Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1968, Qupperneq 5

Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1968, Qupperneq 5
illinn Azael er ekki heldur neitt hversdagslegt eplakinnabarn, því að á honum eru sjö slönguhöfu'ð, fjórtán andlit og tólf vængir. Be- hemót er oftast í líki fíls með bjarndýrshramma, en getur þó brugðið sér í gervi hvals, vatna- hests eða krókódíls. Svonefndír Merkaba-englar eru löngum einir á ferð og oftast ríðandi eins og Sigurður frá Brún. _ Járngrímur var algengt nafn jötna á landi hér á meðan það kyn lifði og dafnaði, og höfum við hug- boð um, að slikir fjalibúar hafi verið ærið miklir vexti. En sem dvergar hafa þeir verið í saman- burði við suma engla. Til dæmis sá Móses engill, sem var svo hár, að venjulegur maður hefði þurft fimm hundruð ár til þess að klifra upp á höfuðið á honum. Metatrón var engu siðri, jafnhár og heimur- inn er breiður, og hafa þó sumir fullyrt, að Ápíl væri íturvaxnastur allra engla. Jafnan munu okkur hafa kom- ið englar svo fyrir sjónir, sem ekki ípyngdu þeim þær byrðar, sem kynferðið leggur annarri skepnu á herðar. Við getum varla ímyndað okkur þá öðru vísi en kynlausa og áhyggjulausa sakleys- ingja. En einnig þar hefur okkur yfirsézt. Meðal engla er frúin Lilít, og mun ekki sízt koma á óvart, að hún var fyrri kona Adarns. Hingað til hafa langflestir lifað í þeirri staðföstu trú, að Eva hafi verið fyrsta konan. En nú eru sem sagt fundin þau fræði, sem hnekkja þessu. Þau eigum við að þakka rabbíanum Elíezer, miklum lærdómsmanni af kyni Gyðinga: Englapíkur hafa verið undanfari venjulegra kvenna, likt og Neand- erdalsmenn voru á stjái á undan liökulengri mönnum. Þetta er fjölskyldufrétt, sem hlýtur að vekja athygli. Lengi hefur verið orð á því gert, hve Eva var brostfeldug, og hefur margri konunni kippt í kynið um það. En það var Lilít líka. Því hefur einmitt verið haldið fram, að Kain, ótætið, sem myrti Abel, sér samlitan bróður, að ætla má, hafi raunar verið sonur hennar. Loks herma aðrar heimildir, að hún hafi tekið sér annan mann, er Adam skildi við hana og hallaði sér að Evu. Hefur það einnig verið eins konar engill, og hét Sammael. Sá brá sér í höggormslíki í Eden. Þeir hinir sömu og þetta segja, herma, að Kain hafi verið sonur Evu eins og almennt hefur verið talið, en faðirinn hafi verið eng- inn annar en Sammael. Þau Eva hafa þá fleira brallað en spjalla um aldinin á trjánum. Af englafræðunum er ljóst, að séúhæfing hefur verið mikil með- al þessa kynþáttar, bæði á himni og jörðu. Við sjáum að vísu brydda á því í ritningunni, að þjóðir sumar áttu sér verndarengil. Þannig vit- um við, að verndarengill Persa- ríkis stóð á Daníel spámanni í tuttugu og einn dag, en þá kom Míkael erkiengill, „einn af fremstu verndarenglunum“, til liðs við spá- manninn. Þessir verndarenglar ein- stakra þjóða voru sjötíu alls. En það var engli mjög háskalegt h’lut- verk: Sextíu og níu þeirra unnu sér til dómsáfeilis á himnum, likt og verndarengill Persa, og var sök þeirra allra sú, að þeir drógu um of taum þeirra þjóða, sem þeir áttu að vernda. Þess konar vernd- arar þóttu ekki trúir og dyggir, og hendir þvílík óhæfa ekki vernd- arana á okkar dögum. Aðeins einn verndarengill kunni fótum sínum forráð í þessu hlutverki. Það var Míkael, verndarengiH Gyðinga. En þar kom kannski tii, að hann