Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1968, Side 19
laginu þessa myndarlegu útgáfu
og óska þess, að því mætti auðn-
ast að halda áfram sem nú er af
stað farið jafnframt, sem það
þyrfti að gefa út að nýju allar
hinar fyrrprentuðu bækur, sem
nálega hvergi eru til, vegna þess-
arar einstæðu tætingsútgáfu.
Það er ekki vert að minnast á
heildarsvip sögunnar, sem bækurn
ar geyma, og er hann' þó náttúr-
lega það, sem öllu máli skiptir.
Og þótt manni blöskri stundum
það, sem þetta alþingi hefur að
gera og er að gera, þá er ekki
víst, að eigi megi finna hliðstæð-
ur þess í síðari tíma alþingisbók-
um. Og sannarlega sýna alþingis-
bækurnar gömlu það, að íslending
ar verjast herútboðum af íslandi
fyrir Danakóng, en 1949 var geng-
ið í herbandalag við stríðsþjóðir,
en ekkert í það stríð að leggja
nema föðurlandið sjálft. Þá hefði
alþingi verið betra að vera fátækt
í andanum, eins og þingið 1714 og
mörg önnur, því að láta land feðra
sinna undir hervöll og barna sinna
undir eyðileggingu, er saga, sem
segja mætti, að hefði betur ekki
-gerzt.
En það er þingið 1714, sem ég
ætla að minnast á, og þó í litlu
einu. Það þing þarf, eins og önn-
ur slík, að láta sig það skipta, að
vinnukona úr Axarfirði hefur
strokið, eins og það er kallað, frá
vistráðningu, alla Ieið austur í
Múlasýslu, en þó er ekki sagt
hvert. Húsbóndanum þykir þetta
hart og biður - sýslumanninn að
rétta hlut sinn á alþingi. Og nú
gerist það, sem er þýðingarmest
í sögu. Þessir menn, líklega séf
óafvitandi, gera heimild um þessa
konu, en það er heimildarleysið,
sem sögurannsóknirnar kveljast af.
Það er þó ekki fyrir það, að þeir
séu hástemmdir í andanum, að
þeir gera þessa heimild. Það er
þvert á móti. Og þótt þeir vilji
eiginlega flest eigi fagurt segja, þá
á þó íslenzkt mál enn svo mikið
vald á heila þessara manna, að
það, sem þeir segja, verður óvart
í ætt við það, sem maður hefur
áður lesið í fornbókmenntum ís-
lendinga.
Það má segja, að alþingi hefur
ævingu í því að semja þessar
mannlýsingar, því að sl'ík mál
hafa fylgt því lengi, og þau skildu
lítt við það meðan það hékk uppi.
Nær fimmtíu árum síðar kemur
lýsing Höllu í alþingisbókinni, og
hefur þá alþingi farið það aftur,
að nú er heimildargildið lakara,
því að ekki er hirt um að greina
frá því, hvers dóttir sú útileghfrú
er, sem verið er að lýsa og var
það slæmur galli á lýsingu á fatt-
vaxinni konu. En oftast er það
þannig, að þrátt fyrir heimildirnar _
um þessa menn, sem þannig kom-
ast inn í bækur alþingis, veit mað-
ur næsta lítið um allan þorra
þeirra, og má í flestum dæmum
ætla það, að hér hafi skollið á
þetta fólk sá örlagabylur, að síðan
sé þess Htt að minnast í frásögu.
En það er ekki þannig með
strokustúlkuna úr Axarfirði. Hún
skdlar sínu á vettvang sögunnar
sem mikil merkiskona og frábær
ættmóðir. En alltaf er vanþekking
in söm við sig, því að hefði stór-
skáldið, niðji hennar, Einar H.
Kvaran, þekkt sögu hennar, vær-
um við sennilega einni bókmennta
periu rikari en nú erum við.
En það er á alþingi 23. júlí
1714. ‘Það er komið að þinglausn-
um. Alþingi búið að sitja síðan
8. júlí og afgreiða í einhverri
mynd þrjátíu og þrjú mál. Það er
tekið fyrir þrítugasta og fjórða
málið og hljóðar þannig:
„Auðkenni Snjófríðar Magnús
„dóttur, sem eftir framsögu bú-
„anda í Axarfirði, framfærðri á
„manntalsþingi á Ærlæk þann
„14. maij næst afliðinn, er úr
„vist fyrir sinn rétta skildaga
„(og vistráðin þetta ár, hvar
„fyrir hún hafði upp á höndina
„tekið 90 aln). í forboði hrepp-
„stjórans burt hlaupin úr téðri
„sýslu austur í Múlasýslu að
„heyrist, eru eftir fylgjandi.
