Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1968, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1968, Blaðsíða 11
— Þeir 'þurfa meiri mat, Doddi minn, því að þeir eru svo stórir, alveg eins og ég þarf meira að borða en þú, sem ert aðeins sex ára gamall. — Já, pabbi, ég veit það, hélt drengurinn áfram, en hefur ekki guð skapað alla fugla, stóra og litla, og þykir honum ekki jafn- vænt um þá alla? — Jú, Doddi minn, svaraði pabbi hans. Það hefur hann gert, alveg eins og okkur mennina. Suma menn hefur hann gert hvíta, aðra dökka, en enn aðra gula eða rauða. — Pabbi, hélt drengurinn á- fram. — Finnst ekki litlu, dökku fuglunum leiðinlegt að vera svona litlir og ljótir og láta stóru fugl- ana rífa allt frá sér? — Doddi minn, sagði faðir hans, það hefur enginn sagt litlu fuglunum, að þeir séu ljótari en þeir stóru, og sjálfum finnst þeim þeir fallegastir allra fugla — það máttu vita. Enginn . ræður sínum litarlhætti né vexti, og slíkt breyt- ir engu í augum guðs og góðra manna. Öllum hefur verið gefinn sami réttur til lífsins, stórum sem smáuni, barnið mitt, og litlu fugl- arnir fá líka nóg að borða, því að þeir eru nægjusamari og grípa minnstu molana, sem stóru, rás- ■gjörnu svönunum sést yfir. — Pabbi minn, sagði drengur- inn. Þegar ég verð stór, þá ætla ég að eiga brauðbúð, og þá ætla ég að gefa litlu, dökku fuglunum svo mikið brauð, að þéir verði aldrei svangir. Hvítu fuglarnir mega líka fá af brauðinu mínu, en bara eins og þeir þurfa og ekki meira. Fá hvítu mennirnir nokkuð meira, pabbi minn, en hinir menn- irnir, sem eru öðruvísi litir? — Jú, barnið mitt, það fá þeir. Þeir hafa víða komið sér betur fyr- ir en dökku, gulu og rauðu menn- irnir og reyna sums staðar að ráða yfir þeim. — Þá eru þeir frekir eins og hvítu fuglarnir, pabbi, eða er það ekki? Hvaða rétt hafa þeir til að ráða yfir hinum? — Þeir hafa engan rétt til þess, barnið mitt. En sumir taka sér rétt, sem þeir eiga ekki. Það er gömul saga, sem þú ert of ungur til að skilja. En þeir dagar koma fyrr en varir, að ofbeldi og fordómar víkja fyrir auknum skilningi og breyttum hugsunarhætti þjóða og einstaklinga. En nú er pessi bjarti sumardagur tekinn að halla höfði og því ættum við að halda heim, barnið mitt. — Jú, pabbi minn, svaraði drengurinn, það skulum við gera. Brauðið er líka búið, og mamma fe'r að bíða eftir okkur. Eða er það ekki? — Jú, vinur, svaraði faðir hans, og hönd í hönd leiddust þeir suð- ur Lækjargötu, þar sem ys og þys borgarlífsins tók við af kyrrðinni á óskastað reykvískra tv^>-na. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 707

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.