Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1968, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1968, Blaðsíða 16
Sveíftn fer í tukthúsið. Með konungsbréfi frá 10. janúar 1800 var Sveinn Sveinsson náðað- ur frá líflátshegningu gegn því, að hann yrði settur í fangahús í sex mánuði. Virðast mætti að þarna verði málslok óeðlileg. — Kristján Vig- fússon hafði dæmt fangann til líf- láts, og lögþingið staðfesti dóm hans. Kristján lögsagnari dæmdi eftir gömlum lögum sem ennþá voru í gildi, þó að bókstafleg merking þeirra væri á undanhaldi fyrir mannúðlegri stefnu í réttarfari Hinn nýi andi laganna var á valdi konungs, sem auðsýna vildi þegn um sínum föðurlega náð. Þess naut ráðsmaðurinn frá Felli. Það var svo hinn 15. dag októ- bermánaðar, að Sveinn Sveinsson gekk inn í hið íslenzka tukthús á Arnarhóli í Reykjavík. Þegar manntal var tekið 1. febrúar 1801, stendur skráð í Kálfa fellsstaðarsókn, að Sveinn sé vinnu- maður á Kálfafelli. Það er villandi, því að þá sat hann 1 „arrest“ \ betrunarhúsinu og losnáði ekki þaðan fyrr en 16. apríl. Og þar með hafði hann tekið út tildæmda sex mánaða hegningu. Eitt af því fyrsta, sem Sveinn gerði, þegar hann gat um frjálst höfuð strokið, var að bregða sér út í Viðey og tala máli sínu við stiftamtmann. Hreppsnefnd Borgarhafnar- hrepps hafði sent þangað með honum haustið áður svo'hljóðandi bréf: „Þar konunglegri hátign allra náðugast þóknaðist að frígefa Svein SÍÐARI HLUTI * Sveinsson ticá. tildæmdu dauða- straffi og í þess stað ákvarða hon- um 6 mánaða erfiði í því íslenzka tukfchúsi,að hvörju útstöðnu hann frí er fýrir víðari álögum, so vilj- um vér hann hingað í sveit aftur hverfi vegna þeirra ómaga sem hönum, í þessari sömu, eru áhang- andi. Annað hvört sjálfur að veita þeim forstöðu, eður aðstoða þar til að so miklu leyti, sem hann getur, með því að þéna í vinnumanns- stétt hjá einhverjum af þessarar sveitar búum, er vinnufólks skort hafa. Og þess vegna ei líklegt þeir geti utan stórra báginda og missis af sinni formegan á sig bætt ómög- unum. Skálafelli, d. 29. sept. 1800. Páll Arnason. Jón Vigfússon. Ásgrímur HaIlson.“ Stiftamtmaðurinn gaf út eftirfar- andi passa: „Svend Svendsen af Öster- Skaptefelds syssel, som í fölge kongelig allernaadigste Reskript til mig af 10. jan. f.a., har í 6 maaneder arbeidet í det íslandske tugthuus, lösgiven der fra og bör derfor ubehindret ernære sig ind- en bemeldte syssel paa ærlig og andstændig maade. Vidöe, den 20da apríl 1801. O. Stephensen. Endurheimt búslóð og sakfaUa- fé. Eftirfarandi bréf barst til Kristj- áns Vigfússonar f sama mund og Typtunarhúslð é Arnarhóli — enginn fanganna hafSi nokkru slnni fyrr dvaliit I svo veglegu tflotl. 712 T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.