Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1968, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1968, Blaðsíða 13
Úr SvarfaSardal. Ljósmynd: Páll Jónsson. gaffalinn í höndum mér, þar sem ég stóð álútur við verk mitt, hefði ég ekki staðið af mér reiðarslagið, enda var mitt fyrsta verk að koma fyrir mig gaflinum til að verjast falli. Síðan reyndi ég að svipast um eftir vinnufélögum mínum, hversu þeim reiddi af, en þá beind- ist athygli mín að sundskálanum. ég sá enn í huganum, hvernig hann endastakkst eins og skip á úthafsbylgjum, enda gekk jörðin í stórum öldum, líkt og hafsjóar væru. Ekki vil ég fullyrða neitt um, hve lengi kippurinn stóð. En hann var nógu langur til þess, að við unnum víst lítið meira þann dag- inn. Fyrsta verk okkar eftir að mesta felmtrið, sem á okkur kom, var um garð gengið, var að athuga, hvernig skálabyggingin væri út- leikin. Fórum við inn í skálann, með hálfum huga þó, því að von gat verið á fleiri ógnum, og skál- inn þá fallið yfir ok'kur. Okkur til mestu furðu var engar skemmdir að sjá á byggingunni, utan ein sprunga eftir endilangri stétt með fram laugarþrónnd. Hefur það ef- laust bjargað skálanum, að hann var steyptur í hólf og gólf, eins og kassi tilsleginn, og gat því ekki liða<st neitt, enda var hann vel járnbentur. Var nú sem þungu fargi væri af okkur létt, að ekki skyldi verr fara. En sú dýrð átti sér skamman aldur. Innan skamms fóru að berast fregnir til okkar úr nágrenninu, sem sögðu aðra sögu. Er litið var yfir sveitina, hvíldi þykkur rykmökkur yfir öllu. Á næsta bæ við okkur var gamall öskuhaugur í hlaðvarpa. Það þyrl- aðist askan og rykið upp og var sem veggur til að sjá. Annars stað- ar var minna ryk, einkum þar sem gróið land var. Frá fjöllunum heyrðust dynkir og drunur af grjótflugi og öðru jarðraski. Einnig þar var mikinn rykmökk að sjá. Víða rifnaði jörðin, og opnuðust sums staðar djúpar sprungur, nokkurra þumlunga breiðar. Ann- ars staðar varð nokkurt jarðsig, allt að hálfum metra, þar sem ég sá það mest. í klettagili nokkru miðsveitis féll fylla mikil af stand- bergi niður. Áratugum saman var vitað, að þar höfðu hrafnar verpt. Þaðan heyrðist til bæja firna há- reysti, grjótkast og hrafnagarg mikið. Ég hef nú í stórum dráttum get- ið um, hvað fyrir augu og eyru bar eftir fynsta kippinn. En margir fleiri smákippir komu á eftir, sem voru hreinir smámunir hjá þeim fyrsta, en hefðu í annan tima þó verið taldir verulegir að styrk- leika. Sífelldar jarðhræringar allt sum arið og lengur ollu viðvarandi ótta hjá fólki, auk þess sem fjárhag* legt tjón mun hafa orðið á eig* um fólks, einkum húsum, sem stólt- ust fyrstu raun, en gáfu síg meira og meira í síendurteknum hræring um. Kom þetta greinilega fram, er leið á sumarið. Síðari hluta dags 2. júní fóru að berast fregnir af skemmdum á einstökum stöðum. Fyrstu fréttirn ar, sem við fengum, voru frá Dal- vík. Við urðum höggdofa, er okk- ur var sagt, að nokkur hús væru hrunin, fjöldamörg mjög illa far- in og enn önnur minna skemmd. Síðar kom þó í ljós, að flest þeirra, er í upphafi voru talin lítið eða ekkert gölluð, voru meira eða minna skemmd. Hinar þrálátu jarðhræringar um sumarið, sem fyrr er um getið, hafa eflaust átt sinn þátt í því. Fólk flúði heimili sdn strax fyrsta daginn. Á þriðja eða fjórða degi þorði það naumast inn í hús- in, sem uppi stóðu. Enginn gat vitað, nema nsijar ógndr kynnu að T I M 1 N N — 8UNNUDAGSBLAÐ 709

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.