Tíminn Sunnudagsblað - 15.11.1970, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 15.11.1970, Blaðsíða 4
Torfl porstcírmonu- íntmb í klaustrí(t~ Haustið 1929 voru samam íkomn- ir til námsdvalar í héraðsskólan- um á Laugum í Suður-Þingeyjar- sýslu rúmt hundrað pilta og stúlkna viðs vegar að af landinu. Esja gamla, sem kölluð var „járnbraut dreifbýlisins“ á þessum árum, hafði mestan hluta október mánaðar verið að safna þessu fólki saman, allt vestan frá Flateyri í Önundarfirði og frá Hornafirði í Austur-Skaftafellssýslu að austan, og skilaði því öllu sl'ysalaust í land & Húsavík við Skjálfanda. Nokkur hópur hafði svo komið landveginn frá Akureyri og úr ýmsum sveitum Þingeyjarsýslna. ’Meðal þessa æskuglaða fólks var höfundur þessa þáttar, sem heita anátti, að væri að hleypa heimdraga í fyrsta sinn, ósvik- inn *■ ávöxtur íslenzks dreif- býlis eins og það var á sig komið á þeim árum. Hér var á ferðinni hlédrægur heimaalning- ur með ofurlítið af ævintýraþrá í brjósti og hálffæddar vonir í van- þroskuðu hjarta. En hvað um það: Þessi hálfstálp- aði sveitadreng-ur frá Hvammi í Austur-Skaftafellssýslu var þarna kominn í sömu erindu-m og annað námsfólk — til að „ma-nnast á heimsins hátt“ eins og Væringinn í kvæði Einars Benediktssonar. Skólareglur í héraðsskólanum á Laugum voru hvorki miklar né margslungnar á þessum árum. En skólastjórinn, Arnór Sigurjónsson frá Litlu-La-ugum, gætti þess með hógværð og lipurð, að þeim væri hlýtt. Ekki ma-n ég nú fyrir víst, hve þessar skólareglur voru í mörgum liðum, en hef það einhvern veginn á tilfinninguAni, að þær hafi verið álíka margar og boðorðin í kver- inu mínu, sem síra Ólafur Steph- ensen var búinn að ferma mig upp á fyrir rúmu-m sex á-rum. Þessar skólareglur voru við hlið- ina á stundatöfl-unni ok-kar og hengdar upp á vegg í A-deildinni, sem jafnframt var aðaisamkomu- salur skólans. En þó að þessar skólare-glur væru yfirlætislausar í hversdagsleika sínum, var ætlazt til, að þeim væri hlýtt. Og til áréttihgar var hver einstök grein þeirra brýnd fyrir okkur við skóla setningu og endu-rtekin af skóla- stjóra frá kennaraborði-nu, svo oft sem ástæða þótti, eða eitthvað þótti halla á ógæfuhliðina með agann í skólanum. En þó að ég geti um þessar skólareglur hér og þann hugblæ, sem form þeirra mótaði í skólanum, vorum við veg- sömuð af kennaraliði skólans fyr- ir hlýðni og góða hegðun, enda voi’um við allflest á aldrinum 18— 22 ára gömul og farin að venjast af ódæl-sku- og bernskubrekum. En umfram þær skólareglur, sem ég þegar hef getið, var eitt gild- andi boðorð í skólanum, sem ég held þó, að hafi verið óskráð lög: Piltar og stúlkur máttu ekki dvelj- ast hvort á annars herbergjum. Brot gegn þeirri reglu varðaði brottrekstri úr skóla. En þótt við ættum að heita komin yfir bernsku brekaárin, mun okkur sumum hafa orðið nokkuð gjarnt til að neyta ofurlítils af þessum for- boðna ávexti og lái það hver sem vill hópi æs'kuglaðra sveina og meyja á aldrinum 18—22 ára. Sú mun líka hafa orðið raunin, að þetta boðorð mun oftar hafa ver- ið brotið en mok-kur önnur skóla- regla, en -reynt var að fara dult með það eins og önnur afbrota- mál. Námsmeyjar bjuggu í austur- álmu skólans, en piltar í vestur- álmu, og á landamærum var skrif- stofa og svefnherbergi skólastjóra og eins kennara. Mun það vafa- laust hafa verið gert af öryggis- ástæðum einum saman. í minni ken-nsludeild sátu piltar austan megin í s-kólastofu, en stúlkur við vesturvegg og myndaðist þannig gangur á milli skólaborðanna. Var þess vandlega gætt, að karlar og Húsmæðraskólinn á Laugum yzt til hægri, íþróttahús Laugaskóla á miSri mynd. 892 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.