Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1968, Qupperneq 10
Þetta er Óíafur.
Tungu, hjá heiðurshjónum, sem
hétu Guðmundur og Hólmfríður.
Nokkrum misserum síðar réðst
hann vinnumaður til Hjartar Lín-
dals og Pálíriu Jónsdóttur á Efra-
Núpi í Miðfirði. Efra-Núpsheimilið
var allstórt, Hjörtur var hrepp-
stjóri og sýslunefndarmaður og
Ólafur var þar viðloðandi í tólf ár.
„Fyrstu átta árin var ég vinnu-
maður og gat með því önglað sam-
an fyrir lausamennskubréfi. Mig
minnir, að lausamennsbuleyfið
hafi kostað fimmtán krónur og
sjálft bréfið tvær að auki. Og þá
var ég orðinn frjáls maður!
Nei, ég á bréfið ekki lengur. Það
brann í bókakofforti með bænum
hans pabba á Hvammstanga.
Það var eftirsjá að þeim bæ.
Hann var vinalegur, ekki stór, tvö
stafgólf og eldhús. Mesfu undur,
hvað var hægt að tuskíisft í þess-
um þröngu húsakynnum, Þetta var
utarlega, kauptúnið aðeins í hvarfi
og einn dag þegar pabbi hafði far-
ið út á Hvammstanga, komst neisti
úr reykháfnum í þekjuna og
kveikti í henni.
Stjúpa mín varð um seinan elds-
ins vör, og ekkert bjargaðist-nema
einhver rúmföt. í koffortinu
brunnu Ferðabók Þorvaldar Thor-
oddsen og sextán rímnaflokkar.
Fleira og fleira.
Og Ólafur segist einu sinni hafa
grafið sig í fönn á Hrútafjarðar-
hálsi og kveðið Svoldarrímur til
að halda sér vakandi.
„Ég var að koma vestan af Borð-
eyri' með fjörutíu potta olíubrúsa
um nótt, þegar á skall sótsvarta
hríð og sá ekki út úr augunum.
Ég var orðinn þreyttur og ákvað
að bíða birtu, gróf smáholu í
snjóinn og settist par niður, en
hafði staíinn minn í handarkrikan-
um og lét hann standa upp, svo
hægt yrði að finna mig, ef ég dræp
ist.
Það snjóaði fljótlega yfir mig.
Ég var blautur í fæturna, svo ég
reyndi að hafa þá á sífelldri hreyf
ingu og tautaði rímnaslitur fyrir
rnunni mér til að sofna ekki:
. . . brostinn er með nauðum nú
Noregur þér úr hendi. ..
Ólafur Tryggvason og Einar
þambarskelfir héldu á mér hita,
eftir þrjá fjóra tíma fór morgun-
birtuna að leggja niður snjóinn til
mín. Það er merkilegt hvernig
ljósið smýgur í gegn, ég gæti bezt
trúað, að um hádag væri lesbjart
undir fönn.
Ég kraflaði mig gegnum snjó-
þekjuna, sem á mig hafði lagzt um
nóttina, og var enn hríð og all-
mikið frost. Varð mér fljótt hroll-
kalt, en komst heim heill á húfi.“
Svo segist Ólafur eiga mörg spor
in á Tvídægru, ýmist að sækja fé
og fleira suður í Hvítársíðu eða
haldið áfram og gengið út á Akra-
nes eða austur í Þingvallasveit.
„Mikið breiðabæli, Tvídægra,
maður lifandi" segir hann. „Og
undir færðinni komið hvernig
gekk. Einu sinni var ég ekki mik-
ið meira en sex klukkutíma suður
yfir. Þá var allt á hjarni og norð-
an stormur í bakið, sem létti mik-
ið undir. Annað sinn var ég sex-
tán tíma norður yfir, færðin var
svo slæm. Þá kom ég úr Reykja-
vík, stuttu fyrir jól Tók bát til
Akraness og gekk síðan á tveimur
dögum upp að Þorvaldsstöðum,
fremsta bæ í Hvítársíðu. Klukkan
að ganga sjö um morgun lagði ég
á heiðina. Dimmt var í lofti og
lausasnjór mikill.
Þegar ég kem norður á svokáll;
aðar Lambavörðuhæðir byrgist allt
af þoku og lognmuggukafaldi.
Færðin afleit og langur vegur fram
undan. Sjálfsagt skynsamlegast að
snúa við. En ég hélt áfram og
hugsaði um það eitt að halda réttri
stefnu. Engan hafði ég áttavitann,
en úrið mitt kom að góðu gagni.
Ég hafði nefnilega sett mér á-
kveðin kennileiti, mest hóla,
og vissi hvað ég var vanur að
vera lengi milli þeirra. Væri ég
ekki á réttum hól á réttum tíma,
hlaut eitthvað að hafa farið úrskeið-
is. Nú var færðin svo vond, að ég
varð að ætla mér ríflegan tíma,
en þama fór ég á Lambatungur
og norður á Skjaldarhæð og á
Valdimarshól, án þess að lenda í
villu. Svo ætla ég á Böðvarshaug,
og geng unz mér finnst, að sam-
730
1ÍH1NN - SUNNUDAGSBLAÐ