Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1968, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1968, Blaðsíða 10
lýsingu, en þess væri engin von, aS eínisatriði hennar yrðu að veru- leika næstu fimmtiu árin. Upp frá þessari stundu gat Emmelína aldrei litið Haidane réttu auga. VI Þó að Emmelína Pankhurst væri í kvennafélagi frjálsiynda flokksins, hafði hún iengst af tal- ið sig sósíalista. Þau hjónin voru bæði í samtökum fabíana og þau hefðu gengið i stjórnmálasamtök þau, er margir vinir þeirra stofn- uðu árið 1883; ef þau hefðu ekki verið andvíg helzta forystumann inum, marxistanum Henrv Hynd- man, sökum einkennilegrar andúð ar hans á málefnum hinnar víg- reifu kvenréttindakonu. En á alþjóðaþingi sósíalista árið 1888 kynntist Emmelína þeim manni, sem siðan varð eitt helzta haldreipi hennar meðal stjórnmálamanna. þótt honum væri það kuldalega þakkað, er á ævina leið. Það var Keir Hardie. skozkur námaverkamaður, mikill friðar- sinni og fórnfús og einlægur bar- áttumaður, sem aldrei hvikaði frá því, sem hann taldi rétt. Um þessar mundir lét hann mjög til sín taka kjör atvúam- lausra ve'kamanna, náði kosningu í einu úthverfa Lundúna árið 1892 og stofnaði óháðan verkamanna- flokk ári síðar. Árið 1894 tók þessi nýi flokkur fyrst þátt í lrosning- unum, og þá snerust Pankhurst- hjónin, sem orðin voru vonlaus um það, að neins væri að vænta af frjálslynda flokknum, til algers fylgis við hann. Við þetta magnaðist mjög and- úð á þeim, og voru þau urn hríð sniðgengin í stóru og smáu. Samt sem áður náði Emmelína kosn- ingu í skólanefnd í Manchester, þar sem þau höfðu nú tekið séi bólfestu. Þá var þar gífurlegt at-. vinnuleysi, en ekki lýðhjálp af neinu ta|i, og þeir, sem örbjarga voru, áttu ekki annað athvarf en þurfamannahúsin, sem ekki voru neinar sæmdarstofnanir. Pank- hursthjónin beittu sér fyrir hjálpar starfsemi, létu safna gjöfum á markaðstorgum og meðal matvöru kaupmanna og útbýttu þeim síð- an meðal þeirra, sem bjuggu við sult og seyru. Margan dag stóð Emmelína sjálf í kolavagni úti á torgi og jós súpu á skálar og hlutaði sundur brauðhleifa. í litla flokksblaðinu var þess svo krafizt, að þingið skærist í leikinn og veitti bæjarstjórnum vald til þess að leggja hald á land, vélar og hráefni. svo að nægði til þess, að allir fengju vinnu. Upp úr þessu var hún kosin i fátækrastjórn borg arhverfis, þar sem neyðin var hvað mest. Þar urðu nú stormasamir fundir. er maður hennar stjórnaði göngum atvinnuleysingja um borg- ina og öskrandi mannfjöldi settist um fundarhúsið. En orðstír Emme- l'ínu jókst, og hún lét fleira og fleira til sín taka: Hörmulega að- búðina í þurfamannahúsunum rekstur sjúkrahúss og geðveikra- spitala hverfisins, fjármálaspilling- una, hún taldi sig hafa komizt á snoðir um. Hún var meðal ræðu- manna á fjöldafundum, og hún kom því í kring, að maður hean- ar var boðinn fram í þingkosn- ingum í kjördæmi, þar sem einna líklegast þótti, að jafnaðarmaður ■gæti sigrað. Hann féll samt, þó að atkvæðamunur yrði lítill. Jafn- skjótt og talningu var lokið, steig Emmelína upp í vagn og ók til næsta kjördæmis, þar sem kosn- ing hafði ekki farið fram, til þess að tala máli frambjóðandans þar. Næstu misseri liðu við enda- lausar 'stjórnmálaskærur, en kven- réttindamálin sátu á hakanum um sinn. Vorið 1898 hugðist hún hvíla sig nokkuð. Elzta dóttirin, Krista- bel, var orðin seytján ára, og hin gamla skólasystir Emmelínu, Naomí, var gift kona ; Genf og átti dóttur á svipuðu reki Þær höfðu komið sér saman um að hafa dætraskipti eitt ár, og Emme- lína ætlaði að fylgja dóttur sirmi til Sviss. Þegar hún kvaddi mann sinn burtfararmorguninn, greip hana snöggur óiti. Hún vafði hann að sér hágrátandi og gat enga stjórn á sér haft. Samt lét hún ferðina ekki undir höfuð leggjast. En þeg- ar hún hafði skamma hríð verið á heimili vinkonu sinnar i Genf, barst henni símskeyti. Maður iienn ar var sjúkur og bað hana að koma heim. - Hún hraðaði sér sem hún mátti til Englands. í lestinni milli Lundúna og Manchester bar dag- blað fyrir augu hennar, og hún sá breiðan. svartan sorgarramma á forsíðu. Sá. sem látinn var, var maður hennar. Henni féll svo ketill í eld, að hún sagði af sér öllum trúnaðar- störfum. Hún ætlaði að snúa sér að verzlun, en þá gerðist bað ó- vænt, að borgaryfirvöldin, sem hún hafði barizt harðast við, buðu henni að veita forstöðu manntals- skrifstofu eins hverfisins. í þessu sta-nfi kynntist hún enn einni hlið mannlifsins. Hún kynnt- ist örvæntingarfullum mæðrum, sem eiginmennirnir höfðu hlaupið frá, og umkomulausum stúlkum, sem eignazt höfðu börn, hinar yngstu ekká nema þrettán ára gamlar. Af drykkjumannaheimil- um í öreigahverfunum komu meira að segja til hennar stúikur, T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.