Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1968, Page 9

Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1968, Page 9
Stundum er i skáldsögum skrifað um lítil hús, sem öllum er hleypt inn og gefið svo gott mofa- kaffi, að allar áhyggjur gleymast, og eru slfk hús að vonum ævinlega fuli af gestum. Húsráðendur gætu eins vel og ekki verið hjón í hárri elli af þeirri manntegund, sem hættir að sjá nema það góða og fallega í lífinu, þegar aldurinn hækkar. Maður hristir auðvitað höfuðið og hugsar: Það, sem þessum skáldum dettur í hug. En einn góðan veðurdag kemur maður inn f dálitla stofu — og þar sitja gömíu hjónin. j Ef við ökum Suðurgötuna í Reykjavík og beygjum út í Hjarð- arhagann verða á vinstri hönd nokkur lítil hús í röð, sem hljóta að eiga sér annan stað, aðra stund og annan veruleika en háu, ný- tízkulegu húsin í kring. Þetta eru gamaldags timburhús, bárujárnsklædd með lágu þaki, for- stofuskúr, útigeymslum og trériml- „um kringum garðinn. Þar sem við förum inn eru tvær pínulitlar stofur, rétt pláss til að nokkrar manneskju-r -geti drukkið saman kaffi. En fjölskyldumyndi-r uppi um alla veggi horfa með vel- þóknun á gesti og heimafólk. Eftir fyrsta bollann eru háhýsin i kring orðin svo fjarlæg sem þau væru í Ástralíu, og hvað prófessora bústaðina handan Suðurgötunna-r snertir, þá erum við á háholti-nu og getum þess vegna sem bezt litið niður á þá. Og pað er hlýtt, ekki spöruð kyndingin. Húsfreyjan seg- ir hlæjandi, að hún sé að venja fólk við, ef það skyldi lenda í verri staðnum. Hún heitir Fanney og er nýlega áttræð, hann heiti-r Ólafu-r og er áttatíu og sex. Ólafur er stuttur til hnésin-s, en ljómandi laglegur, með mikið bjart andlit og silfurhvítt hár. Hann á orðið erfitt með gang, en sú var tíð, að hann var mikill heið- arfugl og ekki lengi að hlaupa yf- ir Tvídægru. Við ætluðum einmitt að spyrja hann um ferðalög á yngri árum, en fyrst er að láta sér líða vel í þessu elskulega umhverfi. Það eru auðvitað gestir að koma og fara. Áttræð jafnáldra úr næsta húsi vindur sér inn, smellir remb- ingskossi á kinn Ólafi og hljóðar upp yfir siig: „Fan-ney, sástu hvað ég gerði!“ Svo sezt hún niður og fer að segja mér hvað þau hjónin séu góð- ir nágrannar. En Fanney segir að það sé alveg öfugt, hún sé- sjálf bezta granna, sem nokkur gæti óskað sér. Ólafur rennir greiðunni -gegn- u-m fannhvítt hárið. Han-n er alls ekki laus við að vera tilhaldssamur og eins vill hann hafa konuna sína fína. Við hátíðlegri tækifæri skal hún vera á peysufötum. „Einu sinni fór ég til föstum-essu í Neskirkju á kjól, og mér fannst allan tímann eins og ég væri á hrein-gemingasloppnum,“ segir hún, og við verðum öll sammála um, að konur ættu að nota þjóð- búniniginn meira því hann ljær öllu-m konum hefðarsvip. En það voru ferðirnar hans Ólafs. Hann vandist snemm-a við volkið, því foreldrar hans skildu, meðan han-n var enn ungur, og hann ólst upp „hér og þar.“ Innan við fermingu var hann á Ós-i í Skilmannahreppi við Afcra- nes og hafði þann starfa á hendi að rek-a féð upp úr fjörunni áður en flæddi að. „Ég þurfti að fara út á öllum tímum, eins þó dimmt væri. Fyrs-t var ég fjarskalega myrkfælinn, en það vandist svo rækil-ega af mér, að síðar á ævinni fann ég aldrei til myrkfælni. Ég hafði góðan hund, sem hjálpaði mér mikið. Kolsvart- ur var hann og gríðarstór, og mik- i'll vinur min-n, aumingja kvikind- ið“ Þegar Ólafur var orðinn svo sem fimtán- ára lét faðir hans han-n koma til sín norður í Miðfjörð, þar sem hann var farinn að búa og kom honum á gott heimili, Litlu- T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 729

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.