Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1968, Side 8

Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1968, Side 8
Klömbruhnaus og vegglagsmenn t þúsund ár voru þeir menn í miklum metum, er góðir voru hleðslumenn. Svo var á dögum Ketilg þryms, er hinn mikli garð- lagsmaður, Ásbjörn vegghamar, var austan lands — „svo mikill meistari á garðlag, að þeir garðar standa enn á Austfjörðum, er hann hefur reista“, segir í Fljótsdæla- sögu. Alia stund síðan voru góðir hleðslumenn jafnnytsamir þjóðfé- laginu, þar til íslendingar tóku að nota annað byggingarefni en torf og grjót. Nú fækkar þeim eðlilega, sem kunna að hlaða veggi með gamla laginu, svo að vel sé. En hér og þar um landið sjást handverk gömiu mannanna, sem lögðu hnaus við hnaus og stein við stein af þeirri gerhygli og vandvirkni, að ekki varð betur gert. Eitt þeirra vandamála, sem við var strítt, þegar veggir voru hlaðn- ir úr hnaus, var rúmtaksrýrnun torfsins. Það seig saman og rýrn- aði með tímanum og lárétt sam- skeyti þéttust, en hin lóðréttu opn uðust, svo að vatn fékk greiðan gang í veggina. En einhvern tíma hafa hugvitsmenn fundið snjallt og einfait ráð við þessum vanda: Þeir gerðu snið öll á hnausunum skáíhöll, svo að þungi veggjarins fergði öll samskeyti jafnt saman. Á Norðurlandi öllu, allt austur Leiðrétting Upphaf Passíusálma. í greinum Þorvalds Steinason- ar um byggðirnar norðan Hval- fjarðar er rangt farið með upphaf Passíusálma Hallgríms Pétursson ar. Rétt er það þannig: Upp, upp mín sál og aHt mitt geð, ' upp, upp mitt hjarta og rómur með, . hugur og tunga hjálpi til, herrans pánu ég minnast vit. í Þingeyjarsýslu, voru klömbru- veggir mjög algengir, og má til dæmis sjá slíka veggjagerð í Glaumbæ í Skagafirði. Þar eru hinir elztu veggir gerðir úr streng, sem kallaður var, en hinir yngri eru hlaðnir úr klömbruhnaus. Oft voru klömbruhnausar. stungnir meitillaga. Nefndist þykki endinn hnakki og horfði út í veggnum, en þunni endinn eða fleygurinn tá. Hnausamir voru lagðir í vegg- inn með þeim halla, að samskeyt- in þrýstust vel saman við sig, en þó ekki svo miklum, að þeir legð- ust flatir. Voru lögin látin hallast sitt til hvorrar htiðar til skiptis, svo að veggurinn sigi ekki til einn- ar áttar, og milli laga var haft þverskorið torf til þess að binda vegginn sem tryggilegast saman. Klömbruveggir af þessari gerð gátu orðið fimagamlir, að minnsta kosti á Norðurlandi, þar sem úr- koma er minni en sunnan lands. Þeir sigu talsvert með aldrinum. Halii hnausanna jókst, en rifur mynduðust ekki á njilli þeirra, ef nógu kunáttusamlega hafði verið htaðið í öndverðu. Urðu þeir að lokum grjótharðir í rakalausum húsum, og gat verið næsta torvelt að rjúfa þá, ef til þess átti að taka, nema nota íshögg eða sög við pað verk. Þess vegna brann fólk líka oft inni í gömlu baðstofunum, ef eldur kom upp í eldhúsi og læsti sig um framhýsin, svo að ekki varð komizt út um göngin. Gluggarnir voru tlðum svo litlir, að full orðið fólk gat ekki skriðið út um þá, og veggirnir voru svo þykkir og harðir, að þá var ekki unnt að rjúfa nema hafa til þess verkfæri og nægan tírna. Hins eru dæmi, að fólki væri bjargað úr nauðunr í húsum inni með því að saga torf- veggi Nú er svo kornið, að viðburður má heita, ef maður hleður vegg úr öðru en þá steyptum steinum. Veggiagsmenn eru ekki lengur neinum manni keppikefli. Og skul- um við láta útrætt um þá að sinni, enda síðan full. Veggur hlaðinn úr mislægum klftmbruhnaus. 728 lÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.