Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1968, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1968, Blaðsíða 20
börnin þeirra börn, enda vísar fað erni barns oft örugglega á það. Þess getur ekki, að Jón Markús- son og Sólrún Sigurðardóttir séu hjón, en það mun þó vera, og held ur eigi, að Snjófríður sé dóttir Sólrúnar, en það mun þó örugg- lega vera. Sólrún er þrjátíu og átta ára að aldri, svo að ung að ár- um hefur hún verið, er hún gift- ist. í ættartölubók Jóns á Skjöldólfs stöðum, er dó 1684, Gunnlaugs- sonar, prests í Möðrudal, Sölva- sonar, getur pess, að Sesselja, dótt- ir séra Gunnlaugs og systir Jóns, hafi átt Sigurð Jónsson, er vel og lengi bjó i Hólsseli á Fjalli. Dóttir þessara hjóna er Sólrún, og hún lætur heita Snjófríði eftir lang- ömmu sinni, Snjófríði Þorláksdótt ur, móður Gunnlaugs prests Sölva sonar. Snjófriður lætur svo heita Ólöfu eftir langömmu sinni, Ólöfu Jónsdóttur, konu^ séra Gunnlaugs Sölvasonar. Var Ólafarnafnið nafn Ólafar Magnúsdóttur, konu séra Ólafs skálds á Sauðanesi, Guð- mundssonar. Þetta vísar rétta leið, þótt í ættartölunum hafi það orð- ið, að móðir Snjófríðar sé talin Ingibjörg Sölvadóttir, bónda í Hjarðarhaga, Gunnlaugssonar, prests í Möðrudal, en hún er auð- sjáanlega tengdamóðir Snjófriðar. en ekki móðir. Börn Sigurðar og Sesselju í Hóls seli hafa verið mörg, en ætt- fræði Norður-Þingeyinga er illa könnuð, og veldur það miklu, hversu hinn snjalli fræðimaður, Jó hann Kristjánsson frá Leirhöfn, dó ungur. í manntalinu 1703 má greina nokkur börn Sigurðar, auk Sólrúnar, er þá dveljast í Norður- Þingeyjarsýslu, og sonur þeirra var Sveinn, er fluttist austur í Fljótsdalshérað og er dáinn 1703. Hann var faðir Sigurðar tuggu á Hauksstöðum á Jökuldal, mikils ættföður, því að synir Sigurðar voru Árni á Bustarfelli, Jón í Möðrudal og Þórður í Merki á Jökuldal. Sölvi Sigurðsson býr á Austara-Landi þrjátíu ára, Gúð- laug Sigurðardóttir er húsfreyja í Skógum, örugglega dóttir Sigurðar, því að Guðlaug Ólafsdóttir frá Sauðanesi var móðir Ólafar, konu séra Gunnlaugs. Þarna í Skógum er þá Sigurður Jónsson, eflaust faðir húsfreyju, 70 ára að aldri. Þar er kominn Sigur'ður í Hólsseli, er fyrr gat. Guðrún er 37 ára og önn- ur börn Sigurðar, sem maður hygg ur systkini, eru yngri, svo að Sól- rún hefur verið elzt af börnum Sigurðar og ekki út í bláinn nefnd. Sólrún hét dóttir séra Sigurðar á Refstað, Ólafssonar prests á Sauða nesi, er fyrr gat. Hún átti Jón Jóns son. Gæti það verið sá Jón, sem talinn er meðal barna séra Jóns á Hofi, Ögmundssonar, dáinn 1638, og eigi er vitað neitt um. Þau áttu son, sem Ólafur hét, og sýni- lega er það sá Ólafur, sem er á Hafursá 1703, 67 ára gamall. Sýn- ist mér þá líkur til þess, að Sig- urður í Hólsseli hafi verið það líka, og hafi ungur farið í fóstur til frænda sinna í Axarfirði eða frænku sinnar, Ólafar í Möðrudal, og átt síðan Sesselju, dóttur henn- ar. Trúlega eru þau skyld, Sigurð- ur og Sesselja, eins og flest hjón á þessum tíma. Sonur Sigurðar hefur verið tal- inn Jón, faðir Fjallabræðra, er svo nefndust, sjá Ættir Austfirðinga, bls. 795. Jón Sigurðsson heitir ell- efu ára drengur, ómagi í Keldu- neshreppi, en þótt hann sé kall- aður ómagi og í niðursetu í mann- talinu, gat hann verið þar