Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1968, Side 21

Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1968, Side 21
lingspilt, sem var i liði hans, að kitfa fjaiið eftiir kindunum, sem fifátst i sjónauka, að voroUömib. Datt mér þá í hug að bjóðast til að spara piltinum erfiðið og iáta Skúm sækja lömbin. Var því vel tekið, þótt ekki væri laust við vantrúarsvip á sumum. Bað ég alla, sem þarna voru, að láta ekki sína hunda trufla. Urðu menn vel við þvá og héldu þeim hjá sér, sumum hljóðandi og reiðum. Ég benti Skúm upp í fjallið og skipaði honum að koma með kind- urnar. Hann virtist fyrst alls ekki sjá þær, en tók samt sprettinn eft- ir bendingu minni. Þegar hann kom á hæðarhrygg^sem var á leið- inni, var augljóst, að hann sá þær, því hann hoppaði upp, gelti hátt einu sinni og herti hlaupið. Svo hljóta lömbin að hafa horf- íð honum um stund meðan hann sótti á fjallsbrekkuna, því að þau stóðu þannig. En samt hélt hann strikinu til þeirra og kom með þau niður fjallið. Var það honum fyrirhafnarsamt í upphafi, því lömbin rákust illa fyrst og vildu hlaupa sitt í hvora áttina. En hann þvældi þau til að fara saman og undan brekkunni í átt til okkar, sem biðum. Stanzaði samt við og við tii að hlusta eftir hvatningum frá mér, — og kom með lömbin alla leið til okkar að lokum. Voru þau þá orðin hin auðsveipnustu við hann. Var honum vel fagnað. Svo liðu árin. Skúmur varð eftir- lætisskepna Helzt vildi hann ekki fylgja öðrum en mér til kinda, þó að hann léti til leiðast með eftir- gangsmunum, þegar aðrir heima- menn áttu í hlut. Varla fékkst hann til, ef ég var viðstaddur, að hlýða fyrirskipunum annarra. Ekki vildi hann heldur vera að sam- verki með öðrum hundum við kind ur. Hætti, ef annar hundur hljóp a-f stað og vildi fara að sama fé og hann. Öðru má-li gegndi, þegar stórg-ripir áttu í hlut. Þá þ-áði bann aðstoðina. Gott var að reka stórt fjársafn með honum Vann hann mjög sjálf s-tætt við það, — þurfti furðulega litlar fyrirsagnir langtímum saman. Ekki viidi hann láta ókunnuga rekstrarmenn siga sér eða hunda þeirra reka með sér. Dró sig þá í hlé eins og daufdumbur væri, — eða færði si-g á annan reit. Mikl-u he-ldur vildi ég vera einn með hann við smölun eða rekst- ur, en vera án hans og hafa mann í staðinn. Við innrekstur í hús eða réttir var hann ómetaniegur, en a-lltaf beztur, ef við vorum bara tveir að verki. Auðvelt var að senda hann fram- hjá einni gripategund til að re-ka aðra, hvort sem í hlut áttu hestar, kýr eða kindur. Var það gert méð því að nota sérstök siguna-rorð og htjóð við hverja tegund. Lærði hann að greina merkingu þeirra. Aldrei beit Skúmur sauðkindu-r svo að ég vissi. En hann 1-eitaðist við að grípa kjafti í hæla á hest- um og kúm, ef þeir gripir voru tregir að ganga undan honum. Sjaldan fór hann með tíðu gelti að skepnum, en gelti miklum rómi, þega-r hann greip til þess, og hrökk þá búpeningur við, o-g sýndi hon- um ógjarnan þrjózku. Á heimili mínu, Eyvik á Tjör- nesi, var fé haldið til beitar á vetr- um. Oft látið liggja við sjó um nætur, en rekið til landbeitar á daginn. Væri vond færð, þurfti stundum að reka hóp á undan til þes-s að leiðbeina forystufé og fá hjörðina til að fylgja því, — helzt í sporaslóð. Lét