„Kvenmaður í hærra lagi á vöxt,
„þykkvaxin, réttvaxin, þykkleit,
„bólugrafin, blóðmikil í andliti,
„létteygð, í tali fröm, dristug og
„forsug, munnstór með þykkar
„varir, örorð, útskeif í gangi og
„karlmannleg í framgöngu.
„Óskar nú sýslumaðurinn í Norð
„ursýslu, Benedikt Þorsteinsson,
„að kongl. majst. sýslumenn i
„Múlasýslu eður annars staðar,
„þar sem nefnd Snjófríður kann
„að staðnæmast, vildu henni til-
„halda til Norðursýslu og Axar-
„fjarðar aftur að víkja og svara
„þar til þess, sem upp á hana
„þar kært verður.“
Ekki skal hún sleppa við kær-
una, strokukonan, ef hún kemur
aftur í Axarfjörð, og hefði hún
þangað farið, hefði hún náttúriega
verið kærð fyrir stuld, og þá hefði
ekki verið meira að segja af Snjó
fríði, og hvort skyldi þá vera get-
ið í sögunni um nokkurn Einar
H. Kvaran, Hermann í Firði og
Svein á Hákonarstöðum, fyrir ut-
an allt hitt fólkið, margt þjóðkunn
ugt, sem af henni er komið? En
Snjófríður kom aldrei síðan í Ax-
arfjörð. Þessi karlmannlega kona
gengur yfir Hólssand, Möðrudals-
fjöll, Jökuldalsheiði, Fljótsdals-
heiði og Hallormsstaðarháls og
staðnæmist í Skriðdal. Þar er
henni ekki í kot vísað, þótt þetta sé
hrjáð sveit eftir harðindi og bólu.
Þarna á hún frændgarð og kann-
ski uppruna, og hún er það heppn
ari á sinni strokureisu en marg-
ir aðrir, að geta rakið frænda og
tengdamannagar'ði á leiðinni yfir
hina lengstu fjallvegi. Þeir geta
samþykkt hvað sem þeim sýnist
á alþingi — Skriðdalurinn vernd-
ar sina Snjófríði, og eftir tvö ár
er hún gift kona í Skriðdal, og
1717 fæðir hún Ólöfu, dóttur sína,
er varð móðir Hermanns í Firði
og Jóns, föður Eyjólfs, föður Guð-
laugar, móður Einars H. Kvaran.
Fjöldinn allur af ættartölum get-
ur hennar, og þess má minnast, að
í skrafi mínu við Sigstein frænda
minn Sigurbergsson í Sunnudags-
blaði Tímans nú í vor, er hennar
getið sem ættmóður í þeirri miklu
ætt, sem þar bar á góma. En þótt
Snjófríður sé þannig mikil ætt-
móðir, þá hefur ættfræðin eigi
með öllu farið rétt með uppruna
hennar, tvennum sögum farið um
Magnús þann, sem talinn er faðir
hennar, og móðir hennar með öllu
rangnefnd, sem þó er ekki skað-
legra en það, að með vissu er séra
Gunnlaugur í Möðrudal, dáinn
1647, Sölvason, langafi hennar.
Snjófríðar Magnúsdóttur getur
fyrst í manntalinu 1703. Þá er hún
á Gilsbakka í Axarfirði, og hér
þarf enginn að rekast í vafa um
liana, því að hún á enga alnöfnu
í manntalinu á nálægum slóðum.
Hún er þá átján ára að aldri, og
þarna dvelst hún hjá Jóni Mark-
ússyni og Sólrúnu Sigurðardóttur.
Sá galli er á manntalinu í Þing-
eyjarsýslu, að aldrei eru taldar
sifjar manna, ekki getið um, hvort
persónur séu hjón né hverjir eru
foreldrar barna. Að öðru leyti
fer manntalið sömu götu og í öðr-
um sýslum, og má þá gera ráð fyr-
ir, að búendur á bæ séu hjón og
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ
739