mátti leyfa sér það, er hinum var forboðið, þar eð hann var verndar- engill þeirrar þjóðar, sem guð hafði eina útvalið, áður en „guðs eigin pjóð“, kom til sögu í Norð- ur-Amerfku og langt til útrýmdi þar, jafnt Indíánum sem buflum. En miklu fleiri en verndarengl- arnir sjötíu áttu sérstökum hlut- verkum að gegna. Anael hafði með höndum eins konar hjúskaparmiðl- un, og var mönnum ráðlegt að leita fulltingis hans, ef þá fýsti að ná ástum stúlkna. Aftur á móti er þess hvergi getið, að hann hafi skeytt um tilmæli kvenna, sem þráðu ástir manns. Makidíel var þó það fremri, að hann lét mönn- um í té konur, sem gæddar voru umbeðnum1 eiginleikum, og mátti jafnvel fara þess á flot við hann, að hann skilaði þeim í réttum að- ila í hendur á tilteknum stað og tíma. Þegar menn höfðu svo varp- að akkerum í feginshöfninni, með eða án aðstoðar þessara ástarengla, var næst leitað til Sekína, sem vakti yfir heillavænlegum samför- um þeirra, er voru í löglegu hjóna- bandi. Loks kom svo til skjalanna hinn myrki næturengill, Laíla, sem hafði hönd í bagga um getnacínn. En þeim til reiðu, er eigi þræddu þessa gifturíku stigu, voru fjórir englar, að vísu af ómerkara tagi, er litu til með portkonum og skækjum, að einnig þær legðu rækt við sína lágu iðju. Því að hvernig gátu hersveitir rétt- látra þjóða lagt undir sig heim- inn, ef dætur þeirra, sem undir okið voru iagðar, gengu á snið við herbúðirnar og vildu ekki þjóna .sigurvegurunum? Þegar Laíla hin myrka hafði lok-. ið hlutverki sínu, komu aðrir engl- ar til sögunnar, þó vonandi ekki ’ Kasdaye, hrapaður engill, sem læddist um og kenndi fólki ráð og aðferðir til þess að verða af með < fóstur. Aftur á móti var ekkerf á móti því að leita athvarfs hjá Sandalfóni, sem hlutaðist til um kynferði barnanna. Gott var líka að njóta tilstyrks Armísaels, sem fór engilshöndum sínum um kvið , þungaðra kvenna og létti þeim barnsburðinn. Með réttri notkun' réttra verndargripa mátti raunar. kalla til sjötíu engla til þess að vaka yfir konu, sem lagðist á gó'lf. Þegar börnin voru í heiminn kom- in, tók Temelúk við varðstöðunni,. nema um væri að ræða hórbörn eða börn, fædd fyrir tímann, er aðrir englar og sérhæfðari önnuð-' ust. Af þessu má ráða, að það er ekki nein nýjung, að heilsugæzlu og önnur þvílík forsjá greinist í margar sérfræðigreinar: Það skipu- lag höfðu englarnir tileinkað sér' löngu fyrir daga hinna sérlærðu Iækna og heilsufræðinga. Á mörgum öðrum sviðum var viðiíka verkaskipting meðal engla. ’ Sérstakir englar höfðu varðstjórn hvern mánuð, og þeir höfðu undir sér flokksstjóra, sem höfðu tilsjón ákveðna vikudaga, og loks.. voru svo óbreyttir englar, sem önn- ■ uðust hver sína klukkustund. Allf, sem kvikt var í sjónum, hafði engla sér til halds og trausts, aðr- ir vöktu yfir húsdýrum og búfén- aði og fjórir englar studdu villi- dýrin, auk sérstakra engla, sem 'gættu fuglanna. Það var hreint ekki að ófyrir- synju, að karlinn vestfirzki las séra Birni Halldórssyni í Sauðlauks- dal svolátgpdi bæn, er hann hús- vitjaði í fyrsta skipti í prestakall- inu: „Engillinn mætti mér á miðri braut. Hafði hann horn í vanga og stangaði mig sem naut. Vakti vörð- ur guðs vel yfir mér.“ Og Herdís’ kerling f Grímsey, sem dó háöldr- T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 725

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.