
„Flókin ástamál hafa lengi loð-
að við konur ættarinnar“, segír
bún og hlær við, „að minnsta kosti
frá dögum Guðnýjar frá Klömbr-
Páll Kr. Pálsson við virginalið,
230
TÍIBINN - SUNNUDAGSBLAÐ