Tíminn Sunnudagsblað - 07.12.1969, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 07.12.1969, Blaðsíða 10
úr sveitinni, þó að bagalegast væri að missa hann vegna lækning- anna. . . Lárus var að mörgu leyti yfirburðarmaður“. Ég kynntist litillega frú Mar- gréti Lárusdúttur, konu Guðmund- ar læknis á Stórólfshvoli, sómu- leiðis lítiisháttar Ólafi lækni, bróð- ur hennar, eftir að hann fluttist til Vestmannaeyja. En séra Jakobi mest eftir heimkomuna frá Vestur- heimi og þegar hann .gerðist bóndi í Holti, ásamt Guðbrandi Magnús- syni, kollega mínum, enda gegndi ég eins konar konsúlsstörfum fyr- ir þá meðan þeir bjuggu í Holti. Árið 1916 bauð séra Jakob mér til viku dvalar austur að Holti. Alla þá viku, meðan ég dvaldist þar, rigndi svo óskaplega, að Holtsá braut varnargarðinn fyrir ofan túnið og flutti aur og leðju yfir stóra spildu af túninu. Nokkru eftir að Lárus kom til Reykjavíkur ætlaði þáverandi land læknir, sem þá var Guðmundur heitinn Björnson, að ta-ka lækn- ingaieyfið af Lárusi. Þá skarst kvenskörungurinn Þorbjörg Sveins- dóttir í málið og krafðist þess af bróðursyni sínum, Einari Bene- diktssyni, að hann verði Lárus frænda sinn. Honum tókst það svo vel, að Lárus fékk að halda lækningium áfram. Lárus var sæmdur dannebrogs- orðu skömmu eftir aldamót, i heið- ursskyni fyrir friábærlega vel heppnuð lækningastörf. Af samhýlismönnum mínum þau átta ár, sem ég bjó á Spítalastig 6, í útbyggingunni, eru mér enn minnisstæðir prentararnir Guð- brandiur Magnússon og Jón Sigur- jónsson á neðri hæðinni, og síðar Helgi Ingvarsson læknir. En á efri hæðinni bjuggu með mér Ei- ríkur Sigurðsson frá Hjartarstöð- um, Jón Sigmundsson bílstjóri og EgilþJónsson læknir frá Egilsstöð- um. í heimsófcnir til okkar komu iðulega Vilmundur Jónsson, síðar landlæknir, Helgi Jónasson lækn- ir, frændi Helga Ingvarssonar, Jafcob „skalli“, Halldór Stefansson . rithöfundur, Hans Eide heildsali, Jón Þorvarðarson í Verðandi, Þor- valdur Guðjónsson úr Vestmanna- eyjum, A'lbert Eymundsson, tafl- fcóngur Gríimseyinga. Ennfrem'ur allmargir Borgfirðingar (úr Borg- arfirði eystra), sem einkom fcomu til mín, í fylgd með Sigurgeiri heitnum bróður minum, auk feeimafólfcs úr aðal'húsinu. Að lokum tek ég hér orðrétt úr Dulrúnum Hermanns Jónassonar frá Þingeyrum kaflann um „Með- ulin hennar Katrínar“, þar sem Lárus Pálsson segir sjálfur frá ár- ið 1914: „Árið 1870 var ég um tima aust- ur á KálíafeLLsstað hjá séra Þor- steini Einarssyni frænda mínum og vini. í þá daga hafði ég rnikið að starfa um Skaftafells- og Múla- sýslur, sökum þess hve fátt var um lækna. Ég pantaði meðul mín með verzlunarskipi til Papóss. Meðal annars fébk ég læstan kassa með sykurkornum. Eru það litlar hvCtasykurskúlur, sem meðulin eru þynnt í. Þann 9. ágúst var ég heima á staðnum. Ónot og leiðindi voru í mér. Var það þó eigi venjulegt, því að þarna leið mér mjög vel. Mér virtist ég mætti til með að leggja mig fyrir. Enda gerði ég það og sofnaði þegar. Fólkið var við heyskap á teig út frá bænum. Þegar ég vaknaði, gekk ég til þess og fór að slá. Nokfcru siðar fór ég heim og ætlaði eitthvað að starfa við lyfjafcassa minn. Stóð hann á stofuborðinu, en lykilinn hafði ég bundinn við