Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1968, Qupperneq 16

Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1968, Qupperneq 16
stöðu og skipsuppsátur. Að sjálf- sögðu hafa þessi ítök verið notuð á báða bóga á ýmsum tímum, eftir því sem efni stóðu til. En þótt eyjan sé ekki stór, mátti heyja þar árlega 2—3 kýrfóður, enda er hún kapprækuð fjörusteinanna á milli af fugladriti og sjávarlöðri. Og ekki var svikizt um að dreifa búfjáráburðinum ofan á hitt góð- gætið, og mylja hann ofan í svörð- inn á hverju vori. Bústofninn var því venjulega 2 kýr, 1 nautkálfur og 10—15 kindur. Kindurnar gengu venjulega úti vetrarlangt, og voru jafn feitar að vori sem hausti. Brimið sá þeim daglega fyr ir nýjum og lifandi fjörugróðri, og oftast var einhver grassnöp á eyjunni. Og talsverð hlunnindi voru að nytjafuglum, s.s. kríu og æðarfugli hvert sumar, og dálítil kópaveiði var við sker ekki all- fjarri. Var æðarfuglinn furðu spak ur. Varp þétt í gluggatóftum og á húsaþökum — jafnvel inni í bæjargöngunum, ef dyrnar stóðu opnar næturlangt. Æðarbliki, sem átti konu sína á hreiðri í gluggatóft baðstofunn- ar, hafði það fyrir vana árum sam- an, að vekja heimilisfólkið um sex leytið á morgnana, með því að berja nefbroddinum nokkrum sinn um í rúðuna og linnti ekki látum fyrr en út var komið. Þá stóð hann upp og hneigði sig hæversk- lega fyrir þeim, sem út kom, með einu miklu ú-hú. Síðan settist hann aftur við hreiðurbarm konu sinn- ar og bærði ekki á sér allan dag- inn, hvað sem gekk á kringum bæ inn. Ekki skeytti hann neitt helgi- haldi hvíldardagsins, og barði fólk- ið upp jafnt á sunnudögum sem mánudögum. Varð hann af því miðlungi vel þokkaður hjá sumu heimilisfólkinu, en enginn efaðist u,m vitsmuni hans og góða mein- ingu. Var því beðið eftir komu hans á hverju vori með nokkurri eftirvæntingu. Fleiri fuglar. voru spakir í Höskuldsey. Jafnvel skarfurinn, sjófugla styggastur, átti það til að bregða sér upp á rárnar við hjallana til að seðja hungur sitt, hlýtur þó að vera stuttur róður hjá honum frá klöppunum í Höskuldsey. En hvað sem öllum klækjum og smábrell- um þeirra félaga leið, þekktist það ekki í Höskuldsey, meðan sögu- maður minn þekkti þar tii, að kasta steini að fugli. Fjöldi örnefna er í HöskuMsey, eins og öðrum eyjum, sem lengi hefur verið búið í, og þétt setnar á köflum. Heita má, að eyjan sé eitt örnefnasafn, þó að hér verði fá þulin auk þeirra, sem þegar eru nefnd. Sagnir eru tengdar við þau flest. Sandur og Stöð heita lendingar- staðir á Höskuldsey sunnanverðri, þó að sjaldan sé lent þar og illt að bjarga bátum þar frá sjó. Sands ins er getið hér að framan. Skammt fyrir austan Stöðina, heitir Hundsgjá. Nafnið á henni er þannig til komið, að einu sinni sem oftar komu Dalamenn til róðra í Höskuldsey og höfðu með sér hund, sem þó var ekki venja þeirra. En sú skepna var ekki rétt vel séð af þeim gömlu Höskulds- eyingum. Töldu þeir, aað hundur- inn fældi bæði fisk og fugl frá eyjunni og vildu ekkert með hann hafa. Þeir tóku því hundgreyið, stútuðu honum og urðuðu hann í gjánni. Fara ekki sögur af hon- um síðan. Beinum hans mun nú löngu skolað á sjó út. Litlu aust- ar, þar sem eyjan er eina hæst, er önnur gjá eða skvompa inn í klappirnar. Heitir hún Grátíkur- hellir. Þar voru aðalheimkynni eyj ardraugsins, er hét Grátík og var í