ég þá Skúm vera á eftir og gæta þeirra kinda, er síðast fóru. Lötraði hann aftastur slóðina og geltj strjált. Þegar hon- um fannst ætla að myndast hnapp- ur á re-kstrinum eða slitna runan, hljóp hann gjammandi fram með ti-1 að jafna strolluna. Ef leiti bar á mil-li okkar Skúms við þetta samstarf, kom hann oft skyndilega í sjónmál, eins og til að grennzlast eftir því, hvort um ný fyrirmæli væri að ræða. Hvarf svo til baka, ef það reyndist ekki vera, eða ég benti honum að fara aftur á sinu fyrri stað. Skerjabeit er í Eyvík og ekki laust við flæðihættu, einkum á út- mánuðum, þegar stórstreymt er og vel gróin skerin. Sendi ég Skúm löngum til að smala s-kerin, og til að sækja kindur, er orðið höfðu seint fyrir að ha-fa sig í land og v-oru komnar á flæðisker. Hikaði hann ekkert við að synda út í s-ker- in og var aðgangsharður við að knýja féð á sund til lands og tókst það jafnan, enda vantar fé, sem þannig er statt, sjaldan nema herzlumun áræðis til að yfirgefa flæðiskerið. Skúmur var ven-julega ekki við bragðsfljótui, þegar honu-m va-r sigað. Hann fór oftast fremur hægt af stað, virtist athuga, hvað fyri-r lá, en var hu-nda ferðmestur, þeg- ar á sprettinn var komið. Stundum tók hann sjálfkrafa tímum saman að sér verkefni, t.d. að verja túnið og næsta engja- svæði um nætur. Hann hafði mikinn beyg af skot- vopnum, leitaði frá og varð lúpu- legur, þegar höfð var hönd á byssu. Samt stillti hann sig ekki um, þeg- ar til kasta kom, að fa-ra í veiði- ferðir með bróður mínum, Sigfúsi Kristjánssyni, sem var fengsæl skytta. Kom í humátt á eftir, þe-gar hann sá Sigfús fara af stað með byssu. Synti hann á sjó fram eftir fu-glum, sem lágu fyrir skotum, og a.m.k. einu sinni kom hann skotn- um selkóp að landi. Kippti Skúm þannig í föðurkyn að talið var Einhver tvískinnung- ur var sarnt þarna í eðli hans. Sjaldan sást, að hann væri veiði- glaður, og alltaf virtist hann kvíða fyrir skoti, þegar byssu var lyft. Ætíð gekk hann tortrygginn og feimulegur á svig við skotvopn, hvar sem hann sá þau geymd. Ljóst var að hann gerði sér ein- hverja skuggalega grein fyrir kyngi þessara hluta. Bauð hon-um ef til vill i grun, að þar væri bani hans? Skúmur var duglegur áfloga- hundur, þegar svo bar undir að i slag fór. Átti ég kannski ein-hverja sök á því stundum, að hann lenti í áflogum við kynbræður s-ína, því ég hefi alltaf haft gaman af kapp- leikjum. Taldi ég mig hafa komið honum í s-kilning um, að heppileg- ast væri fyrir hann að taka föstu kjaftta-ki utanvert í hnakka and- stæðin-gsins Reyndist honum það bragð sigursælt. Eitt var það í fari Skúms, sem var heimili hans til leiðinda. Hann tók illa á móti einstaka gestum. Skauzt að þeim þegjandi og skellti skoltum utanum fótlegg eða hæl þeirra. Varð þeim venjulega hverft við og ekki dæmalaust að undan blæddi. Fór hann að því, er þetta snerti i manngreinarálit. En sjald- an gat ég skilið af hverju honum var það fólk ógeðfellt, sem hann sýndi þessa andúð. Þetta var hans einkamál og verður ekki skýrt. En fyrix þessa fram-komu sína fékk hann ííarða-r hirtingar — og klipið var af vígtönnum han-s fyr- ir þessar sakir. Ha-nn lagði þpnr I í M 1 M N — SUNNUDAGSBLAÐ 237

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.