Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1968, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1968, Blaðsíða 10
unni speglast sá andi, sem ríkti, þegar hún varð til Samtíð Hall- gríms hefur fundið það, sem seinni tíminn hefur reynt að dylja, að því aðeins gat Hallgrímur ort Passíusálmana eins og þeir eru, að hann hafði frá konu sinni feng- ið að kynnast höfuðinntaki íslams- trúar, og gat sameinað það sinni kristnu trúarskoðun. Og þess vegna gat hann einnig ort sálm- inn sígilda: „Allt eins og blómstrið eina . . þar sem forlagatrú Múhameðs speglast svo til í hverri ljóðlínu, en allt þó svo innilega samofið trúartilfinningu hins kristna manns. í Saurbæ er margt, sem minn- •'ií á Hallgrím, að sagt er. Við tún- garð er uppspretta sú, sem Hall- grímslind er kölluð. Þar á Háll- grímur að hafa laugað sig. Nokk- urn spöl norðaustur frá Saurbæ er steinn — þangað er sagt að Hallgrímur hafi farið á hverjum morgni og gert bæn sína. í kirkju- garðinum í Saurbæ er legsteinn Hallgríms. í Saurbæ var lítil, snotur timb- urkirkja. Sú kirkja hefur sennilega þurft endurbóta við, en hinum há- kristnu nútímamönnum fannst kirkja sú ekki hæfa minn- ingu sálmaskáldsins í Saurbæ og ákváðu þÝí að byggja stóra kirkju úr steini til minningar um hann. Gamla kirkjan var flutt suður í Kjós og sett niður í Vindáshlíð við sumardvalarheimili K.F.U.K., og ekki verður séð annað en hún sómi sér þar vel. En Hallgrímskirkjan í Saurbæ trónar þar í allri sinni stærð og setur svip á staðinn. Það vantar sízt að nútíminn hafi reist Hallgrími minnismerki. En þó finnst mér á vanta, að hinu kristna umburðarlyndd Hallgríms hafi verið reistur minnisvarði, því að allt, sem gert hefur verið, geng- ur þar í öfuga átt. En nóg um það. Einnig hefur minnisvarða- höfundum sézt yfir að Hallgrímur átti konu, og sú kona á annað betra skilið af Hallgrímsdýrkend- um en nafnið, sem henni er oftast valið, Tyrkja-Gudda. Og þó verður það nafn ekki að skammaryrði á Guðríði Símonardóttur. Hennar per- sóna er meiri en svo, að uppnefni sak| hana. Guðríði Símonardóttur hefur ekki verið reist minnismerki af mannahöndum. En þó hefur hún kannski hlotið merkari minn- isvarða en Hallgrímskirkjurnar í Saurbæ og á Skólavörðuholti. í hæðinni fyrir ofan Saurbæ er klettanípa. Þjóðsagan hefur gefið nipunni nafnið Prjónastrákur. Þarna segir sagan, að Guðríður hafi setið með prjóna sína á með- an Hallgrímur þjónaði í Saurbæj- arkirkju. í Prjónastrák hefur þjóð- sagan reist þessari iðjusömu konu minnisvarða. Við skulum nú yfirgefa Saurbæ- inn og halda áfram ferð okkar. Hér rétt fyrir innan er félagsheim- ilið Hlaðir. Það hús stendur skammt frá bænasteini Hallgríms. Og nú liggur leið okkar yfir Skroppugil, bæjarlækinn á Fer- stiklu. Og þar með lýkur ferðalagi okkar. 70£ INGOLFUR JONSSON: Hvítir fuglar og svartir — Pabbi, sagði litli drengurinn við föður sinn, þar sem þeir sátu á bakka tjarnarinnar, þessa frið- sæla griðastaðar Reykvíkinga, með hálftóman brauðpoka milli sín, en mest af innihaldi hans var komið á lognkyrrt vatnsborð vængjaðra tjarnarbúa. — Pabbi, endurtók drengurinn, óþolinmóður. Hvers vegna eru sumir fuglarnir stórir og hvítir, en aðrir litlir og dökkir? — Doddi minn, svaraði faðir hans, — þessir stóru, hvítu fuglar t heita svanir, og þeim er eins eðli- legt að vera stórir og hvítir, eins og hinum fuglunum er það eðli- legt að vera litlir og dökkir. — En pabbi, stóru hvítu svanirn ir ryðja litlu dökku fuglunum frá og borða mestallt brauðið okkar. T Í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.