Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1968, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1968, Blaðsíða 8
Æslitinn stóxihríðarbylur og frost- ÍDÖrkur eins og við heimskaut væri. Og lifi nokkur skepna af slik harmkvæli og hyggi til beit- ar, vex gras svo gisið, að skepn- an hleypur af sér hoidin mílii stráanna, unz hún feiiur úr hor. — Fieiri sögur þessu likar gar.ga hér um Kanaan. Og Patrekur segir: Eftir burt- för nautakóngsins varð Róberís Co. enn eigandi að Kanaan og seidi það ríkinu. En stjórnin lýsti Kan- aan griðastað villtra fugla og dýra. í raun og veru var þar og ■er enn paradís alls konar fugla og dýra, ióðs og lagar, og þá ekki sa'ður sæiustaður sportveiðimanna Sjálíum er mér kunnugt um, að fyrir fáum árum var Roberts Oo. einu sinni enn eigandi að Kan- aan. Oig gátu menn þess til, að nýr kaupandi að þessu undva!an:ii væri á næs+u grösum. Vakti þetta svo mikið umtal og getgátur, að um hríð voru ekki orrustur þeirra Rússa og Þjóðverja þrætueíni á mannamótum. Það feilaði ekki: Roberts Co seldi Kanaan á ný, háu verði að sagt var, fyrir glerharða peninga út í hönd. Og vöknuðu þá gróða- wnir bæiarbúa á ný, þvi að tölu- TOrt hötfði- verzlanir bæjar okkar Ihaft gott af búskap nautakóngsins; Iþótt iliia færi fyrir honum. En svo' teom það upp úr kafinu, að kaup- andinn var Hútterítahópur, félag sföfnuður eða hyski, eftir því hver valdi innflytjendunum nafnið. Við það féll okkur allur ketill í eld. Eins og öilum hér í landi er kunn- ugt, lifir þctta fólk miðaidalífi og ■sækir sáralitið í verzlanir siðaðra manna. Má svo segja, að þetta séu svarnir óvinir allrar menningai. Það er ekki einungis, að þeir neiti sér um allan munað, heldur spara þeir aliar lífsnauðsynjar. sem þeír framleiða þó að mestu leyti sjáifir. Hver flokku þeirra er sameignarfélag. 4Uir eiga aLt, en enginn n'eitt og því ekk= um framtak og framfarir að ræða. Skýrast bera miðaldabúninga! kvenna kyrrstöðunni vitni. Ekkert sækja þeir til annarra nema fyrir borgun út í hönd. Sro friðsamjr eru þeir, að svo árum skiptir þarf ekki Jögregian að lita inn ti-I þeirra, nema á stríðstímum. Að- eins þá eru þeir grunaðir um igræsku og ekki að ástæðulausu, þvi frá fyrstu tið og fram á þenn- an dag hafa þeir þvemeitaö að beaa vopn. Mun það vera helzta ásfæðan iii hraknings þeirra land úr iantíi kristinnar menningar, fyrst um Evrópu og siðar um Ame- ríku. Þótt ótrúiegt sé, mun ónie.nn ing þeirra og sérlyndi stafa af of- ströngum íétttrúnaði Ef til vill eru Hútterítar ekki biblíufastari en sumir aðrir trúflokkar. Ólán þeirra er, að þeir trúa fremur bok- staflega en andlega fjallræðarni og ýmsu öðru; sem háft er eftir Kristi. Fyrir íöngu síöan hafa stjórnar- vöid í Ameriku gefizt upp við gð gera hermenn úf Hútterítum, og friðað samvizku þjóðarinnar með ýmsu móti. Órnenni, sem skoða það jafnt ódæði, utan lands ;sem imian,. að vega mann' og annan, mundu reynast il'la í orrustu;. Ó- vist, að þeir gripu til vopna, þó ráðizt værí á félagsbú þeirra. TJm ríkið stendu.r þeim á sama og rétta ekki til hendinni, þó heiður og valmegun þióðarinnar heimti herlið, landinu til varnar eða við- bótar. Það er e.kki herskylda né harð- ýðgi stjórnvaldsins, sem hrekuy þá úr einum stað í annan innan rík- isins. í