meðal frænda. í manntalinu 1703 er tæp- ast um annan Jón Sigurðsson að ræða sem föður Fjallabræðra, er fóru að fæðast um og eftir Í720. í Kelduneskoti er Þorlákur Hall- dórsson járnsmiður og Sólrún Ólafsdóttir bústýra. Einn af Fjalla- bræðrum hét Þorlákur. Enginn Fjallabræðra ber nafn úr séra Gunnlaugs ætt. Sonur Sigurðar í Hólsseli, Jónssonar, hefur og ver- ið talinn Oddur á Grímsstöðum 1712. Hiann er í Hólsseli 1703 sextán ára, en þá býr í Hólsseli Sigurður Sigurðsson, 63 ára að aldri er ekki sýnist eiga skylt við þetta fólk. Sigurður Sigurðsson hefur sýnilega verið tvíkvæntur, og ef Oddur er sonur hans, gat móðir hans verið af ætt séra Gunnlaugs eða Jóns í Hafrafellstungu, Þór- arinssonar, föður Ólafar, konu séra Gunnlaugs. Oddur var faðir Sigurð ar á Ljósavatni, föður Ljósavatns- systkina, og settu þær systur hon- um snjöll eftirmæli: .Fjalla kauða foringinn, fantur nauðagrófur, er nú dauður afi minn Oddur sauða þjófur. Ekki er ólíklegt að þær Ljósa- vatnssystur eigi kyn að rekja bæði til séra Ólafs á Sauðanesi og séra Stefáns í Vallanesi, skálds, Ólafs- sonar. Magnús faðir Snjófríðar kemur þá næst við sögu. Það hefur kom- izt inn í ættartölur, að það sé Magnús í Geitdal, Snjólfsson prests í Ási, Bjarnasonar. Séra Snjólfur fékk Ás 1606 og dó gamall 1649. Það er víst, að þeir eru miðaldra menn um miðja öldina, Bjarni og Þórður Snjólfsynir, og ólíklegt, að Magnús hafi verið þeim mun yngri en þeir, að hann sé að geta börn um 1685. Magnúsar getur 1675. Þá vill Brynjóifur biskup (líklega dauður!) kaupa af honum Geitdal, sjá Ættir Austfirðinga, bls. 519. Það er sennilega fyrir það, að þá er Magnús kominn af fótum fram. Þó er ekki loku fyrir það skotið, að Magnús hefði verið allmiklu yngstur barna séra Snjólfs, en samt getur hans 1649. Hann gat gengið að eiga Sólrúnu um sjö- tugs aldur, en þá er hún um tví- tugt (að vísu ekki að marka að fullu manntalsaldur), en heldur er þetta ótrúlegt, þó heimildin að þessu sé reyndar frá 1821 (vitlaus í sumu). En það gat verið til Magn- ús, sonur Magnúsar í Geitdal, og hann hafi átt Sólrúnu. En allt er þetta getgátur, og segir Espólín, að Magnús, faðir Snjófríðar, hafi verið af ætt séra Hávarðs á Desj- armýri, Sigurðssonar, og' hefði hann þá helzt orðið að vera bróður sonur eða systursonur hans og kominn sunnan úr Kjós. Um þetta þýðir ekki að bollaleggja, en lík- urnar styrkjast nú að því, að hún hafi verið ættuð frá Geitdal. Það er fyrir vinnuhjúaskildaga, sem á þessum tima og þessum slóð um er 3. maí. Þá virðist sem ,hún hafi verið ráðin til næsta árs og meðtekið kaup fyrirfram, ásamt því sem henni hefur verið greitt fyrir farandi ár. Það eru níutíu álnir, hálf fimmta ær að verðlagi þeirra tíma. Móðir hennar er þá eflaust dáin, og hún gat hafa haft gildar ástæður til að hlynna ekki að stjúpa sínum .í apríllok leggur hún af stað með níutíu álnir í pokanum — átján ríkisdali, ef hún hefur haft álnirnar í silfri. Hún leggur á Hólssand, og þó líklega frekar upp frá Hafrafellstungu og upp heiði. Þessi karlmann- lega stúlka vílar lítt fyrir sér leið ina. Hún þekkir nokkuð til á fyr- ihhugaðri leið. Hinn „nauðagrófi fantur“, Oddur Sigurðsson, ætt- faðir margra góðra manna, býr 740 T 1 M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.