mig. í kassanum voru 65 tegundir af meðulum. Þegar ég lauk kassanum upp, sá ég að búið var að taka til 7 bréf með meðul- um. Litu þau svipað út og hita- skammtabréf í lyfjabúðum. Á öll- um bréfunum stóð: Katrín, og aufc þess til skiptis eftirfylgjandi staf- ir: a. b. c. d. e. f. g. Ég varð áfcaf- lega undrandi yfir þessu, og sýndi því presti. Enga Katrínu þekkti hann í allri sýslunni nema alls eina konu, sem var vel braust. Ég fór svo aftur út á teiginn til að slá. Um kl. 3 e.h. kom prestur til mín og sagði, að kominn væri maður langt að austan og með honum vanheil stúlka, sem óskaði eftir mér heim. Ég gekfc þá heim og inn í stofu, því að þar voru þau fyrir. Spurði ég-þá gestinn að heiti. Sagði hann til sín. „En hvað heit- ir stúlfcan?“ spurði ég. ',',Katrín,“ svaraði hann. „Nú, jæja! Heitir hún Katrín“, sagði ég eins og við sjálfan mig. Ég sikoðaði þá stúlkuna og sá, að það var vatnsýki, sem að henni gefck. í holinu neðan við þindina var mifcið af vatni. Ég varð forviða á þessum fcymja atburði, að ég skyldi vera einis og seiddur í svefn. Tafca svo til meðulin í svefninum, og skrifa Katrín á skammtana. Og nú var einhver Katrín komin veik til mín. Ég gat því eigi annað en lagt trúnað á þetta, og eigi sízt ■sökum þess, að dularfull fyrir- brigði höfðu stundum áður orðið mér að liði. Réð ég því af að láta stúlkuna hafa tilteknu meðulin. Áleit að þau myndu ekki geta skað að hana. Skrifaöi ég því á skammt- ana, að hún sky-ldi tafca 7 sykur- korn 7 sinnum á dag, sinn daginn úr hverju bréfi, í 7 daga, eftir stafa röðinni a—g, unz meðulin væru búin. Þegar Katrín hafði lokið með- ulunum, var hún albata, og hefir verið hin hraustasta síðan. En aldrei hefi ég getað rennt neinum grun að því, hvaða meðul þetta voru, því að sykurkornin voru ó- þekkjanleg í sundur. Bæði á nafn- inu og stöfunum þekkti ég hönd mína. En þetta hafði ég skrifað, eða verið látinn skrifa, með öllu óafvitandi. Engir vissu um þenna atburð nema við séra Þorsteinn, og bað ég hann að halda honum leyndum. Svo liðu um 35 ár. Þá var ég þrisvar sinnum boðinn á fund Til- raunafélagsins í Reykjavík. Voru þar staddir margir merkismenn. Var það sannfæring mín og þeirra, að engar blekkingar gætu farið þar fram. Á einum af þessum fund um heyrðist rödd, er sagði: „Við erum hér þrír, sem viljum finna lækninn“. „Hvorn“, spyr Björn fyrrv. ráðherra Jónsson: því að Þorsteinn læknir Jónsson frá Vest- mannaeyjum var þar einnig stadd- ur. Þá svarar röddin: „Hann Lár- us“. „Já! Ég er hér“, varð mér að orði. Þá segir röddin: „Við erum þrír, sem oft erum með þér. Oftast er það þó ég, og ég var með þér, þegar þú tófcst til meðulin handa henni Katrínu forðum“. Ofanritaða sögu hef ég borið undir menn, sem voru staddir á nefndum fundi, og kannast þeir við hana.“ Nú eru aðeins á lífi af börnum Lárusar og Guðrúnar: Sr. Sigurð- ur, fv. prestur og prófastur, og Guðrún, kona Helga Ingvarssonar læknis. Þeirn þakka ég sérsta'klega góð kynni fyrr og síðar, nú um skeið. Heimildir: Úr æviágripi Lárus- ar Pálssonar, í handriti, Sunn- anfari, Dulrúnir Hermanns Jón- assonar frá Þingeyrum, og Þætt- ir af Suðurnesjum. 994 TlMlNN — SUNNUDAGSBLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.