raun og veru láta þeir hrökklast undan menningunni, og gerist það með þessu móti. Með dugnaði, hagsýni og spar semi aílast Hútterítum meira fé en bændum, sem búa í nánd við þá. Og vekur það öfund og af- brýði hinna betur siðuðu. Og ekki bera bissnesmenn í nálægum kaup túnum hlýrri hug til manna, sem h'tið eða ekkert kaupa, þótt múr- aðir séu að peningum. En aðal- hættan, sem stafar af Hútterítum e,r sú, að þeir kaupa, smátt og smátt, bújarðir, sem liggja að fé lagsbúi þeirra. Verður margur framtaksbóndinn til að selja þeim allt sitt, feginn að komast úr slíku nágrenni, og til i að leita gæfunn- ar þar, sem meiri gróðavon er, en í því að hokra úti i sveit. Þann- iig líkist bú Hútteríta átumeini, sem hægt og sígandi étur sig inn í næstu sveitir og sýgur blóð og merg úr siviliseruðu bissnesi og annarri framtaksmenningu. Kem- ux að því fyrr eða síðar, að bæjar- stjórnir og sveitarráð taka sig sam- an ag segja þetta heMti geti ekki lengur gengið: -Setja neínd, ganga fyrir íyJkisstjórn og segja henni, að semja: Þetta helviti megi ekki eiga sér stað. Verða allir ásáttir um svo réttmæta ákiögun, þrengja að hinu útlenda hyski, svo þa® verður að- selja lönd sin sann- gjörnu verði og leiti landnáms ú ný. Eitthvað höfðu dagblöðin fjas- að um þetta, en svo ómetanlegar frásagnir fara fyrir ofan garð og neðan á stríðstímum. Það var Jósúa Platt, faðir Kobba, sem fræddi mig í þessum efnum. Jósúa var gamall Húlteríti. Hafði lært á djöflavagna og stóð fyrir vélaviðgerðum safnaðarins. þar tii hann missti konuna og þríu börn þeirra í eldi, og bjargaði að- eins yngsta barninu, honum Kobba. Syo mikið varð Jósúa um missinn, að hann yfirgaf bræðra- lagið og stofnaði til framtaks úti menningunni. Kveður hann vist, að hann hafi sturlazt geðsmun- um. Segir sig oft hafa langað til að hverfa heim í samlagið, eU skort til þess andlegt hug'rekki, en friðað samvizkuna með því að uppfræða son sinn í trú og sið- um foríeðra þeirra. Mun það I’-afa átt mestan þátt í einangrun feðg- anna. Voru þeir þó vel liðnir og vinsælir. Þrátt fyrir prúða fram- komu Kobba og karlmannlegan gervileik, tök hann engan þátt í félagsb'ifi unga fólksins. En mörg heimasætan leit Kobba hýru auga, ef hann mætti henni á götunni. Svo segist Patréki frá, að Þeg' ar nautakóngurinn nam Kanaan, hafði hann bækistöð sína í bæn- um okkar, meðan hann v;,r að koma sér fyrir. Kúasmalar hans voru ungir og frískir, þótf: gott í staupinu og voru gl'eðimenn á allra handa máta. Höfðu aldrei ver ið meiri dansar og félagsfjör- Þó hvert nvannsbarn vissi, að í tvö horn skipti milli nautakóngs og hirðar hans og Hútterítasafnaðar- ins, vonaðist maður eftir, að svo stórkostleg umferð rótaði svo t.íl í sálarlífi bæjarins, að stríðvð gleymdist, sem allir voru fyrir löngu leiðir á. En það brást að öðru en þeim spám og duldum óskum og vonum okkar um, hvern ig þessum undarlegu mannkind- um tækist landnámið. En spár þær, óskir og vonir lyftu ekki huganum. Og mjög lítið keyptu þeir, þá tvo daga, sem þeir áðu á skólaseksjón, sem var almenn- ingur og lá malu frá bænum Eitt ómenningarmark á Hútter- ítum er það, að þeir braða sér ekkj að neinu. Ölium mönnum Fitimhsld á 4Í7. *ISo> 416 T I M I N N — 8UNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.