hundslíki, eins og nafnið bendir til. Og hún var enginn auli frem- ur en flestar aðrar tíkur. Fyrir hvert stórviðri af norðri, er hún vissi, að sjór mundi ganga upp í helli sinn, yfirgaf hún hann og Iagði af stað út á eyjarenda. Þar átti hún annað skjól, sem heitir Fuglsæla, og mikið af fugli safn- ast saman, þegar norðangarðar geisa á vetrum, og bjó þar méðan norðangarðurinn gekk yfir. En jafnskjótt og lægði, lagði hún af stað austur yfir ey ' aftur og hélt sig þar löngum. Skyggnir sem ó- skyggnir sáu þessa skepnu. Ver- menn höfðu hana fyrir veðurvita. Þegar þeir sáu til ferða hennar vestur yfir ey, þótt í góðu veðri væri; var vissara fyrir þá að sækja á austurmiðin frá eyjunni, svo áð leiði væri í land, ef skyndilega hvesti af norðri. Og í vesturátt var sótt, ef hún sást hraða sér aust ur yfir ey. En annars var hún ekki eins glögg á vesturáttina. Að þessu leyti gegndi hún þjónustu veður- fræðinga nútímans á sínu sviði. En síðustu áratugina kvað hún ekki hafa sézt, enda þarf hún ekki að gegna veðurþjónustu lengur. Og öldungis óvíst, að Hlynur veð- urstofustjóri gerði neitt með veð- urskeyti frá henni, þótt hann fengi þau. Líka eru nú að mestu lagðir niður róðrar frá Höskuldsey, og þar verður aldrei verstöð framar. Ég hélt, þegar ég heyrði þessa sögu, að Grátík væri Dalahundur- inn afturgenginn, en svo er ekfci. Grátík kvað vera miklu elcLri í eyj- unni, og veit enginn um upphaf hennar né endalok. Spottakorn norðan við Grátíkur helli, gegnt Elliðaey, er aðalhellir eyjarinnar, og heitir aðeins Hell- irinn. — Þar lét Eggert 'sand- inn á land í upphafi þessarar ferð- ar. — Þar er stundum lent, þeg- ar stungið er við stafni í Hösfculds- ey, annars ekki. — Úr þeim helli fellur aldrei sjór til fulls, svo eng- inn veit, hve langur hann er. Sum- ir segja, að þarna sé ekki um helli að ræða, heldur göng eða sprungu gegnum grunn eyjarinnar, og sé vestara op þeirra alltaf undir söltum sjó. Ekki veit ég það, en eins gæti það verið. Og ekki má undan falla að geta þess, að þau álög hvíla á Höskulds- ey, að þar mega aldrei vera sam- tímis 20 hjón, Ef svo ber til, sekk- ur eyjan. — Eina vertíð fyrir mörgum árum voru búsett þar 19 hjón. Þau 20. langaði til að kom- ast þangað til að fá sér í soðið, þvi vel fiskaðist. Þau lögðu af stað og voru komin að lendingunni, en þá fór eyjan að ganga í bylgjum og 9íga, einkum að vestanverðu. Þar hét áður á einum stað Magáll, en nú Magálslaut. Eyjaskeggjar vissu, hvað var á seyði og varð ekki um sel. Og til að bjarga því, sem bjargað varð, gripu þeir til þess eina ráðs, sem tiltækt var, vörðu hjónunum landtöku, en köst uðu nokkrum fiskum út í bátinn til þeirra. Sneru þau þá frá til sama lands og eyjan hætti ölluim hreyfingum. Hefur við svo búið set ið síðan. — En Magálslaut og smá- fellingar um þvera eyjuna eru enn til vitnis um þennan atburð. Vitinn í Höskuldsey var byggð- ur árið 1926. Stendur hann aust- arlega á eyjunni, þar sem hún er einna hæst. Heirir þar Blönduhóil. Frá vitanum og heim að gamla bæjarstæðinu er slétt flöt, sem heitir Blanda. Þar var glímuvöll- ur vermanna, þvi sjálfsagt pótti að glíma í Höskuldsey eins og öðrum verstöðvum, þegar ekki gaf á sjó. — Mikið orð fór af glímunni í öll- 736 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÓ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.