Tíminn Sunnudagsblað - 07.12.1969, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 07.12.1969, Blaðsíða 20
Patrek*f jörSur. HELGI S. EINARSSON: Þegar við snerum aft- ur með saltfurminn Mig langar til að bregða upp oíurlítilli mynd af erfiðleikum þeim, er menn áttu við að etja á árabátatímunum. Þegar vindar og straumar voru hagstæSir og unnt var að nota seglin. gekk allt vel. En þegar á móti blés og bæði vindur og sjór voru á öndverðum meiði. j>á gat það tekið á taugarn ar. Það mun hafa verið vorið 1915. Þá reri ég í Kollsvíkurveri sem oftar hjá Davíð Jónssyni. Við átt- um þá báðir lieima i Örlygshöfn. Þá var öðruvísi þar um að litast en nú. Þá voru þar tólf býli og um sjötíu manns. En nú eru býlin fimm og fólkið fátt. Það er sama sagan og víða annars staðar. Við fórum í verið litlu eftir sumarmál, eins og venja var. Bát- urinn var stói’t fjögurra manna far. og voru á honum, auk mín. sem efcki hafði þá enn náð fullum þrosifca. Davíð Jónsson, formaður og eigandl bátsins, Ármann Guðfreðs son, þá vinnumaður hjá séra Þoxvaldi Jakobssyni í Sauðlauks- dal, nú húsgagnasmiður, Guð mundur Jónsson, þá vinnumaður hjá Davíð, roskinn maðui’, einn af þessum sérkennilegu körlum, sem nú eru alveg að hverfa. Einstæð- ingsskapur og hrakningar höfðu sett sitt mark á hann. Ég reri margar vertíðir hjá Davíð. Ármann og Davið voru mikil hraustmenni — Davíð senni lega einhver sterkasti maður sýsl- unnar á þeim tíma. Ekki er neitt sögulegt af þessari vertíð að segja. Við fiskuðum vel. enda var Davíð fiskinn, og rerum ,til messudags eins og þá var kaLlað. Þá fóru þeir Ármann og Guðmundur heim til heyskapar. en okkuv Davíð kom saman um að halda áfram um sinn og þá með handfæri á litlu tveggja manna fari, sem Davið átti Við þurftum. ekki að vera við hey skap og þá ekki um mikið að velja á atvinnusviðinu um þær mundir. Það var ekki vani, að aðkomu- menn reru nema vorvertíðina. En heimamenn reru þar öli sumur. Brimasamt var oft, er leið á sumr in. Heimamenn höíðu nóg að gera að sinna .heimilum sínum, þegar ekki gaf á sjó. En aðkomumonn og búlausir höfðu ekki neitt ann- að að gera en spila á spil og drekka kaffi hver hjá öðrum. Við hófum nú að róa á þessu tveggjamanna fari. Hittum á ágæta tíð og góðar gæftir, eftir því sem um er að gera, og varð aflinn betri en við væntum. En þegar kom fram á sumarið, sáum við, að salt ið var á þrotum og ekki salt að fá nerna á Patreksfirði. Við rerum svo síðasta róðurinn, sem salt var til í, fórum seinni hluta nætur og komum að um hádegi, settum bát- inn upp og gerðum að aflanum. Þá sagði Davíð. að nú væri ekki um annað gera en fara gangandi inn 1 Örlygshöfn, taka þar vor róðrabátinn. fara yfir á Patreks- fjörð um kvöldið og taka bátinn hlaðinn af salti og koma út um nóttina. Auðvitað samþykkti ég þetta, Svo lögðum við fótgangandi af stað. Enn minnist ég þreytunn- ar, þegar við vorum að fara upp hálsinn, sem er'milli Kollavikur og Hænuvíkur, í blæjalogni og steikj- andi hita. Þetta er um luttugu kíló metra leið, sem við urðiim að ganga að bátnum. Þegar þangað kom, hittist svo á, að háf jara var. en þarna er mikið útgrynni. Samt komum við bátnum á flot. En þá vantaði seglið — það var framrni 1004 T i K I N N SUiVhrifÐAGSBLA®

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.