Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1968, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1968, Blaðsíða 18
drægni og ósvífni hins danska valds, þá voru st'undum í þjónustu þess íslenzkir dánumenn, sem bættu gráu ofan á svart. Sveinn vill ráða til sín ráðskonu. Sveinn Sveinsson uppihélt sér í Suðursveit frá 1801, „og bar það -fyrir, að stiftamtmaður Ólafur Step- hanson hefði leyft sér að vera í sýslunni, þar hann vildi.“ Hann setti bú að Breiðabólstað og fiutti þangað konu sína og reit- ur. Ekki hefur það verið umsvifa- mikill búskapur, en þó fleytings hokur. Við vetrarbyrjun 1805 sneri Sveinn sér bréflega til biskups, hvar í hann rakti fyrst sakaferil sinn. „-----Síðan hefi ég borið mig að hafa fyrir þessum 2 börnum svo ei á sveit færu. En er nú orðinn mjög vanfær þar til, bæði vegna ellivanburða sem og báginda með bústýru, þar ég missti í sumar konu mína, hver þó að háöldruð væri orðin, var þó dálítið allt til næstliðið ár, mér til styrkingar uppá umsjón. En nú síðan hennar missti við, hefi ég ei utan eina kerling uppgefna, en fæ hér ekki vinnukonu, allra sízt þá, er ég kunni að taka fyrir bústýru. Því innflý' ég nú til yðar há- æruverðugheita hvort ei viljið vera mér svo náðugir og leyfa, að ég nú taki þá umgetnu barnsmóður mína til að hafa fyrir börnum sín- um ásamt mér, hjá mér, þar slíkt vildi verða mér til stórrar hægðar og styrktar að framfæra böm okk- ar. Ég bið auðmjúklega að fyrirgef- ið mér þessa mína dirfsku, sem og að við fyrstu hentugleika vilduð gefa mér náðugt svar uppá þessa mína fyrirspurn.-----“ Geir biskup góða leizt ekki á blikuna, þegar hann leit bréf skaft- fellska bóndans, — og svar hans var ekki neitt sérstaklega náðugt: „Til svars uppá bréf yðar til min af 7da nóvember f.á. þénar: að það alls ekki stendur í mínu valdi að gefa leyfi til að þér framvegis megið búa við þá kvenpersónu — með hvörri þér áður hafið tvö (1!) börn alið í iiórdóini. — Einnig er ég viss um, að það verðslega yfirvald muni, eður alla- reiðu gjört hafi þá ráðstöfun, að þér og áminnst kvenjersóna verði aðskilin á þann hátt, sem lögin fyrirsegja. Lambastöðúm," þann 26ta jan. 1806. Geir Vídalín.“ Ekki sat þó þar við. Biskup sendi afrit, bæði af um- sókn Sveins og svarbréfi sínu, til setts sýslumanns Bergs Benedikts- sonar í Árnanesi. Fylgdi .þessum plöggúm hógvær viðvörun: „------Þetta hvörutveggja álít ég skyldu mína að meðdeila yður að svo miklu leyti, sem sökin kann að vera yðar embætti viðkom andi.“ — GEIR VÍDALÍN — biskupinn góði og hoidugi. Bergi lögsagnara brá ónotalega, þegar hann las bréfið frá herra Geir Vídalín. — Þarna var mál, er hann sem settur sýslumaður, lét sig litlu skipia í tvö ár. Þar sem málið hafði tekið nýja stefnu, þótt honum nú tryggara að hefjast í sessi. Um viðbrögð sín sagði hann síð- ar á þessa leið: „------Strax sem ég meðtekið hafði biskupsbréfið, heimti ég af Sveini passa hans frá tukthúsinu og undireins fyrirbauð honum sókn- arsamveru með Rannveigu. Veik hann þá í þriðju sókn, eður Hof- fellskirkjusókn, með barni sínu öðru, sem svo var komið að aldri og atgörvi að framar var til léttis en þyngsla. — En yngra barnið var hjá móðurinni, væntanlega með framfærslustyrk frá föðurnum, sem hönum var ekki um megn að tilleggja, þar bæði átti hann jarðar- part góðan og aðra fémuni: og sveitarstyrk vissi ég ei til það þæði.------“ Það var vorið 1806, sem Sveinn Sveinson sló sér niður í Krossbæ í Nesjum. Rannve'ig fer til Sveins. Vorið 1808 tók Sveinn sig upp frá Krossbæ og settist aftur að á Breiðabólstað. Hann var ekki að fara í neina einsetu, en hafði tek- ið til sinna ráða, skeytti engu um bönn geistlegra eða veraldlegra valdamanna. — Rannveig Jóns- dóttir fluttist til hans, og báðir syn- ir þeirra fylgdu þeim. Bergur lögsagnari átti í ströngu stríði. Þegar hann frétti af tiltæki Sveins, þeysti hann suður í Suður- sveit og hafði tal af hjúunum. Bað og hótaði. Fyrirbauð Sveini sýsluvist. Stiftamtmaður hefði á sínum tíma veitt honum sýsluvistina með því móti, „að hann ærlega og uppá anstandugan máta sér í sýslunni uppihéldi.“ Nú væri það ekki leng- ur, þar sem hann hefði endumýj- að samveru með Rannveigu, hverri með hann hefði áður forbrotið sitt líf. Sveinn þráaðist við og vildi ekki játa það, að hann væri að brjóta af sér í neinu. Stóð lengi í þrefi. Þetta bréf sendi Sveinn til stift- amtmanns: ,Pro memoria! Hér með vildi ég allra undir- dánugast hafa fyrirstillt hans há- velborinhedtum, hvörsu ég þykist stórkostlega aflagaborinn, þar sem mér hefur verið so nýlega bæði skriflega og munnlega fyrirboðin sveitar- og sýsluvera hér af sama stáðar lögsagnara hr. Bergi Bene- diktssyni, og fundið sér til orðsaka mín undanfarin barnsbrot, sem þó eru annars eftir guðs ok yfirvald- anna vitund bætt og afplánuð fyr- ir kónglega náð, — að tillægju því ég hefi tvívegis að undanförnu hlot ið að betala sýsluvist mína með 2 ríkisdölum í hvort sinn eftir mína yfirskoðáða formegan. Hvað af ráða má, að ég er með þessa harðýðgi, heilsuslæmur á sex tugsaldri, gjörður ómaklegur gerða og laga, hvers vegna ég hefi einsk- is hælis að leita nema hjá guði alleina. Þess vegna innfellur mín auðmjúk og undirdánugust bæn og fyrirspurn, hvört ég megi ekki eður eigi hér eftir sem fyrr be- 714 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.