Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1968, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1968, Blaðsíða 3
yfffiim mAyT' FW>V* Þeir, sem fara aS skjálfa við minnsta gust, ættu að hugsa tii rjúpunnar. Hún á sér heimkynni ailt norSur á SvalbarSa og NorSur-Crænlandi og kann bezt viS sig hátt til fjalla. „Hvít meS loSnar tær”, sagSi Jónas og latneskt heiti hennar er einmitt dregiS af fiSruðum fótum hennar. Margt rjúpna er vetrarlangt uppi til fjalla, þar tem af blæs í veSrum. Á köldum vetrarnóttum gerir hún sér bæli i fönn- ina. Þegar seytján stiga frost er á bersvæSi, er þaS ekki nema 8,4 tuttugu og þrjá sentimetra niSri í skafli og 1,6 stig á hálfs metra dýpl. Klærnar eru rjúpunni mjög nauS- synlegar. En vetrarklærnar felllr hún síSla vors. Jafnvel hornlagiS á nefinu er endurnýjað. Rjúpan gerir sér hreiSur á bersvæSi, verpir mörgum eggjum og móSirin kennir ungunum aS afla sér nauðsyn- legar fæðu. Karrarnir leita hátt upp til fjalla, þegar þeirra er ekki lengur brýn þörf viS heimilisannirnar. Þeim finnst frjálst í fjallasal. ASur fyrr voru rjúpur snaraðar hér á landi, og hefur það sjálfsagt tíSkazt frá upphafi byggSar. Snörur eru jafn- vel enn egndar fyrir rjúpur á NorSur- löndum. Þar sem þetta er enn gert, er kvfst. um stungiS niður í fönnina, svo að þeir myndi eins konar gerði, en snaran egnd, þar sem líklegt er, aS rjúpan troði sér \ gegn. Rjúpan skiptir um lit þrisvar á ári. Varpbúningurinn er dökkmógrár, síSsumarsbúningurinn gráfdkróttur, en vetrarbúningurinn náiega al- hvítur. T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 699

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.